Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 11

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 11
Þ J Ó Ð I N 153 og erlent, gamalt og nýtt og skapa úr þvi menningarlega og siðferðislega heild. Það er elcki kunnugt, að Snorri hafi á nokkurn hátt brotið i bága við kenningar „almennilegrai' kristni“, eins og það var orðað, en innan þeirra takmarka, sem þær leyfðu honum, sýndi hann frjálsan hug, sem er ekk- ert i ætt við drottnandi stefnu mið- aldanna. Andi Snorra hefur hlotið örvun og viðsýni fyrir áhrif liðins tima, en dæmi lians bendir þó fram, til tíma, sem koma miklu siðar. Þó að rit Snorra fjalli öll um fortiðina, vita þau til framtíðarinnár. Vísinda- andi Snorra gerir liann þáttaka í frjálsri rannsókn nútiðarinnar. Á ofanverðri 12. öld hafði marg- víslega ofsatrú færzt i aukana erlend- is, galdra- og djöflatrúin óx, en sain- tímis fylltu frásagnir af jarteiknum og undrum byggðir langt fram yfir það, sem áður liafði verið. Nú átti ekki lengur að liafa vettlingatök við trúarvilluna, og meðan Snorri stóð upp á sitt bezta, var farið með báli og hrandi um liina fögru Provence, til að uppræta villu Albigensa. Um þetta leyti samdi Snorri Eddu. Hann er ófáanlegur að trúa því, að Óðinn og Þór hafi verið djöflar, eins og klerkar lögðu allt kapp á að innræta mönnum. Hann reyndi að skýra upp- runa hinnar fornu trúar á skynsam- legan hátt. Hann greip gamla út- lenda skýringu, sem bann hefur án efa numið i Odda: lieiðin goð voru stórmenni fornaldarinnar, sem skör- uðu fram úr samtíðinni og voru haldnir fyrir guði. En Snorri lætur ekki þar staðar numið. Hann reynir að sýna, hvernig á þvi stóð, að menn Jarðgöng í Reykholti. höfðu trúað á jörðina og dýrkað hana: Það studdist við athugun og reynslu. „Þat er eitt eðli (jarðar), at jörðin var grafin í hám fjalltindum, ok spralt þar upp vatn, ok þurfti þar eigi lengra að grafa til vatns en í djúpum dölum; svá er ok dýr ok fuglar, at jafnlangt er til hlóðs í höfði ok fótum. Önnur náttúra er sú jarð- ar, at á hverju ári vex á jörðunni gras ok blóm, ok á sama ári fellr þat allt ok fölnar; svá ok dýr og fuglar, at vex hár ok f jaðrar ok fellr af á hverju ári.“ Þannig heldur Snorri áfram að telja upp þá lduti, er af mátti fá þá hugmynd, að jörðin væri lifandi og máttug að eðli. Síðan minnist hann á himintunglin, með sinum ójafna gangi. og heldur svo áfram: „Af þvi- líkum hlutum grunaði þá, at nokk- urr myndi vera stjórnari himintungl- anna, sá er stilla myndi gang þeira

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.