Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Side 4

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Side 4
4 Nýtt S. O. S. skip í næturmyrkri og þoku, heldur hvert það brak, sem kynni að fljóta á sjónum. Hjá skerminum er bergmálsdýptarmælir- inn, er mælir sjávardýpið. Calamai' skipstjóri hristir höfuðið. Mik- ið var maður nú ánægður með lífið og til veruna í þá daga. Tuttugu ára gamall og lífið framundan. Þá bar maður ekki á- byrgð ;i skipi með 60 þús. hestafla vélum, sem kostaði þrettán milljarða líra. Skip með 1284 farþegaklefum, þrem sundlaug- um, þrem kvikmyndasölum og kapellu, sem var á stærð við litla kirkju . . . * Klukkan 25,00. „Signor Commandante,“ h.rópar stýrimaðurinn við radartækið. „Þarna kemur einhver á móti okkur. Lík- lega stórt skip. Hraði tuttugu hnútar. Eða jafnvel meira — Calamai skipstjóri skundar að radar- skerminum ásamt Franchini stýrimanni. „Skipið nálgast stefnu okkar, en fer hálfri mílu norðar.“ „Fjarlægðin?“ spyr Calamai. „Níu til tíu sjómílur." Nú sést greinilega, að skipið færist inn í miðju hringsins. Það þýðir, að skipið er nú nákvæmlega í stefnu á leið Andrea Doria. „Skipun til loftskeytamannsins,“ tilkynn ir Calamai. „Sendið ókunna skipinu skeyti; Ef við höldum sömu stefnu er hætta á árekstri. Er móttaka skeytis frá oss hefur verið viðurkennd, munum vér víkja á stjórnborða. Skipstjóri á Andrea Doria.“ Annar og þriðji loftskeytamaður bíða óþolinmóðir eftir svari. „Þeir eru ekkert að flýta sér,“ sagði annar loftskeytamaður. „Þetta lítiur ekki vel út. Þeir halda í átt á stefnu okkar.“ „Getum við þá ekki vikið á stjórnborða samkvæmi reglunni?“ sagði þriðji loft- skeytamaður. „Jú, en ókunna skipið er nokkuð til hægri við okkur. Við siglum þá ef til vill fyrir stefni þess? Hlustaðu! Loftskeyti lrá skipinu!" Hann tekur á móti skeytinu. „Staðfestum móttöku skeytis yðar. Nord ensen, skipstjóri á „Stockholm.““ „Gott,“ sagði Calamai skipstjóri. „Þá beygir liann líklega til norðurs, og fer fram hjá okkur á stjórnborða. Við getum þvt ekki vikið á stjórnborða úr því sem komið er.“ * Klukkan er 23,05. „Stockholm“ heldur áfram í austurátt án þess að draga úr hrað- anum. Þriðji stýrimaður, Carsteins-Johann- sen fer í annað sinn inn í kortaklefann til jness að færa inn stefnuna. Enginn tekur að sér störf hans í brúnni á meðan. Nord- ensen skipstjóri hafði farið af stjórnpalli klukkan 21,40. Nú hefur þriðji stýrimað- ur sagt honum fréttirnar og liann kemur þegar í stað upp í brúna. „Hvar var Andrea Doria miðuð síðast? spurði skipstjóri Carstens-Johannsen, er

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.