Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 5
Það er ekki lengra síðan en árið 1958, að áhugi þýkzu stjórnarinnar fór að beinast fyrir alvöru að hinum þýzku kafbátum, sem notaðir voru í síðasta heimsstríðinu. í Kattegat, aðeins nokkrar mílur frá landi voru hafnar björgunartil- raunir við „U 843“. Stjórn hinna sameinuðu björgunarfélaga höfðu veitt hinum norska útgerðarmanni Einar Höwting leyfi til að reyna að ná flakinu af „U 843“ upp á yfirborðið. Nokkrum dögum seinna voru bæði björgunarskipin „Energie" og „Austauer" byrjuð að lyfta kafbátnum upp úr sjónum, en honum hafði verið sökkt hinn 9. apríl 1945 með flugsprengjum. Blöðin voru daglega full af frásögnum um þetta. Höwting hafði mikla reynslu í þessum efn- um og hafði grætt mikið á Tirpitz-flakinu. Kafbáturinn U-843 tilheyrði þeirri kafbátadeild, sem starfaði í Ind- landshafinu í síðari heimsstyrjöldinni, allt upp að ströndum Japans til Indonesíu. Fjöldi þessara báta flutti dýrmætan farm heim til Þýzkalands eða annarra landa, sem Þjóðverjar höfðu hernumið. Sumir þeirra kom- ust heim með sinn dýrmæta farm. Einn þeirra kafbáta, sem heim komst var „U — 178“, skipstjóri á lionum var Wilhelm Sphar, og er það hann, sem þessi saga segir frá. * Giinther Strube sýgur vindlingareykinn að sér, hann er hugsandi og horfir stöðugt á kafbátinn, sem liggur þarna í skipakví í Singapur. Þetta er mjór og langur kafbátur, grár að lit. Vissulega er hér um stríð að ræða. Það er grái liturinn, sem nú ríkir allsstaðar á höfunum. Það er einnig þessi litur, sem mest ber á í höfninni í Singapur, sem Japanir voru nýbúnir að vinna. En þrátt fyrir þetta er eins og þessi grái mjóslegni kafbátur eigi þarna ekki heima, eins og hann kunni ekki við sig í þessum hitabeltisgróðri, sem umlykur höfnina í Singapur. Þýzkur kafbátur í þurrkví í Singapur! Strúbe hristir höfuðið og Fritz Germar, félagi hans bæði í vélarrúminu og þurrkvínni, horfir athugull á hann. „Hvað gengur að þér?“ „Eg veit það ekki,“ svaraði Strúbe. „En þessi hitabeltisdeild kafbát- anna „Monsun-deildin" eins og hún er oft kölluð, kemur mér nokkuð einkennilega fyrir sjónir.“ Nýtt S O S 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.