Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 19

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 19
Nýtt S. O. S. 10 4,24. Um borð hjá oss eru 425 farþegar af Andrea Doria.“ Nokkrum mínútum síðar kemur skeyti frá skipi ameríska strandgæzluliðsins: „Kl. 4,33. Strandgæzluskipið „Kelly“ til Stock- holm. Erum með lækni urn borð. Verðum komnir til yðar eftir klukkustund.“ Ue de France hverfur í vesturátt. Síðasta loftskeytið frá skipinu vekur gleði, en reynist því miður ekki sannleikanum sam- kvæmt: „Kl. 4,38. Ile de France til allra: Öllum farþegum bjargað Höldum til New York með ítrasta hraða. Engin frek- ari aðstoð nauðsynleg." Þessi orðsending er að vísu rétt að því leyti, að þeir, sem látizt hafa, þurfa ekki á neinni aðstoð að halda. í fyrstu er til- kynnt, að sex manns hafi farizt, þá átta. En í Jrann mund, er Ile de France kemur til hafnar í New York, er tala hinna látnu 50. Einn háseti á Stockholm lét lífið. Hann svaf í klefa sínum fremst í skipinu, er áreksturinn varð. Fjögurra annarra skip- verja er saknað. Skipstjóranum á Stockholm er ekki rótt í skapi. Fjögur hundruð manns um borð auk þess fjölda, er fyrir var! Lestirnar fullar af sjó! Stefnið gereyðilagt og plöt- ur í skipinu ef til vill eyðilagðar undir sjávarborði. Hann sendir loftskeyti til New York: „Skip mitt hefur orðið fyrir miklum skemmdum. Stefni eyðilagt. Lestarrými full af sjó. Munum þó geta siglt til New York. 425 farþegar af Andrea Doria um borð. Biðjum um fylgd.“ Næstum samtímis tilkynnir strandgæzh an: „875 manns bjargað af Andrea Doria. 425 í Stockholm, 200 í Ile de France, 200 í, Cap Ann og 50 í „William H Thomas“ herflutningaskipi Bandaríkjaflotans.“ Þessi fregn reyndist röng og olli mik- illi ringulreið í New York, er þúsundir manna biðu J:>ar ættingja og vina. Tala J^eirra, er björguðust um borð í Cap Ann var ónákvæm, eins og eftirfarandi orðsend- ing frá skipinu gefur til kynna: „Cap Ann til allra: Við höfum bjargað 168 manns. Fólkið fyllir alla ganga og stjórnpallinn og veldur nokkrum erfiðleik- um í starfi. Tveir menn eru mikið slas- aðir. Margir eru allmikið marðir og sum- ir hafa fengið taugaáfall. Tveir læknar um borð. Strandgæzlan hefur leyft okkur að yfirgefa slysstaðinn. Stefnum til New York á fullri ferð og áætlum að vera komnir að Ambrose-vitaskipinu kl. 17. Ástjórpalli Andrea Doria ríkir nú kyrrð. Engar skipanir heyrast lengur í hátölurum skipsins, engin loftskeyti send Fyrir löngu er slokknað á Ijósaskermi ratsjárinnar. Stýrimaður stendur en hjá sjálfstýritækjun- um og biður skipunar, sem kemur ekki. Mælirinn sýnir 56 gráðu hliðarhalla. Calamai skipstjóri liggur frekar en stendur. Hann spyrnir fótunum í lmrðina. Hann er að hugsa um „Flying Enterprise", sem hélzt ofansjávar dögunum saman enda Jrótt það hefði 60 gráðu hliðarhalla. Skipstjór- inn einn var eftir í skipinu. Hefði óveðrið ekki skollið á aftur, mundi dráttarbátur- inn, sem lá í námunda' við skipið, hafa komið því í höfn! Nú kemur annar vélstjóri upp í brúna frekar skríðandi en gangandi. „Getið þér ekki tæmt olíugeymana?“ spyr skipstjóri. „Olían auðveldar að halda skipinu ofansjávar...“ „Stockholm hefur eyðilagt olíugeymana“, svarar vélstjórinn. „Geymarnir eru löngu tómir.“ Skipstjóri og vélstjóri luigsa nú hið sama: Ef við hefðum dælt sjó í bakborðsgeymana eftir að áreksturinn varð.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.