Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 12

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 12
154 Þ J Ó Ð I N at vilja sinum, ok myndi sá vera rikr mjök ok máttigr, ok þess væntu þeir, ef hann réði fyrir höfuðskepnunum, at hann myndi ok fyrr hafa verit en himintunglin, ok þat sá þeir, at hann myndi ráða skini sólar og dögg lopts- ins ok ávexti jarðarinnar, er því fylgir, olc slíkt sama vindinum lopts- ins ok þar með stormi sævarins. Þá vissu þeir eigi, hvar ríki lians var, en því trúðu þeir, að liann réð öllum hlutum á jörðu og i lopti, liimins ok himintunglum, sævarins ok veðr- anna. En til þess at heldr mætti frá segja eða í minni festa, þá gáfu þeir höfn með sjálfum sér öllum hlutum. Ok liefir þessi átrúnaðr á marga lund breytzt, svá sem þjóðirnar skiptust ok tungurnar greindusk. En alla hluti skilðu þeir jarðligri skilningu, þvi at þeim var eigi gefin andlig spekðin.“ í þessurn hugsunum eru engar miðaldir, heldur nútíð. Á svipaðan liátt reyndu nítjándu aldar menn að gera sér grein fyrir uppruna trúar- hragðanna, að þau séu fyrst og fremst til orðin við þau áhrif, sem fyrir- brigði náttúrunnar og mannlifsins höfðu á menn í forneskju. Snorri ger- ir ráð fyrir, að jjessi „náttúrlegu trúarbrögð“ hafi stefnt í rétta átt, þó að hann sé þess fulltrúa, að lcristn- in sé miklu fullkomnari; hún hefur án efa, að hans skoðun, liina „and- legu spekt.“ En þessi mikla víðsýni, þessi frjálsi hugur, færir alla ofsatrú við útgarða; hún er í eðli sínu alveg andstæð þeirri miðaldakenningu, að ekkert hjálpræði sé utan kirkjunnar. Snorri lætur Hár segja í Gylfaginn- ingu frá salnum Gimli: „Á sunnan- verðum himins enda er sá salr, er allra er fegrstr ok bjartari en sólin, er Gimlé heitir; liann skal standa þá er bæði himinn ok jörð liefir farizk, ok byggva þann stað góðir menn olc réttlátir of allar aldir; svá segir Völu- spá . .. . “ Ég held Snorri hafi verið fús að trúa þvi, að menn eins og Þor- kell máni og aðrir réttlátir heiðingjar hafi átt þar vísa vist. Sami frjálsi hugur kemur fram í öðrum greinum. Hann kemur fram í meðferð Snorra á jarteiknasögum og hindurvitnum, sem honum þykja einhverra hluta vegna ótrúleg. Hann veit vel, að mörg dæmi hafa orðið í forneskju, eins og hann lætur Hræ- rek hlinda komast að orði um frá- sagnir af Kristi, en hann amast við yfirnáttúrlegum skýringum á atburð- um, sem eins vel má skýra með nátt- úrlegum rökum. Snorri er að visu hundinn í báða skó, en stefnan leynir sér þó ekki. Samskonar andlegt frelsi, rýni og tortryggni kemur fram í dómi hans um heimildir sagna sinna. „Sögur þær er sagðar eru, þá er þat hætt, at sigi skilisk öllum á einn veg, en sumir liafa eigi minni, þá er frá líðr, hvernig þeim var sagt, ok gengsk þeirn mjök i minni optliga, ok verða frásagnir ómerkiligar. Þat var meir en tvau liundruð vetra tólfræð, er Island var hyggt, áðr menn tæki hér sögur að rita, ok var þat löng ævi ok vant at sögur hefði eigi gengizk 1 munni, ef eigi væri kvæði bæði ný ok forn, þau er menn tæki þar af sannindi fræðinnar.“ Kvæðin, sem ort eru samtimis atburðunum, eru frumheimildir, sem helzt má styðjast

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.