Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1918, Síða 8

Hagtíðindi - 01.01.1918, Síða 8
4 II A G T í Ð I N U 1 1918 landsstjórnin verðið á sykurbyrgðum sínum 5. nóv. uin 25 aura kílóið af höggnum sykri og 35 aura kílóið af strausykri, en 16. s. m. var verðið aftur lækkað niður í það sama sem áður var. Á feitmeti liefur verðhækkunin síðaslliðinn ársfjórðung orðið liltölulega mest (17°/o). í byrjun ársfjórðungsins var hámarksverðið á íslensku smjöri numið úr gildi. Verðið á nýmjólk var hækkað um miðjan október úr 44 aurum upp í 48 aura. Kjöt og Ilesk liefur lækkað í verði siðastliðinn ársfjórðung. Nýtt og saltað kindakjöl hefur þó hækkað, en á kæfu og hangikjöt var sett hámarksverð í mörgum flokkum í byrjun nóvembermánaðar. .Hámarksverð á fiski var hækkað í októbermánuði og hefur það síðan verið á smáfiski og ýsu óslægðu 28 au. kg, slægðu með liaus 30 au., afhausuðu 32 au., þorski óslægðum 30 au., slægðum með liaus 32 au., afhausuðum 34 au., smálúðu (undir 15 kg) 40 au., stórlúðu 50 au. Kol hafa ekki hækkað í verði siðastliðinn ársfjórðung, enda var verðhækkunin á þeim þá orðin margfalt meiri heldur en á öðrum vörum. En á þessum ársfjórðungi úthlutaði bæjarstjórnin kolum þeim, sem liún hafði fengið frá landsstjórninni með niður- sellu verði eins og aðrar sveitarstjórnir samkvæmt ályktun siðasta alþingis. Verðið á kolum þessum ákvað hæjarstjórnin misjafnlega hátt eftir útsvarsliæð manna, 75 kr., 125 kr., 160 kr. og 200 kr. tonnið, en takmarkað var, hve mikið hver gæli fengið með þessum kjörum, þannig að yfirleitt var ekki lálið nema 80 kg fyrir hvern fullorðinn heimilismann og 100 kg fyrir hvert barn innan 7 ára, þó ekki yfir 1 tonn alls. Ef verðið á öllum þeim vörum, sem yfirlitið tilgreinir, er talið 100 í júlímánuði 1914 eða rjelt áður en stríðið byrjaði, þá hefur það verið að meðaltali 183 i janúar 1917, 264 í oklóber 1917 og 274 i janúar þ. á. Hefur þá verðhækkunin numið að meðaltali á þessum vörum 174°/o síðan slríðið byrjaði, 50% síðan í fyrravetur og 4% á síðasta ársfjórðungi. Hjer við er þó aðgætandi, að upp á síðkaslið eru ýmsar af þeim vörum, sem hjer eru taldar, orðnar ófáanlegar (í janúar þ. á. voru það 10 vörutegundir af 63) og eru þær taldar með sama verði eins og þær fengust síðast. Þær fylgjast því ekki lengur með verðhækkuninni og draga meðaltalið niður á við. En ef slept er þessum 10 vörulegundum, sem ekki fengust samkvæmt skýrslunum í byrjun janúarmánaðar, og að eins lilið á þær 53, sem eftir eru, þá hafa þær að meðaltali hækkað í verði um 183% síðan stríðið byrjaði, um 55°/o síðan í fyrravetur og um 5°/o síðastliðinn ársfjórðung.

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.