Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 14
i4 Nýtt S. O. S.
White Star-línunni, sigldi vitaskipið við
Nantucket í kaf.
Fyrir tveim árum, í október 1954, mun-
aði minnstu, að sænska farjregaskipið
„Kungsholm" sigldi „Italia" í kaf á svip-
uðum slóðum. Svo að segja á síðustu mín-
útu tókst að hindra árekstur.
Calamai skipstjóri hugsar: „Það er ekki
á góðu von. Yið erum allir reknir áfram
miskunnarlaust. Hnefinn rekinn í hnakk-
ann á okkur. Hnefi ferðaáætlunarinnar og
hnefi stjórnarinnar. Hver klukkustund er
reiknuð í háum fjárupphæðum. Ferðaá-
ætlunin verður að halda, hvað sem Jrað
kostar. Skipin eiga að halda áætlun svo
ekki skeiki klukkustund, hvort sem Jrau
hreppa storm, Jioku eða blindhríð.
„Ratsjártækið er óvirkt," tilkynnir einn
stýrimannanna.
Rafstraumurinn fór óðum minnkandi.
Calamai skipstjóri sá Jiað á lömpunum á
bátaþilfarinu. Hann yppti öxlum. Cala-
mani hefur ekki sérstaklega mikið dálæti
á radamum. Hann minnist niðurstöðu sjó-
réttarins í Hamborg ,er taldi sannað, að
slcipin „Schauenburg“ og „Jakara“ hefðu
rekizt á á Ermarsundi einmitt vergna Jiess,
áð þau voru búin radartækjum!
Einhvers staðar úr skipinu berst þung-
ur skarkali. „Kannske er það Chrysler-
vagninn í bílageyslunni, sem er að veltast
um kolI,“ sagði Franchini. „Hann er
tryggður fyrir 75 milljónir líra.“
í vestri er skotið þrem rakettum. Fleiri
skip koma á vettvang. Calamai þykist Jiess
nú fullviss, að flestum faijiegunum verði
bjargað. Nema fólkið, sem hefur lokazt
inni niðri í skipinu. Skemmtigöngujiilfar
Andrea Doria liggur nú í sjó. Nú er það
aðeins afturskipið sem gnæfir hátt upp úr
sjó.
Viðgerðarskip Bandaríkjaflotans, „St.
Joseph P. Kelly“ tilkynnir komu sína. í
lofti heyrist flugvéladynur. Þar eru á ferð
koptar, er um var beðið, til Jiess að sækja
l'ólk, er hefur slasazt og koma með lækna.
Vegna dimmviðris heppnast aðeins að
setja læknana um borð, en ekki að taka á
móti særðum farþegum.
„Hve margir farþegar eru enn um
borð?" spurði Calamai skipstjóri fyrsta
stýrimann, er bar að í þessum svifum.
„Líklega sem næst. fimm hundruð far-
begar og þrjú hundruð skipverjar."
Calamai skipstjóri reiknar í huganum.
140 manns af áhöfninni er ætlað pláss í
björgunarbátunum stjórnborðsmegin. En
Jiáð hefur ekki heldur farið fram hjá hön-
um, að í æsingunni eftir áreksturinn höfðu
nokkrir matsveinar og léttadrengir stolizt
frá borði. F.n engir sannir sjómenn, engir
sannir skipverjar á Andrea Doria voru
meðal þeirra.
Þjónarnir gera sér allt far um að hjálpa
farjregunum. Alltaf er verið að koma með
kaðla og net, svo farþegum gangi sem
greiðlegast að komast í bátana. í vélarúmi
er hver maður á sínum stað.
Úr öllum hátölurum Andrea Doria
hljómar nú rödd skipstjórans: „Farið að
öllu með ró og stillingu! Það er engin
ástæða til ótta. Björgunarbátar munu
korna og taka alla, sem enn eru um borð!“
Þótt undarlegt sé, er þessi tilkyniiing
flutt aðeins á ítölsku, þó áttatíu af hundr-
aði farþeganna séu ekki ítalir.
Yfirþjónninn, F.ra Serra, kemur upp í
brú: „Nokkrir farþegar á fyrsta farrými
heimta, að farangur þeirra sé borinn út
og látinn í bátana."
Calamai skipstjóri trúir ekki sínum eig-
in eyrum. „Segið Jieim, að þetta sé útilok-
að,“ svaraði hann stillilega.
„Vissulega, Signor Commandante, við