Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 27
Nýtt S. O. S. 27 ia. Stjórnborðsmegin hanga björgnnarbát- arnir í uglunum. Númer bátanna og skips- nafn er greinilega hægt að lesa. í gegnum glugga efstu svefnklefanna sést inn í skipið. Á fatasnögunum hangir ýni- iskonar klæðnaður. Hálftæmdar töskur eru á reki í svefnklefunum. í einum klefanna eru uppþornuð blóm á floti — dimmrauðar rósir. Á neðra þilfari sjá kafararnir, að glugga- rúður hafa brotnað af þrýstingnum. Þeir áræða ekki að hætta sér þar inn. Soghljóð mikil heyrast í iðrum skipsins. Kafararn- ir skríða eftir skemmtigönguþilfarinu. í afturlyftingu er fáninn dreginn að hún. Hann liggur nærri lóðréttur í sjón- um, eins og hann sé að teygja sig í átt- ina til ljóssins . . . Kafararnir taka kvikmyndir af flakinu, en að því loknu búast þeir til ferðar upp. Veröld lifenda tekur á móti þeim. Daginn eftir fer kvikmyndaleiðangur niður í djúpið. Einn kafaranna er stúdent frá Columbia-háskólanum, tuttugu og þriggja ára gamall, William F.dgarton að nafni. Næsta dag á að veita honum dokt- orsnafnbót. Hann fer fyrstur niður með kvikmyndatökuvélina. Þegar ekki bólar á honum til baka að hálftíma liðnum fara hinir kafararnir nið- ur. Þeir finna Edgarton niðri í skipinu. Hann er látinn. — Lífgunartilraunir eru gerðar um borð í leiðangursskipinu, en þær bera ekki árang-. ur. William Edgarton er síðasta fórn Án- drea Doria. * Á meðan börn, mæður og feður syrgja látna ástvini beinist hugur fólks í ótal löndum að einum og sama brennipunkti: Það heimtar einhvern sekan. Jafnvel þótt enginn reynist raunverulega sekur! Áreksturinn varð úti á rúmsjó. Útgerð- arfélagið „Italia“, sem var eigandi Andrea Doria, höfðaði mál gegn „Sænsk-amerísku línunni," eiganda Ssockholm og krafðist 25 millj. dollara skaðabóta. Sænska útgerðarfélagið lagði sín skjöl á borðið Iijá United District Court (borgar- dómstóll) í New York og krafðist sýknu. Málið var útkljáð fyrir nefndum dóm- stóli. Hvorki fleiri né færri en 50 lögfræð- ingar fjölluðu um málið fyrir skipsfélög- in og farþegana. Auk þess var nefnd sér- fræðinga falið að rannsaka tildrög slyss- ins og áttu sæti í henni meðal annarra, É. L. Cochrane, varaðmíráll í flota Banda- ríkjanna, H. C. Shepheard, aðmíráll, E. M. Webster, skipherra, og H. L. Leward,. prófessor í siglingarétti. Réttarhöldin yf- ir skipstjórunum, öðrum yfirmönnum og hásetum , stóðu mánuðum saman. Málinu lauk með sáttargerð, er bæði skipafélögin samþykktu og tryggingarfélögin. Gjörðarbækurnar eru nokkur þúsund síður. Auk þess voru vitnaleiðslurnar tekn- ar upp á nokkur hundruð segulbandsspól- ur. En niðurstaða rannsóknanna breyth' ekki þeirri staðreynd, að 50 manns létu lífið á Andrea Doria og 5 hásetar á Stock- holm. Sérfræðingar í siglingarétti og lögfræð- ingar komust að þeirri niðurstöðu, er hér segir: Piero Calamai, skipstjóri, hefur ekki get- að vikið á stjórnborða, því hann óttaðist, að með því lenti hann þvert fyrir leið Stockholms. Tveim skilaboðum hans til skipstjóra Stockholms um að breyta stefnu Iiefur heldur ekki verið svarað. Hann neyðist því til að taka það ráð, að víkja 'á bakborða, gagnstætt siglingareglum. Hinsvegar hefur Nordensen skipstjóri á

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.