Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 12

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 12
12 Nýtt S. O. S. unni — er rúmstæði, beglt og brenglað. Og í þessu rúmi liggur barn — Linda Morgan — numin brott úr Andrea Doria á brotnu skipsstefni! Garcia tekur barnið í fangið. Það lilir, en er liandleggsbrotið. Hásetinn stjáklar varlega í járnaruslinu með barnið í fang- inu og kemur því á öruggan stað. Hann leggur strax af stað á nýjan leik. Látin kona liggur milli brotinna ranganna. Þegar Garcia ætlar að lyfta líkinu upp, rennur það úr höndum lians og konan leggst til hinztu hvíldar í hina votu gröf. Innan skamms mun faðir barnsins, Morgan útvarpsfréttaritari New Yorker, 'lialda barninu, sent bjargaðist með svo ’ lurðulegum hætti, í örmum sínum. Það, sem skéði í klefa nr. 46 fréttist ekki heldur fyrr en síðar. I þessum klefa, sem var næsti klefi við svefnklefa Cianfarra- hjónanna, bjó Walter Carlin, stjórnmála- maður frá Bandaríkjunum, ásamt konu sinni Ann. Vísirinn á litlu klukkunni á náttborð- inu stendur á 11,19. er drepið á dyrnar. „Ha.lló, Walter," er mælt karlmannleg- um rórni. „Þið ættuð að koma með okkur á barinn.“ \VTalter lítur til konu sinnar, sem liggur í rekkjunni út við síðuna. „Ætlar þú að klæða þig, Ann?“ Konan hristir höfuðið. „Við þurfum að fara snemma á fætur í fyrramálið. Eg er dálítið Jrreytt —“ „Nei,“ kallar Carlin út í ganginn, þar sem Creen vinur hans bíður ásamt konu sinni. „Ann er þreytt. Við komum ekki. Cóða skennntun!" Carlin gengur inn í baðherbergið og byrjar að afklæða sig. Ógurlegt högg varp- ar honum afturábak. Ægileg stáltrjóna geisist fram hjá honurn. í sama bili verður allt myrkt. Carlin virðist skipið vera að brotna í mola. Carlin liggur á gólfinu hálfmeðvitundar- laus. Hann vissi ekki, hve lengi hann hafði legið á gólfinu. F.11 þegar hann kemur til sjáll’s sín þreilar liann sig áfram að dyrun- um. „Ann, livar ert þú?“ kallar hann út í myrkrið. Ekkert svar. Þá ksikna ljósin. Carlin horfir í gapandi tómið, sem blasir við honum í stað svefnklefans. Þar sem hvílurúm konu hans hafði staðið, vantar byrðing skipsins. „Ann, látt.11 lieyra til þín,“ stundi hann í örvilnan sinni. Hann veit ekki, að konan hans er látin og svífur nú eins og stafnslíkan ofan á eyðilegging- unni á Stockholm. Þar var lík konu hans, unz Garcia háseti missti tökin á því, og það rann niður í djúp hafsins. * Dr. Thure Peterson býr í klefa nr. 56 ásamt Mörthu konu sinni. í næsta klefa eru börnin Joan Cianfarra og Linda Morg- an. Þegar Stockholm rekst á Andrea Doria kastast hann út í horn svefnklefans. Svefnklefi nr. 56 leggst saman eins og dragspil. „Martha, ertu særð?“ hrópar Dr. Peter- son lostinn miklum ótta. Kona hans svar- ar ekki. Hann heyrir bara stunur hennar. Dr. Peterson sér, að gangveggurinn er rifinn. Þjónninn Giovanni Rovelli reynir að ryðja sér braut gegnum rústirnar inn í svefnklefa nr. 56. Hann reynir að aðstoða dr. Peterson við að ná konu lians undan samanpressuðum skipsplötunum. Það heppnast eftir langt og ótrúlega strangt erfiði, en Jrá er frú Peterson látin. Þá lieyra þeir neyðaróp. Þau koma úr svefnklefa nr. 52. Nú eykst halli skipsins mjög. Þeir heyra boðaföllin er sjórinn streymir inn í Andrea Doria. Án þess að íhuga eigin öryggi reyna

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.