Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 33

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 33
Nýtt S. O. S. 33 fangi með að ýta þeim niður a£ inngang- inum. Allt í einu sá lestarstjórinn, livar tvær gleraugnaslöngur höfðu hreiðrað um sig ofan á kolunum í kolavagninum. Hann hrópaði viðvörun til kyndarans, er slanga renndi sér ofan af kolabingnum og hóf sig til árásar. UPP Á LÍF OG DAUÐA. ICyndarinn kastaði frá sér skörungnum, sem var allt of viðamikið vopn í návígi og greip skúffu. Með tiana að vopni lagði hann til atlögu. Ghandi þreif í lestarhemilin og lestin nam samstundis staðar. Þá greip hann lít- inn járnkarl og flýtti sér til hjálpar félaga sínum. Slangan séri sér þá að honum og í sömu andrá greip Soga tækifærið. Hann hjó skúffunni í haus slöngunnar og þrýsti henni niður á gólfið. Lestarstjórinn var þá ekki seinn á sér; hann greiddi slöngunni mikið högg og hún lá eftir með brotinn haus. Onnur kobraslangan var nú komin í námunda við þá, og brátt sást sú þriðja og fjórða á kolabingnum. Mennirnir í stjóm- klefanum börðust upp á líf og dauða. Þeir hlupu fram og aftur og greiddu ó- vættinum mikil högg. Þeim tókst að leggja tvær að velli í viðbót. Kyndarinn reif upp fellihurðina að eldhólfinu, og slöngurnar, sem eru næturdýr, blinduðust. En aftur og aftur glytti í gráðugar glyrnur í myrkr- inu. Ghandi greip til þess eina ráðs, sem tiltækt var. Hann lét lestina renna af stað og staðnæmdist, er vatnið var orðið svo djúpt, að lengra mátti ekki fara án þess, að vatnið flasddi upp í eldana. Nú gátu ekki fleiri dýr skriðið upp í lestina. En þá var eftir að berjast við slöngurnar, sem komnar voru í lestina. Tvísýnn bardagi, þar sem dauðinn beið á næsta leiti, bar- dagi án miskunnar! VONLAUS AÐSTAÐA. Hægt og hægt sniglast tíminn áfram. Klukkustundirnar líða. Barátta samfara ægilegri taugaspennu. Enn rigndi, flóðið hækkaði. Þar að auki mátti búast við, að uppfyllingin brysti á hverri stundu vegna vatnsþrýstingsins. Þá var öllum búin vot gröf. Örvilnun þeirra félaga náði hámarki. „Það hefði líklega verið betra,“ sagði kyndarinn um morguninn, ,,að slöngurnar hefðu gert út af við okkur strax. Það hefði að minnsta kosti tekið fljótt af! Sjáðu þama; veginum hefur skolað burt á beygj- unni fyrir framan okkur! Við erum hér innikróaðir." Ghandi kinkaði kolli. Hann hafði veitt þessu athygli fyrir löngu. Þrátt fyrir það, gætti hann þess vandlega, að eldrarnir slokknuðu ekki, eins og björgun þeirra væri undir því komin. „Þegar birtir af degi verður okkar leitað,“ mælti hann von- góður. „Þeir senda leitarflugvélar.“ Hann hafði rétt að mæla. Nokkrum klukkustundum síðar var öll- um, er í lestinni voru þessa ömurlegu nótt, bjargað af koptum og bátum frá sjóhern- um. Útgefandi: Nýtt S. O. S., Vestinannaevjnm. Ritstjóri' og ábyrgðarinaður: Gunnar Sigurmundsson. — Verð hvers heftis kr. 12,00. — Afgreiðsla: Brimhólabraut 24, Vestmannaeyjum. — í Reykjavík: Óðinsgötu 17A, Sími 14674. — Prentsmiðjan Eyrún h. f.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.