Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 26

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 26
„Eg skal vera þögull sem gröfin,“ svarar Striibe. Þá segir skipherrann honum frá því, að liann sé ekki vonlaus um að rekast á bát frá eyjunni Ascersion, sem geti hjálpað þeim um varahluti. Enn sé hér um bil 12 klukkustunda ferð til eyjarinnar. „En þér verðið að þegja yfir þessu,“ segir skipherrann með áherzlu. „Eg vil ekki vekja neinar árangurslausar vonir hjá skipshöfninni." „Já, það skal ég gera!“ svarar Striibe, og einnig í brjósti hans kviknar vonarneisti. „Þegar gamli maðurinn er þetta viss, þá hugsa ég að þetta verði," hugsar Striibe með sjálfum sér. Og hann hverfur enn einu sinni undir þilfarið til að gæta að vélinni sinni. Nú má hún til að ganga, þegar hjálpin er svo nærri. Með hægri ferð þokast U — 178 nær eyjunni Ascensioa. Og það ó- sennilega skeður: Systurbáturinn U — 177, skipherra Heinz Buchholz er þar á ferð. Hann er á leið til Suður-Atlantshafsins. í turninum um borð í U — 178 reikna nú yfirstýrimaðurinn og aðrir yfirmenn út stefnu syst- urbátsins, nú ríður á að bátarnir hittist, annars er úti um U — 178. Það vita allir. Það tekur þá 3 daga að komast á stefnumótsstaðinn. Loks sjá þeir bát- inn og geta kallað til hans. Wiebe er kominn upp í turninn og veifar til hans. Þeir veifa aftur. „Hafið þið nokkrar varastúkur, senr þið getið hjálpað okkur um?“ Einhver uppi á þilfarinu hverfur niður um hlera og kemur svo fljótt í ljós aftur. „Við höfum nægilegar stúkur um borð. Þið getið fengið nokkrar, ef þið viljið.“ Á U — 178 gefa þeir hver öðrum olnbogaskot og augun eins og stækka um leið og þeir segja: „Þetta vissi ég alltaf!“ Á U — 177 eru nokkrir menn, sem þeir þekkja vel, og það er orðið eitthvað léttara yfir lífinu en var. Skipherrann er ekki einungis tilbúinn að gera allt fyrir þá sem hægt er og segir: „Eg verð hér, þangað til allt er komið í lag hjá ykkur.“ „Kærar þakkir," segir Wilhelm Spahr gegnum kallhornið. „En ykkar er nú þörf annars staðar.“ Svo skilja þessir menn og veifa lengi hvor til annars og U — 177 stefn- ir í suður og skilur eftir sig freyðandi kjölfar. Og nú er allt í uppnámi á U — 178, menn skyrpa í lófana og hefja vinnu sína. Varahlutunum, sem fengnir hafa verið þarf að koma fyrir 26 Nj/tt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.