Búskapur hins opinbera 1990-1998 - 01.11.1999, Page 112
Viðauki 3 framhald
Skýringar á mun í uppgjörsaðferð þjóðhagsreikninga og Ríkisreiknings 1998
Gjöld: 1998
Ríkisreikningur 189.635.616
Frá dregst: -26.828.745
- Erfðafjársskatturu -523.077
- Framlag Happdrættis HÍ til Háskóla íslands^ -486.843
- Endurgreiðslur vegna virkjanarannsókna Landsvirkjunar'3'1 -339.951
- Ýmis neyslu og leyfísgjöld fyrir þjónustu4' -4.272.451
- Sala eigna (annarra en peningalegra eigna)51 -326.450
- Hluti sveitarfélag í innheimtukostnaðiOJ -172.259
- Hluti sveitarfélaga í Myndlista og handíðaskóla íslandsu -58.512
- Sveitarfélög, viðbótarframlag vegna lífeyrisskuldbindinga grunnskólakennara8J -322.664
- Afskriftir skattakrafna4' -4.775.730
- Lífeyrisskuldbindingar, aðlögunarsamningarIU) -16.694.005
- Uppgjör við Tryggingastofnun1 u 1.143.197
G jöld ríkissjóðs skv. skilgreiningu þjóðhagsreikninga 162.806.871
Tekjuafgangur / halli skv. skilgreiningu þjóðhagsreikninga 6.152.294
Skýringar við einstaka liði:
1) Samkvæmt þjóðhagsreikningakerfi SÞ er litið á erfðafjárskatt sem fjármagnstilfærslu heimilanna til hins opinbera. í
samræmi við þetta er erfðafjárskattur færður með fjármagntilfærslum sem færðar eru nettó á gjaldahlið tekju-, gjalda-
og fjárstreymisreiknings hins opinbera.
2) Framlag Happdrættis HÍ til Háskólans skal not til uppbyggingar Háskólans og er því fjármagnstilfærsla og fær sömu
meðferð og erfðafjárskattur.
3) Hér er um tilfallandi endurgreiðslur að ræða sem flokkast sem fjármagnstilfærsla og meðhöndlast sem slík.
4) Samkvæmt þjóðhagsreikningakerfi SÞ er Iitið á neyslu- og leyfisgjöld sem greidd eru fyrir þjónustu sem sértekjur
sem koma til frádráttar á gjaldahlið. Hér er á ferðinni annað hvort einkaneysla eða aðfangakaup.
5) Skv. þjóðhagsreikningum kemur sala á fasteignum, vélum, tækjum, landi og réttindum til frádráttar kaupum á
samsvarandi eignum og færist á gjaldahlið.
6) Litið er svo á sveitarfélögin séu að kaupa þessa innheimtuþjónustu af ríkissjóði. Greiðslan flokkist því sem sértekjur
ríkissjóðs á gjaldahlið.
7) Litið er svo á sveitarfélögin taki þátt í rekstri Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þátttökukostnaður
sveitarfélaganna gjaldfærist hjá þeim og lækkar útgjöld ríkissjóðs samsvarandi.
8) Viðbótarframlag sveitarfélaganna vegna lífeyrisskuldbindinga grunnskólakennara færist með launagjöldum
sveitarfélaganna en ekki með lífeyrisframlagi ríkissjóðs.
9) Afskrifaðar skattakröfur sem koma til vegna gjaldþrota koma hvorki til lækkunar tekna né til aukningar útgjalda
skv. uppgjöri þjóðhagsreikninga heldur færast yfir endurmatsreikning. Sé hins vegar um óeðlilega miklar áætlanir að
ræða (jafnvel hugsaðar til refsinga) eða óeðlilega mikla uppsöfnun dráttavaxta vegna vanskila hefur Þjóðhagsstofnun
lækkað tekjur ríkissjóðs unr það sem hún telur vera umfram eðlilega afskriftir.
10) í uppgjöri þjóðhagsreikninga er einungis sá hluti lífeyrisskuldbindinga vegna s.k. aðlögunarsamninga sem tengjast
launagreiðslum ársins færður til gjalda.
11) Við uppgjör á hinu opinbera, þ.e. ríki, sveitarfélaga og almannatrygginga, eru niðurstöður rekstrar- og
efnahagsreikninga almannatryggingakerfisins látnar ráða um samskipti við ríkissjóð.
110