Búskapur hins opinbera 1990-1998 - 01.11.1999, Page 14
Mynd 2. Fjárstreymi milli hins opinbera og annarra aðila hagkerfisins árið
1998 í milljónum króna og sem hlutfall af landsframleiðslu.
Hið opinbera 1998
Tekjur Útgjöld0
219.321 m.kr 216.493 m.kr
Einkaaðilar 37.4% 36.9%
1) Afskriftir ekki meðtaldar.
Mynd 2 sýnir fjárstreymið milli opinberra aðila og annarra aðila hagkerfisins, og
hefur þá innbyrðis fjárstreymi milli opinberra aðila verið fellt niður. Af myndinni má
lesa að 37,4% af landsframleiðslunni fara til hins opinbera í formi skatta og annarra
tekna. Útgjöld hins opinbera mælast heldur lægri eða 36,9% af landsframleiðslu og
skiptast þau þannig að ríflega þrír fimmtu hlutar fara til kaupa á vöru og þjónustu,
tæplega tíundi hluti til vaxtagreiðslna og tæplega þrír tíundu hlutar til tilfærslna til
fyrirtækja og heimila.
Mynd 2 sýnir einnig að skatttekjur hins opinbera eru langstærsti tekjuliður þess eða
94% af heildartekjum. Þá sýnir hún að samneysluútgjöldin eru veigamesti
útgjaldaliðurinn eða um 56% heildarútgjaldanna. í samneysluútgjöldum eru meðal
annars útgjöld til fræðslumála, heilbrigðismála, réttar- og öryggismála, og stjóm-
sýslu. Þessir Qórir málaflokkar taka til sín um tvo þriðju samneysluútgjaldanna. Fast á
eftir þeim koma tilfærsluútgjöld, sem eru tæplega þriðjungur heildarútgjalda hins
opinbera. Til þessara útgjalda flokkast lífeyrisgreiðslur hins opinbera, eins og elli- og
örorkulífeyrir, bamalifeyrir og mæðralaun. Sömuleiðis flokkast rekstrar- og
fjármagnstilfærslur opinberra aðila til fyrirtækja og námsmanna undir þennan lið.
Aðrir útgjaldaliðir eru vaxta- og fjárfestingarútgjöld.
12