Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Síða 18

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Síða 18
8 Nýtt S. O. S. \ og þeir koma um borð. Stimir eru svo ringlaðir, að þeir geta ekki sagt til nafns síns. Það er mikið verk, að skrá helztu æviatriði 570 rnanns Piérre Allanet, fyrsti loftskeytamaður, sezt nú við senditækið sitt með nafnalistann fyrir framan sig og mun nú lesa upp nöfnin án þess að hlé verði á, unz lokið er. Nú er mikið í húfi, að gæta fyllstu nákvæmni, svo ekki hendi jafn slærn mistök og urðu, þá er ,,Titan- ic“ fórst og lokið var að bjarga þeim, er af komust, um borð í „Carpatliia“. Þá voru þeir sagðir látnir, er af komust og öfugt. Gleði þúsunda ltreyttist í sárustu sorg og sorg annarra breyttist í gleði, er menn uppgötvuðu þessi herfilegu mistök. Það tekur langan tíma að finna hverj- um og einuin samastað á Ile de France. Að síðustu komu yfirmennirnir um borð, er höfðu á hendi stjórn björgunarinnar eða bátanna. Á Ile de France vita menn ekki, hve margir hafa bjargazt um borð í Stockholm og Cap Ann og önnur skip. í loftskeytastöðinni gengur fyrir öllu að senda um þsúund nöfn eða meira og J)að starf tekur margar klukkustundir. Loks eru björgunarbátarnir teknir um borð. Kl. 3,30. Ile de France sendir loftskeyti: „Til Cap Ann. Hve margir eru um borð hjá ykkur af Andrea Doria?“ Átta mínútum síðar svarar Cap Ann: „Hérumbil tvö hundruð manns eru um borð lijá okkur. Fleiri væntanlegir.“ Nú er farið að birta af degi. Kl. 3,50 sendir Stockholm skeyti til strandþjónust- unnar: „Um borð hjá oss eru Jrrír menn af Andrea Doria, sem eru illa slasaðir. Þurfa að komast undir læknishendur taf- arlaust Gjörið svo vel að athuga, hvort þér getið sent kopta til okkar.“ Svar við þessu skeyti kom ekki. En tveir koptar komu á vettvang. Annar kastaði niður ljóskúlu. Þar mun hafa verið á ferð flugvél með blaðmenn. Loks kemur skeyti til Andrea Doria: „Kl. 3,54. Ile de France til skipstjórans á Andrea Doria: Höfum í hyggju að snúa við til New York, ef Jrér samþykkið Jrað. Yfirgefið þér skipið eða dveljið þér á- fram um borð með einhverjum hluta skipshafnar yðar? Hve rnargir eru eftir um borð, sem J^arf að sækja?“ Nokkrum mínútum síðar berst svar til lle de France: „Skipstjórinn á Andrea Doria verður eftir um borð við nítjánda mann." Nokkrum mínútum eftir kl. fjögur kveður við eimblástur í Ile de France. Vél- síminn hringir í brúnni. Skipið tekur skriðinn, hægt í fyrstu. Það snýr við til New- York, þaðan sem Jrað kom. Ile de France siglir einn hring um- hverfis Andrea Doria. Þannig er deyjandi félagi á hafinu kvaddur. Eimpípan er Jjeyit: þrem sinnum í kveðjuskyni. Enginn Jreirra, sem nú eru um borð í Ile de France, mun framar líta Andrea Doria augum Á stjórnpalli Andrea Doria stendur Calamai skipstjóri ásamt nokkrum yfir- mönnum. Þúsundir manna veifa kveðjur sínar. Fyrst nú, í morgunskímunni, sést liversu mjög Andrea Doria hefur sigið í sjó. Öld- urnar sleikja bátajhlfarið stjórnborðsmeg- in. „Sextu og fimm gráða halli!“ segir einn frönsku stýrimannanna. Þá gellur enn einu sinni í vélsímanum: „Fulla ferð áfram!“ Nú verður nokkurra mínútna kyrrð í ljósvakanum. Síðasta loftskeyti Stockholms til Andrea Doria er svohljóðandi: „Kl.

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.