Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 6
„Hitabeltisórar? Hafðu engar áhyggjur út a£ þessu, það lagast þegar við höldum af stað,“ sagði Germar. „Það getur nú verið,“ muldraði Striibe og kastaði vindlingnum sínum út í hafið, sem var dökkt af olíu. „Er það pjáturskrokkurinn, sem þú hefur áhyggjur út af?“ spyr Ger- mar. „Ekki beinlínis hann,“ tautaði Strube. „Hann heldur ennþá nokkuð lengi út. En það eru dieselvélarnar, sem ég er áhyggjufullur út af. Já, mjög áhyggjufullur.“ „F.n það er nýbúið að fara yfir vélarnar, maður! Hvað gæti ég sagt um mínar vélar, þær hef ég sjálfur orðið að gera við. Hér er ekki einn einasti maður, sem kann að fara með kafbátavélar." „Jæja, dieselvélarnar eru kannske ekki það versta," sagði Strúbe. „Við tókum þær í sundur sjálfir, að vísu, en það væri sannarlega þörf á að endurnýja þær.“ „Það verður líka gert. Bíddu rólegur þangað til við komum til Bor- deaux. Þá færð þú spánýjar dieselvélar." „Já, þangað til við komum til Bordeaux,“ sagði Strúbe dræmt. Hann stakk síðan höndunum í vasana og gekk svo í áttina til gráa kafbátsins, sem í þessum ófriði ber nafnið „U — 178“ og tilheyrir „Monsun“- deild- inni, sem er undir stjórn Wilhelms Dommes, sjóliðsforingja. Það er þessi kafbátadeild, sem er fjarlægust heimahöfunum af öllum þýzkum kafbátum í þessum ófriði. Aðalbækistöðvar þessarar kafbátadeildar voru Penang, Djakarta, Bata- via og Singapur, og áttu engir þýskir kafbátar við eins mikla örðug- leika að stríða, — örðugleika, sem enginn í heimalandinu gat til fulls gert sér grein fyrir. * Hinir þýzku „Monsun“-bátar héldu sig ekki lengi nærri Asíuströnd- um árið 1944. En það voru ekki foringjar kafbátanna og ekki heldur yfirstjórn hins þýzka sjóhers, sem voru þess valdandi. Yfirstjórn flotans hafði þegar árið 1941 haft í huga að senda stóra kafbáta til Indlandshafs, þangað, sem siglingamar milli Persaflóa og Suez-flóa voru mestar, vegna olíunnar. Einnig hafði verið talað um að herja á sglingaleiðirnar milli Ástralíu og Góðvonarhöfða, þar sem hvert eitt skip, sem sökkt var, var á við tvö annars staðar, sögðu menn. 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.