Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 13
Nýtt S. O. S. 13
þjónninn og dr. Peterson að ryðja sér
brant inn í svefnklefa nr. 52. Þar liggur
frú Cianfarra á gólfinu og sýnt er, að hún
hefur orðið fyrir miklum áverka. Þar ligg-
ur líka herra Cianfarra — látinn.
Þeir taka á öllu sínu afli til að lyfta-
plötunum og-þeim tekst að losa frú Cian-
farra undan farginu. Þeir bera hana fram
ganginn, sem nú er lítið nema nafnið.
Þar hitta þeir þjóninn Alexandro Egislio,
sem er með barn í fanginu. Það blæðir úr
hægri hönd hans. (Seinna rær Egislio þrem
sinnum frá hinu sökkvandi skipi á þrem
bátum, er flytja farþega um borð í Stock-
holm og Ile de France).
Klerkurinn Antonio Contenti frá Sal-
erno, er ekki meðal þeirra, sem berast með
straumnum til bátanna. Hann hjálpar
þeim, sem særðir eru, hann leitar að fólki,
er kann að vera innibyrgt í svefnklefum
sínum niðri í skipinu. Hann hlustar eftir
hjálparköllum og síðan veitir hann lækn-
unum aðstoð sína.
Kl. 2,30. Orðsendingar berast í loftinu
eru samstundis sendar til Calamai skip-
stjóra. Síðasta skeytið var svold jóðandi:
„Bandaríski flotinn sendir flugvélaskipið
,,Tarawa“ á slysstaðinn ásamt tundurspill-
um, kafbát og tveim dráttarbátum."
Þessi skip komu þó aldrei, því þegar Ue
de France tilkynnti, að 600 farþegum eða
fleirum hefði verið bjargað í skipið, var
hætt við að láta þessi skip fara á vettvang.
Kl. 2,30. sendir Andrea Doria svohljóð-
andi skeyti: „Við þurfum sáraumbúðir,
lækna og björgunarbáta. S O S — S O S
- S O S“
Kl. 3,03 heyrist loftskeyti frá Stockholm:
„Til Ile de France. Reynum að sigla til
New York með hægri ferð. Höfum tekið
400 farþega af Andrea Doria. Getið þér
veitt oss fylgd?“
Kl. 3,27 sendir ónefnt skip skeyti til
Stockholm: „Hafið þér útvegað yður fylgd-
arskip?"
Kl. 3,28 svarar Stockholm: „Ekki ennþá.
— Höldum, að við munum geta siglt til
New York þegar allir björgunarbátarnir
eru kornnir um borð. — Gjörið svo vel að
bíða!“
Calamai skipstjóri stendur við símann
og talar við Spino Fortunato yfirvélstjóra.
„Hliðarhallinn eykst stöðugt. Hann er nú
45 gráður. Eru dælurnar virkar ennþá?"
„Líklega eina til tvær stundir enn. Við
stöndum hér í vatninu," svaraði Fortun-
ato yfirvélstjóri. „Eftir tuttugu mínútur
verðum við að minnka neyðar 1 ýsinguna.“
„Veljið yður til aðstoðar nokkra menn,
sem þér getið treyst. Þegar síðustu farþeg-
unum er borgið mun ég verða eftir um
borð með tuttugu manns. Ef til vill er
hægt að bjarga skipinu með dráttarbátum.
Bandaríski herinn hefur lofað okkur tveim
ú tha f sdrát tarbátu m. “
„Sjórinn hækkar stöðugt í skipinu, Sign-
or Cammandante," sagði Fortunato. „Urn
leið og hliðarhallinn eykst, er hætt við að
farmurinn kastist til hliðar. Komið farþeg-
unum frá borði sem allra fyrst. Við verð-
um niðri við dælurnar þar til yfir lýkur.“
Calamai skipstjóri gengur aftur inn í
brúna. Andrea Doria er nú umkringd frá
öllum hliðum. Ljóskösturum er beint að
hinu sökkvandi skijri og björgunarbátum,
sem eru á sveimi.
í fjarlægð sér skipstjórinn blossana frá
vitaskipinu við Nantucket. Þetta er hættu-
Iegasta svæðið á skijraleiðinni milli Amer-
íku og Evrópu. 1909 skeði fyrsta stórslysið,
er „Florida" sigldi á „Republic". Calamai
skipstjóri var staddur á þessum slóðum í
maí 1934, er risaskipið „Olympic" frá