Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1986, Síða 34

Hagtíðindi - 01.01.1986, Síða 34
30 1986 Fólksflutningar árið 1985. Töflur um fólksflutninga innanlands og milli landa voru fyrst gerðar fyrir árið 1961 og hefur síðan verið birt grein um það efhi árlega í Hagtíðindum, síðast í janúarbíaði 1985 fyrir árið 1984. í MannfjöldasMrslum árin 1961-/0 (Hag- skýrslur íslands II, 61) eru ýtarlegar töflur og skýringar fyrir þau ár. Töflur um fólksflutninga eru gerðar hvert ár eftir færslum þeirra einstaklinga íþjóðskrá, sem vom skráðir 1. desember fyrra árs í ákveðnu sveitarfélagi, en flytja lögheimili sitt þaðan á næstu 12 mánuðum. Þar við bætast færslur þeirra einstaklinga, sem fluttu til landsins á sama 12 mánaða tímabili. Ekki er talinn nema einn flutningur lögheimilis hjá hveijum manni á ári, og brottflutningsstaðurerþað sveitarfélag (eðaerlent land), þar sem hlutaðeigandi átti lögheimili í byij- un tímabilsins, en aðflutningsstaðurerþað sveitar- félag (eða erlent land), þar sem hlutaðeigandi á lögheimili I lok tímabilsms. Böm á 1. ári, önnur en aðflutt frá útlöndum, em hér ekki talin með (hvergi í byijun tímabilsins), né heldur dánir á árinu (hveigi í lok tímabilsins), og ekki heldur þeir, sem fluttu milli umdæma á tímabilinu, en vom í lok þess komnir aftur í það umdæmi, þar sem þeir vom heimilisfastir í byijun tímabilisins. Tölur um fólksflutninga eiga þannig ekki við almanaksárið, heldurtímabilið frádesemberbyijun fyrra árs til nóvemberloka sama ár. Menn em skyldir til að tilkynna lögheimilis- flutninga jafnóðum og þeir eiga sér stað, en nokkuð skortir enn á, að menn hííti þeim reglum, er hér gilda. Em skýrslur um fólksflutninga því ekki eins nákvæmar og ella væri. Á þetta einkum við flutninga úr landi (og að nokkm leyti til landsins), sem em að talsverðum hluta það seint upplýstir, að þeir verða ekki taldir með flutningum viðkomandi ars, heldur með flutningum næsta árs á eftir.Flutningar innanlands koma hins vegar flestir fram á sama ári og þeir eiga sér stað. Þeir, sem fara til dvalar I annað sveitarfélag eða annað land án þess að um sé að ræða flutning lögheimilis til viðkomandi staðar teljast ekki „fluttir", og gildir einu, hvort menn em skyldir til að tilkynna dvalarstað sinn, samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta. Tala fólks með skráð aðsetur án lögheimilis hefur verið birt í Mann- fjöldaskýrslum árin 1961-70 og f töfluni „Upp- lýsingar úr þióðskránni" í Hagtíðindum frá og með árinu 1974. Þeir, sem fara utan til náms, halda yfirleitt lögheimili sínu á íslandi. Fá þeir skráð aðsetur án lögheimilis í dvalarlandi sínu og em ekki taldir í töflum um fólksflutninga, nema þeir flytji lög- heimili sitt út (þ.e. séu teknir af skrá hér heima). Á þessu varð breyting eftir að Island gerðist aðili að samningi Norðurlanda um almannaskráningu, sem kom til framkvæmda 1. október 1969, og felur það m.a. í sér, að sérhver einstaklingur, sem tekinn er á almannaskrá í einu aðildarlandi, skal um leið felldur af almannaskrá í því landi, sem hann flytur frl Til skráningar á flutningum milli Norðurlanda er notuð svo kölluð samnorræn flutn- ingsvottorð (sjá auglýsingu um almannaskráningu við flutninga milh Islands og annarra Norður- landa, í B-deild Stjómartíðinda, nr. 178/1969). Líklegt er, að tala fólks í flutningum að og frá landinu verði fáeinum hundruðum hærri ár hvert vegnaþess, en fyrstu árin eftir að samningurþessi kom til framkvæmda, gætti breytingarinnar nær eingöngu í tölu brottfluttra af landmu, þar sem námsmenn, sem komu heim frá námi á Norður- löndum, voru þá flestir á íbúaskrá hér á landi. Að þeim liðnum má hins vegar gera ráð fyrir að nettóhreyfing flutninga milli íslands og Norður- landa sé ekki fjarri því, sem orðið hefði, ef eigi hefði komið til umræddrar röskunar á skráningu brottfluttra og aðfluttra. Þeir, sem fara til útlanda til atvinnudvalar, flytja yfirleitt lögheimili sitt til viðkomandi lands og teliast þar af leiðandi f flutningaskýrslum. Aðild Islands að samnorrænni almannaskráningu mun ekki enn hafa leitt til teljandi breytinga á tölu þeirra, sem farið hafa til annarra Norðurlanda í atvinnuskyni, frá því, sem ella hefði orðið. lslenskt sendiráðsfólk erlendis heldur lög- heimili sfnu á íslandi og telst því ekki flutt til útlanda. Útlendingar, sem koma hingað til lands til atvinnudvalar, teljast flytja lögheimili sitt hingað og koma í flutningaskýrslur, ef þeir eru hér næsta 1. desember eftir komu. Svo er þó ekki um erlenda sendiráðsstarfsmenn og vamarliðsmenn - þeir og fjölskyldur þeirra teljast ekki eiga lög- neimili hér á landi. Eins er um færeyinga og aðra útlendinga á íslenskum fiskiskipum, sem búa ekki í landi. Annars fer það að mestu eftir tilkynn- ingum hlutaðeiganda, hvoit þeir teljast fluttir og koma þar með í flutningaskýrslur. Fyrr er sagt, að tilkynningar flutninga til landsins séu ekki tæmandi og af þeim sökum falla allmargir flutningar - til landsins og þá jafnframt frá því aftur - undan skráningu. Hér fer á eftir yfirlit um aðflutta og brottflutta af landinu á hveiju þjóðskrárári 1976-85: 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 Aðfluttir alls 1053 1358 1533 1848 1796 2161 2293 2154 1939 1827 fslenskir ríkisborgarar 706 867 1141 1354 1414 1688 1762 1552 1417 1285 Erlendir ríkisboigarar 347 491 392 494 382 473 531 602 522 542 Brottfluttir alls 2104 2367 2233 2373 2336 1978 1648 1924 2210 2335 fslenskir ríkisborgarar 1701 2034 1794 1902 2056 1603 1301 1487 1741 1842 Erlendir rflrisborgarar 403 333 439 371 280 375 347 437 469 493 Töflur 1-4 eru að efni til samdrátturúr ýtar- Tafla 1 sýnir skiptingu fólksí flutningum eftir legri grunntöflum, sem menn geta fengið aðgang hjúskaparstétt í lok þjóðskrárárs 1985 og hvaða að í Hagstofunni. reytingar urðu þar a á árinu. Giftu fólki er hér

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.