Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 8

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 8
150 Þ J Ó Ð I N ræða viðurkenningu, er síðan hefir þroskast í meðvitund allra þjóða, sem lilut gátu átt að máli, liægt og hægt, en vafalaust. Arið 1918 er hinni íslenzku þjóð einstætt merkisár (þótt einstaka fá- vísir menn, sem engan skerf höfðu lagt til frelsisinála hennar, hafi á síð- kastið viljað telja lítilsverð þau meg- in-úrslit, er þá náðust); og þa stóðu Islendingar, íslenzkir kjósendur, sem málið var lagt undir, allir saman, eft- ir þvi sem fremst mátti vænta. Skipt- ir hér engu að því leyti, þótt óvenju- leg atvik þá bæru þetta okkur í liend- ur, ef til vill fremur en tilboð stóðu til af liálfu sambandsþjóðar okkar. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu hef- ir einnig allt það gerzt, sem eftir þann tíma og fram til þessa dags lief- ir áunnist til fnekari fullkomnunar hins íslenzka dlkissjálfstæðis. Og hin „óvenjulegu atvik“ hafa enn komið til. Nokkur hætta var með vissu á móki yfir fjöreggi þjóðarinn- ar, hin uppvaxandi kynslóð virtist urn of áhugalítii inn þessi mál mál- anna —, hafði um hríð hugsað um annað meir en „íandvörn“ og „skiln- að“, hugtök, sem verið höfðu áður hæði vígorð og laiöarstjarna fólksins. — En nú skult'u lönd á ný, hinn ægi- Jegi hrammur ýfriðarbálsins vofði yfir, þjóðir urðu í bezta falli að sæta einhverskonar undirokun, og rann þá öllum blóð til sinnar eigin skyldu, ■enda varð nú hver þjóð að bjarga sér sjálf, eftir því sem bezt mátti. Islend- ' ingar tóku einnig skjótum og ákveðn- um liuga það ráð og liöndluðu hið fulla frelsi, er nú féll þeiin í skaut. Forsjónin, sem hafði gefið þeim landið, gaf þeim nú aftur frelsið. Hin sögulegu atriði í sjálfstæðis- málum Islands, á fyrra og yfirstand- andi ári (1940 og 1941), þau er varð- veitast munu um aldur, eru þessi: 1. Eftir liertöku Danmerkur, af Þjóðverjum þ. 9. apríl f. á„ gerði Al- þingi í fullri sanxeiningu á næsta degi eða þ. 10. april 1940 þær kunnu á- lyktanir um valdatöku þjóðarinnar, sem ákvörðuðu um flutning bæði æðsta valdsins inn í landið og allra utanríkismála í hendur innlendum valdhöfum o. s. frv. Þvi að þótt svo héti í orði, að þetta væri til bráða- birgða („að svo stöddu“), þá var það að allra vitund úrslitasporið, sem að- eins var eftir við gefið tækifæri að gera að fullu áþreifanlegt. 2. Réttum mánuði seinna, eða þ. 10. maí 1940, dró þó það ský fyrir sólu, er enn byrgir fulla útsýn, og mátti það ekki koma olckur meir á ó- vart en öðrum smáþjóðum, er líkt verða að þola, þegar „þeir stóru“ lieyja sinn liildarleik: Þetta land var hernumið, ekki af Þjóðverjum, eins og sambandsland okkar, heldur af Bretum, og skal það ekki á þessum stað skýrt neitt frekar, en víðast sjást þessa nú einhver ummerki á þessu landi, hvenær sem afmáð verða. 3. Rúmu ári seinna, þ. e. á hinu yfirstandandi ári, þ. (16.—) 17. maí maí, gerði Alþingi, rétt skilið, hina fullkomnu skilnaðaryfirlýsingu (við sambandsríkið Danmörku), sem fólst í þeim þremur ályktunum, er sanv- þykktar voru þá einum rómi í grund- vallaratriðunum — sem sé um sam-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.