Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.02.1917, Side 7

Hagtíðindi - 01.02.1917, Side 7
1917 HAGTÍÐINDI 3 Yfirlitið sýnir, að allmikil verðhækkun hefur átt sjer stað síðan í októbermánuði. Að meðaltali hafa allar þær vörur, sem taldar eru í yfiriitinu, hækkað um 7% á síðasta ársfjórðungi. Þó eru það ekki nærri allar vörurnar, sem hækkað hafa í verði, en þær sem hafa gert það, hafa hækkað því meir. Kol og steinolía hafa haldist í sama verði, ávextir eru heldur ódýrari, verð á te og súkkulaði er mjög likt. Verð á brauðum var einnig hið sama í byrjun janúarmánuðar eins og 1 októbermánuði, því að síðasta verðhækkunin á þeim varð ekki fyr en síðar (29. janúar). Kornvörur hafa að meðaltali hækkað um rúml. 5°/o á síðasta ársQórðungnum 1916. Sykur mátti heita ófáan- legur í byrjun janúarmánaðar, nema púðursykur. Að eins einn kaup- maður tilfærði höggvinn sykur. Var hann kominn frá Spáni með »Braga« og miklu dýrari heldur en sykur sá, sem áður fjekst hjer. Strausykur var sómuleiðis að eins tilfærður af einum kaupmanní. Síðar í janúarmánuði Qekk landsstjórnin sj'kur frá Danmörku og var hann seldur töluvert ódýrar, en þó miklu dýrar heldur en sykur var seldur í október (höggvinn sykur kr. 1.10 pr. kg., strausykur kr. 0.95 pr. kg.). Tiltölulega mest hefur verðhækkunin síðasta árs- fjórðunginn verið á fiskinum, 18°/'o að meðaltali, en jafnvel 60°/o á nýja fiskinum. Sömuleiðis hefur mjög mikil verðhækkun orðið á smjöri, mjólk og eggjum (20°/o, 17°/o og 37%). Ef verðið á öllum þeim vörum, sem yfirlitið tilgreinir, er talið 100 í júlímánuði 1914 eða rjett áður en stríðið byrjaði, þá hefur það verið að meðaltali 139 í janúar 1916, 171 í október 1916 og 183 í janúar þ. á. Til þess að taka með allar vörurnar í hvert skifti, eru vörur þær, sem ekki koma fyrir í einhverjum ársfjórðungi, taldar með sama verði sem í næsta ársfjórðungi á undan. t*au 2^2 ár, sem liðin eru síðan ófriðurinn byrjaði, hafa vörur þær, sem hjer er um að ræða, hækkað í verði um rúmlega 80% að meðaltali. í eftirfarandi yfirliti hefur vörum þeim, sem hjer um ræðir, verið skift í flokka og sýnt hve mikil verðhækkunin hefur verið að meðaltali í hverjum flokki, bæði alls síðan ófriðurinn byrjaði og á síðastliðnum ársQórðungi. Veröhækkun júli 1914-jan. 1917 okt. 1916-jan. 1917 Brauð (3 teg.) 65°/o 0°/» Kornvörur (11 teg.) 99— 5- Garðávextir og kál (4 teg.)... 72— 6— Ávextir (5 teg.) 71— -r- 4— Sykur (5 teg.) 116— 26- KaíTi (3 teg.) 16— 5— Te, súkkulaði og kakaó (3 teg.) 41— -f- 1— Smjör og feiti (4 teg.) 73- 11—

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.