Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 23

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 23
Nýtt S. O. S. 23 „Halló, master! Ekki seinna vænna að yfirgefa skipið! Það sekkur!“ hrópar skip- stjórinn. Skipin, er voru þarna fyrir nokkrum stundum eru öll horfin af sjónarsviðinu nema dráttarskipin tvö, sem bíða hjá sökkvandi skipinu. Hins vegar er öllu meira líf í tuskunum í lofti. Sex koptar og aðrar flugvélar um- kringja þessa dauðvona drottningu úthafs- ins. Opum ljósmyndavélanna er beint að Andrea Doria. Hér eru á ferðinni blaða- menn frá stórblöðunum með ljósmynda- vélar sínar og sjónvarpstæki. Mennirnir ellefu, sem enn eru um bo'rð í Andrea Doria, láta sér fátt um finnast þessa framtakssemi fréttasnápa. í síðasta sinn rennir Calamai skipstjóri augum yf- ir þilfar skips síns. Tveim árum miður en fjóra áratugi hefur hann siglt um heimshöfin. Hann hefur háð sína lífs- baráttu á hafinu, sigrazt á mörgum hætt- um og hlotið mikinn heiður. Nú verður hann að yfirgefa skipið, sem þjóð hans trúði honum fyrir, þetta glæsta og góða skip. — Hann verður að ofurselja það haf- inu. Enn einu sinni hefur hafið sigrað. Niðri í vélarrúminu vinna menn við dælurnar á hverju sem gengur, þó fyrirsjá- anlegt sé, að það er vonlítið verk. Sjórinn rennur í stríðum straumum af þilfarinu niður gangana. Neðsta þilfarið er á kafi í sjó. Það er því aðeins afturlyftingin, þar sem sundlaugarnar þrjár eru, sem enn gnæfir upp úr sjónum. „Allir, sem eftir eru um borð, yfirgefi skipið!“ skipar Calamai skipstjóri. Rödd- in er hás. Þeir síðustu brölta upp úr vélarúminu. Nokkrum mínútum síðar kveður við mikil sprenging. Gráleit gufa gýs upp úr vélarúminu. Tíu menn klifra niður kað- alstigann, sem liggur langt í sjó niður, og dráttarbáturinn tekur þá upp. Síðastur fer Calamai skipstjóri. Hann fer sér að engu óðslega. Engin svipbrigði er að sjá á and- liti lians. Firna mikið af netum og köðlum flýt- ur upp við hlið hins sökkvandi skips. Á þessum köðlum og netum höfðu 1135 far- þegar farið í björgunarbátana. Skipherranum á herflutningaskipinu „William Thomas“ hafði verið falið að stjórna björgun þeirra, er eftir voru á Andrea Doria. Á skipinu blöktu nú nterkjaflögg: „Leggið að hjá okkur. Við tökum mennina um borð.“ Kl. 10,09. Strandgæzluskip sendir loft- skeyti: „Andrea Doria er að sökkva. Skip-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.