Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 32
Næsta morgun voru kraftar hans nær þrotnir, og það sem verra var, lrann var að missa vonina. Enn hélt hann áfram að róa, en honum var farið að verða ljóst, að þetta var hans síðasti dagur. Hann píndi sig enn gegnum langan dag, en þegar sólin settist um kvöldið, vissi hann, að óhætt var að segja í tvennskonar merkingu: Góða nótt! * Þetta skeði árið 1906 — rétt eftir spönsk-amerísku styrjöldina. Banda- ríkin höfðu enn ástæðu til þess að hafa auga með svæðinu umhverfis Kúbu. Þetta haust geisaði þar ein af hinum mörgu byltingum, sem þar virtust landlægar, og hermálaráðuneyti Bandaríkjanna fannst hyggilegast að senda þangað bryndrekann „Minneapolis“ með nokkrar sjóliðaher- deildir um borð. Minneapolis lagði af stað frá Philadelphia hinn 18. sept. Stjórnandi var Fiske sjóliðsforingi — Hann varð síðar þekktur aðmíráll í flota Banda- ríkjanna. Bryndreknn fór með 16 mílna hraða, þó að hann lenti í slæmum sjó, þegar út fyrir Delaware kom, vegna óveðursins, sem á undan hafði gengið fram með ströndinni. Ekkert markvert skeði fyrsta daginn. Allt gekk sinn vanagang. Veðrið fór batnandi og það hlýnaði í lofti. En aðra nóttina, sem skipið var í hafi, skeði dálítið mjög undarlegt. Engum dytti í hug, að ásaka aðmírál Fiske um skriftarkláða. Tilkynn- ingar lians og skipanir voru yfirleitt stuttar og skýrar, og innihéldu ekki mikið af óþarfa orðurn. Og þó er það honum að þakka, að þessi frásögn gleymdist ekki. Fiske fannst sem sé það, sem gerðist þessa nótt svo merki- legt, að hann skrifaði nokkrum árum síðar „stutta og hernaðarlega“ frá- sögn af atburðinum í hið liátíðlega tímarit „Aðgerðir ameríska sjóhers- ins.“ Og með þessari frásögn sinni sannaði hann gömlu kenninguna, að raunveruleikinn getur oft yfirgengið allan skáldskap. Það var nú komið bezta veður, þó sjógangur væri enn talsverður. Fiske sjóliðsforingi gekk snemma til hvíldar að kvöldi hins 20. sept. í íbúð sinni. En stuttu síðar vakti undirforingi hann og tilkynnti honum, að maður hefði fallið fyrir borð. Fiske fór strax á stjórnpall. Á þilfarinu stóðu sjó- liðar í hópum og töluðu saman, en allir virtust vera rólegir. Nóttin var koldimm, en að öðru leyti bjart veður. 32 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.