Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1986, Blaðsíða 29

Hagtíðindi - 01.01.1986, Blaðsíða 29
1986 25 og ekki í samræmi við það, sem venjulega felst í orðinu í daglegu tali og t.d. í manntalsskýrslum, en í þjóðskránni er ekki aðrar fjölskyldu- upplýsingar að fá en hér eru birtar. Er svo vegna bess, að þjóðskráin er á þessu sviði löguð eftir þörfum skattyfirvalda og annarra opinberra aðila. 5) Vamarliðsmenn.þeimhliðstæðirstarfsmenní vamarliðsstöðvum og erlendir sendiráðsstarfs- menn eru hvergi með 1 töflunni, enda eru þeir ekki á íbúaskrá hér á landi. Aftur á móti em íslenskir makarþeirra meðtaldir ásamt bömum, og eru þeir taldir 1 liðnum „móðir með böm“, „faðir með böm“ og „einhleypingar, en alls er hér um að ræða 100 einstakíinga, 16 ára og eldri, 1 karl og 99 konur. 4-fi) Hjúskaparstétt miðast við breytingar, sem hafa orðið fram til 31. október, nema hvað snertir hjónabönd, sem lýkur við lát maka í nóvember. Þar sem fjórðungur hjónavígslna fellur á tvo síðustu mánuði ársins, en hjúskaparslit verða jafnt allt árið, fjölgar hjónaböndum mikið, þ.e. um 200- 300 fram að áramótum. 7) Fólk með skráð aðsetur annars staðar en á lögheimili. Tala þess er innifalin í öllum tölum hér að ofan. 8) Aðsetursfólk - þ.e. fólk með skráð aðsetur á stað, en með lögheimili annars staðar, er ekki talið í öðrum tölum í dálkinum. Það, sem skortir, að tala aðsetursfólks á landinu öllu sé jöfn tölu fjarverandi fólks, 792, er fjöldi þeirra, sem hafa skráð lögheimili á íslandi en aðsetur erlendis. 9) í ársvinnslu þjóðskrár 1980 og síðan hefur ný sambúð ekki verið skráð, nema það lægi fyrir, að hutaðeigendur ættu bam saman eða teiað væri fram á aðseturstilkynningu, að um óvígða sambúð væri að ræða. Tala óvígðrar sambúðar án bama er því allmiklu lægri 1985 en ella hefði verið. Mannfjöldi 1. des. 1985 eftir fæðingarlandi, ríkisfangi og trúfélagi. Upplýsingar um íbúafjölda eftir fæðingar- landi, nkisfangi og trúfélagi em tiltækar á Hagstof- unni fyrir hvert sveitarfélag landsins miðað við bráðabirgðatölur mannfjöldans 1. desember 1973, 1974 og 1976-85. Grein um þetta efni birtist síðast í janúarblaði Hagtíðinda 1985. Af íbúafjöldanum 1. desember 1985 vom 7.163 fæddir erlendis, þar af 3.222 karlar og 3.941 kona. Eruþað 3,0% af heildarfjöldanum. 1. desember 1984 vom 7.022 af landsmönnum fæddir erlendis eða 2,9%. Af heildarfjöldanum nú vom flestir fæddir í Danmörku, 1.85/, Banda- ríkjunum 898, Svíþjóð 822, Þýskalandi 774, Noregi 590, Bretlandi 472, Færeyjum 202, Kanada, 155, Frakklandi 115, á Spáni 85, í Pól- landi 73, Hollandi 72, Finnlandi 69, Indónesíu 62, Ástralíu 54, á Srí-Lanka 53, írlandi 49, í Austurríki 47, á Nýja-Sjálandi 46, í Sviss 38, Víetnam 38, Lúxemborg 35, Belgíu 34, Júgó- slavíu 34, á Ítalíu 24, í Kóreu 24, Ungveijalandi 23, Tékkóslóvakíu 21 og á Filippseyjum 20. Tölur fyrir Færeyjar munu einhverju lægri en rétt er, en tölur Danmerkur að sama skapi of háar. Fólk fætt í öðmm löndum en þessum skiptist sem hér segir á heimsálfur Evrópa 55, Ameríka 88, Afríka 96, Asía 121, ótilgreint land 17. Erlendir ríkisborgarar vom 3.499 1. desember 1985, en 3.534 1. desember 1984. Eruþað 1,4% íbúatölunnar 1985 en 1,5% 1984. Karlar em 1.546 og konur 1.953. Danir, Færeyingar og Grænlendingar em 986, Bandaríkjamenn 675, Bretar 311, Norðmenn 277, Þjóðveijar 248, Svíar 124, Frakkar 70, Pólveijar 62, Spánveijar 62, Kanadamenn 62, Hollendingar 59, Nýsjálend- ingar 48, írar 45, Finnar 42, Ástralir 39, Srí- Lankamenn 36, Belgar 29, Júgóslavar 28 og Svisslendingar 26. í eftirfarandi töflu sést hvemig mannfjöldinn skiptist á trúfélög 1. desember 1984 og 1985. Þar em talin þau trúfélög, sem hafa hlotið löggildingu hér á landi, en í liðinn „önnur trúfélög og ótilgreint" koma ólöggilt trúfélög og fylgjendur annarra trúarbragða, svo og þeir sem upplysingar vantar um. 1984 alls 1985 Samtals 15 ára og yngri 16 ára og eldri AUs Karlar | Konur Karlar | Konur Karlar | Konur Alls 240.122 241.750 121.501 120.249 33.945 32.457 87.556 87.792 Þjóðkirkjan 223.663 225.173 113.066 112.107 31.932 30.556 81.134 81.551 Fríkirkjan í Reykjavík 5.828 5.823 2.874 2.949 614 559 2.260 2.390 Oháði söfnuðurinn í Reykjavík 1.157 1.140 566 574 116 109 450 465 Fríkirkjan í Hafharfirði 1.869 1.849 900 949 236 266 664 683 Kaþólska kirkjan 1.699 1.756 869 887 264 260 605 627 Aðventistar 670 678 303 375 92 100 211 275 Hvítasunnusöfnuður 747 765 385 380 126 98 259 282 Siónarhæðarsöfnuður Vottar Jehóva 46 356 46 359 19 158 27 201 3 56 6 58 16 102 21 143 Baháísamfélag 298 311 151 160 61 54 90 106 Ásatrúarfélag 71 74 67 7 3 2 64 5 Krossinn 73 100 50 50 12 14 38 36 Kirkja Jesú Krists h.s.d.h. 92 128 59 69 25 24 34 45 Önnur trúfélög og ótilgreint 537 499 272 227 47 43 225 184 Utan trúfélaga 3.016 3.049 1.762 1.287 358 308 1.404 979 Hlutfallslega skiptust landsmenn svo á trúfélög 1. desember 1985: Þjóðkirkjan93,l%, þrír fríkirkju- söfnuðir 3,6%, aðrir söfnuðir 2,0%, utan trúfélaga 1,3%.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.