Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 4

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 4
146 Þ J Ó Ð I N og óáran, má þó vissulega segja, að við íslendingar höfum fram að þessu verið heppin þjóð, — að því leyti, að við höfum aldrei misst okkar land; það er enn okkar og engra annara. * Það má með tvennskonar hætti vinna að þjóðþrifum, þ. e. a. s. i með- ferð landsmálanna, sem sé annars vegar i flokkum — stjórnmálaflokk- um —, sem keppa innbyrðis um á- hrif og völd, til þess að koma mál- um fram, og hins vegar með eins- konar samvinnu allra þegna lands- ins með sameiginlegri aflstöð, ef svo mætti segja. Hvora tveggja þessara aðferða er að sjálfsögðu hægt að rökstyðja margvíslega, en hvorug er þó einhlít. -----Eins og menn kannast við, hef- ir verið og er enn allmikið rætt hér á landi um, „samkeppni“ og „sam- vinnu“, en allt of mikið þó i áróðurs- skynj. Samkeppnin hefir ávalt reynst mannkyninu nauðsynleg, svo að með fullum rétti má segja, að í höfuðatriðunum séu mennirnir orðn- ir það, sem þeir eru — orðnir menn — fyrir tilverknað samkeppninnar, samkeppni um þroskun og mögu- leika, semkeppni reyndar líka um fé og frama — og sem betur fer stund- um samkeppni um dyggðir og dreng- skap. Og því aðeins að ofbeldishneigð komist inn i samkeppnishug þjóðfé- lagsborgaranna, með öðrum orðum andi kúgunar, verður hún af hinu illa, því að öllu má illa beita. — Sam- vinna hljómar vel (sem einnig liefir oft verið notað), og getur hún alveg ótvírætt leitt til stórra tilþrifa og heilia; en misbjóða má henni eigi síður, svo að undir fána hennar þrif- ist ánauð og ólestur á ýmislegan hátt. Menn mega ekki gleyma því, að nafn- ið eitt verkar ekki fullnægjanlega, þótt fagurt sé, — eins og menn kann- ast við: Flagð getur verið undir fögru skinni, eða eins og annað orðtak seg- ir: Ekki er allt gull, sem glóir. Þess vegna mega lieilbrigðir og fullvaxnir menn eigi láta blekkjast af orðum einum (þau geta meira að segja ver- ið innantóm), lieldur ber mönnum að þelckja tréð af ávöxtunum. * Við höfum nú um hríð i þessu landi liaft samstjórn þeirra flokka, sem mestu hafa ráðið i þjóðfélaginu und- anfarið, það er hin svonefnda „þjóð- stjórn“, þótt eigi hafi, svo sem vænta mátti, þjóðin öll sameinast um þetta fyrirkomulag, heldur hluti hennar (óvíst hve stór) ávallt verið því and- vígur. En vel mátti segja, er þjóð- stjórn var mynduð hér, að til þess bæri nauðsyn um sinn á ýmsan hátt, eins og komið var, og fyrir þær sak- ir gekk t. d. Sjálfstæðisflokkurinn á þingi að því, að gera slíka tilraun, að lokum óskiftur, þótt það frá sjónar- miði sumra i flokknum orlcaði nokk- ui-s tvímælis þegar í byrjun, hver heill myndi af því stafa, og vildu þessir menn þá einkum ganga betur og ör- uggar frá öllum samningum milli flokkanna um framkvæmd sam- starfsins, — hvernig með áliuga- og stefnumál hvers um sig skyldi fara, til þess að forðast sem mest allan reipdrátt, undanbrögð og svik, sem i þeim efnum er vitanlega hættara við, eftir þvi sem lausara er um hnúta búið. En niðurstaðan varð nú

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.