Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 11

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 11
Nýtt S. O. S. 11 France er nærstaddnr og bátverjar draga hjónin upp úr sjónnm. í New York fá lijónin þær óhugnanlegu fréttir, að Norma Titla, dóttir þeirra, liggur á sjúkrahúsi í Boston, höfuðkúpubrotin. Hún gengur þar undir nafninn „Óþekkta prinsessan." Læknarnir fengu ekki aðgert. Barnið dó í þann mund, er foreldrarnir komu í sjúkrahúsið í Boston. Gæfan er hliðhollari leikkonunni Ruth Roman. í allri ringulreiðinni týnir hún barni sínu fjögurra ára. Þegar hjálparskip- in lögðu að hafnarbökkunum í New York leitaði luin að barni sínu í sárustu ör- væntingu. Móðirin fann barn sitt um borð í Stockholm. Það stóð í afturlyftingu ski]is- ins einmana og grátandi. — Slíkir atburðir, sem hér hefur verið sagt frá, gerast oft, er skiptapa ber að höndum. En olt gerist það, undir svip- 'uðum kringumstæðum, sem talizt getur hreint undur. Frá þeirri lilið \'erður nú sagt að nokkru, og verðum vér þá að hverfa aftur til þeirrar stundar, er árekst- urinn varð. * Það \'ar kl. 23,20, nákvæmlega tiltekið, er allar klukkur um borð í Andrea Doria, 'er gengu fyrir rafmagni, stönzuðu. A þeirri stundu renndj stálbáknið Stock- holm inn í skrokk Andrea Doria. Þá eyði- lögðust hinir glæsilegu svefnklefar nr. 46, 52, 54, og 56 á II. farrými. í svefnklefa nr. 52 bjó herra Gamillo Cinanfarra, Spónarfréttaritari „New York Times“, er hafði nýlokið handriti af frá- 'sögn um vesturför Andrea Doria. Kona hans, Jane Gianfarra, liggur í rekkju sinni, er var út við skipssúðina. Herra Cianfarra er í þann veginn að leggjast til bvíldar í rekkju sína, er var fjær súðinni, er stefni Sfockholms þrýstist inn úr skipsbyrðingn- um. Herra Cianfarra er kraminn til bana á broti úr sekúndu. Kona hans er inni- lokuð milli brostinna stálplatanna og er \arla fær um að hrópa á hjálp. í næsta klefa, nr. 54, eru tvær dætur frú Cionfarra, Joan Cianfarra, átta ára gömul og hálf- systir hennar, Linda Morgan, barn frú Cianfarra af fyrra hjónabandi. í sömu andrá og faðir Joan litln lætur lífið, lúk- ast stálplöturnar um hana. En Linda Morg- an liggur í rúnri sínu út við síðuna, sem er miðdepill þeirra válegu atburða, sem nú eu að ske, þar sem stálplöturnar láta undan eins og pjátur, rengur leggjast saman, er risaskipið borar sig tíu metra inn í Andrea Doria. Rekkjan með sofandi barninu lyftist upp, þrúgast milli brostinna þverbita inn- anum járnbúta og brak ýmiskonar. Og í rúmi sínu lendir barnið undir akkerinu, sem er þyngra en eimlestanagn. Allt í einu byrjar að braka og bresta að nýju. Stockholm er að draga trjónuna út úr „sárinu", sem liann kom á Andrea Doria. Hann rífur nreð sér þúsundir kílóa af stáli og járni. Og með öllu þessu stál- braki berst Linda litla, sem horfið 1' kring um sig með angist í augunum og spenn- ir greipar eins og í bæn. Kaldnr vindurinn næðir um sóttheitt höfuð Lindu. Stockholm fjarlægist hið dauðadæmda skip. Hásetinn \Yrnabe Polanca Garcia, Spán- verji, er var ráðinn háseti á Stockholm, skríður varlega um rústhrúguna á fram- skipinu til jiess að aðgæta, hve miklar skemmdirnar eru. Þá heyrir hann barns- grát. Með mikilli varkárni þokar hann sér áfram í rústunum. Eramskipið líkist einna helzt dragspili, sem hefnr lagzt sam- an. Þarna — alveg fremst og efst í hrúg-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.