Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 21
Nýtt S. O. S. 21
Allt í einu brakar harkalega einhvers-
staðar í gólfinu. Hnoðnaglar spretta upp
eins og korktappar undan vatnsþrýstingn-
uin. Og nú streymir sjórinn inn í skipið
fyrir ofan dælurnar. Mennirnir hósta og
spúa.
„Við skulum að minnsta kosti deyja
undir heiðum himni, skipstjóri,“ segir
einn vélamannanna. „Við skulum ekki
láta kæfa o.kkur í óloftinu. Bara sjá sólina
einu sinni enn. Svo er mér ekkert að van-
búnaði . . .“
Calamai skípstjóri horfir á menn sína
stjörfum augum. Hvert orð hæfir hann í
hjartastað. Hann veit ekki á sig sök á því,
er skeð hefur. Hann hefur gætt skyldu
sinnar í hvívetna. Hann var nauðbeygður
til að víkja til vinstri, af því hann sá
Stockholm koma á móti sér frá hægri. Nú
er annarra að sjá fyrir því, hvort Andrea
Doria verður lyft frá hafsbotni einhvern-
tíma seinna. Honum er ljóst, að um leið
og skipið hallast lítið eitt meira, brestur
botninn í skipinu og sjórinn flæðir inn í
vélarúmið og hinir tápmiklu menn hans
munu láta þar líf sitt.
Calamai hugsar: Ef vélamennirnir far-
ast, ferst ég líka. F.n hvaða tilgangi þjón-
aði það?
„Farið upp á þilfar, piltar! “ skipaði
hann og Iiélt í áttina til stigans. „Eg sendi
„William Tliomas“ loftskeyti urn, að þeir
eigi að hafa bát tilbúinn handa ykkur —“
Er Calamai skipstjóri kemur í brúna,
fær annar stýrimaður honum skeyti.
„Skeyti til yðar beint frá Rónt.“
Calantai skipstjóri les:
„Skipun frá framkvæmdastjóra ítalska
skipaútgerðarfélagsins Cassiani til Calamai
skipstjóra: Yfirgefið skip yðar, ef þér álítið
frekari dvöl þar lífshættulega! Cassiani."
Calamai skipstjóri lætur færa sér lista
yfir þá, sem enn eru í skipinu. Hann
merkir við átta nöfn. „Segið Ameríkan-
anum að senda okkur bát!“
„Þér hafið rnerkt við nafn mitt,“ segir
annar stýrimaður og má kenna nokkurrar
þykkjti í röddinni.
„Já, þér og sjö aðrir yfirgefið skipið.
Atta manns! Fortunato hefur rangt fyrir
sér. Það geta gerzt tæknileg undur. Hafið
bát til reiðu í nánd við okkur! F.f það
versta skyldi ske yfirgefum við líka ,,Doriu“
okkar.“
Nokkrum mínútum síðar heldur litli
vélbáturinn á brott. Þá hafði sjórinn flot-
ið upp að aðaljjilfari Andrea Doria. FJl-
efu menn eru enn um borð í skipinu.
*
Calamai skipstjóri berst til þrautar.
Skömmu áður en rafstraumurinn rofnaði
með öllu náði loftskeytamaðurinn sam-
bandi við Rode Island. Samkvæmt beiðni
skipstjórans fara tveir aflmiklir dráttar-
bátar úr sjóhernum frá Rhode Island til
þess að freista þess að draga Andrea Doria
til hafnar. í iðrum skipsins rvmja dælurn-
ar ennþá.
Svo heyrir umheimurinn ekkert meira
frá Andrea Doria. Loftskeytastöð skipsins
þegir.
Kl. 6,45. Loftskeytamaðurinn á Stock-
holm tilkynnir: „Ekkert loftskeytasamband
lengur við Andrea Doria. Getur sennilega
ekki notað loftskeytatækin lengur."
Kl. 6,yO. Strandgæzlan tilkynnir: „An-
drea Doria er með mikinn hliðarhalla.
Neðsta þilfar á kafi í sjó.“
Á stjórnpallinum standa nokrkir menn
og verða að ríghalda sér. Þessir menn eru
skipstjórinn, tveir stýrimenn og nokkrir
hásetar. Þeir horfa í xesturátt, því þaðan
eiga þeir von á dráttarskipunum á hverri
mínútu. Einn stýrimannanna er að störf-