Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 18
En báturinn er hlaðinn vörum bæði aftan og framan, og hver hin minnsta hreyfing orsakar, að bullan byrjar að sveiflast fram og aftur og stundum ti! hliða, en það er einmitt það, sem hún má undir engum kringumstæðum gera. Nokkrir menn reyna að halda bullunni fastri, en þeir eru nú að því komnir að missa máttinn. Handleggir mannanna eru orðnir tilfinningalausir og augun sljó. En þeir gefast þó ekki upp enn þá, ekki á meðan þeir geta staðið á fótunum. All.t í einu kveður við leikna sprenging. Það er sprengja frá flugvél- inni, sem spryngur. Sprengjan fellur all langt í burtu. Nokkur titringur fer um bátinn, það er allt og sumt. Mennirnir, sem halda bullunni neyta nú allrar orku sinnar. Þeir eru ákvéðnir í því að sleppa ekki. Þeir bíta á jaxlinti og bíða eftir næstu sprengju. Kannske fellur liún svo nærri, að hún eyðileggi bátinn. Það þarf ekki svo mikinn skjálfta til þess að bullan verði óviðráðan- leg og brjóti vélarnar. En hver mínútan líður af annarri þar til þær eru orðnar fimrn. Ekkert skeður! Menninir horfa hver á annan. Þeir þora ekki að vona, að þeir séu sloppnir. Nú hringir klukkan. Næsta skipun frá Wilhelm Spahr yfirforingja er: „Köfun með sjónpínpuna upp úr.“ Og ehn verða mennirnir í vélarúminu að líða helvítis kvalir, því nú byrjar báturinn að halda upp á yfirborðið og hreyfast meira. Flugvélin er horfin. Hættan er liðin hjá. Báturinn rennir nú up|> á yfirborðið eins og ekkert liafi komið fyrir. Lúkan opnast og varðmenn og skipherra hraða sér upp í turninn. „Stöðvið köfunarvélarnar, og hitið upp vélarnar á bakborða!" hljómar skipunin frá skipherranum. „Mér þætti gaman að vita, hvar hann hefur verpt hinu egginu sínu. Sunderland-flugvélarnar eru alltaf vanar að hafa að minnsta kosti tvær sprengjur meðferðis,“ sagði einn af varðmönnunum. 18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.