Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 15

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 15
Þ J Ó Ð I N 157 Sigurður Bjarnason frá Vigur: Þjóðarmetnaður Islendinga. íslenzka þjóðin rennur nú reynslu- skeið.Þjóðlegur þroski liennar gengur nú gegnum harðari eldraun en nokkru sinni fyrr. Og svo virðist, sem þjóð- in hljóti að vera vel undir það búin, að standast þessa raun og líkleg til þess að geta vaðið eldinn án þess að brenna sig. Saga þjóðarinar og bar- átta bendir til þess. Þjóð, sem að mikinn liluta æfi sinnar hefir átt við erlenda yfirdrottnan að búa og hefir háð liarða baráttu fyrir stjórnarfars- legu og þjóðernislegu sjálfstæði sínu, og sigrað í þeirri baráttu, blýtur að eiga þann innri styrkleika, að þess megi vænta, að hún ekki missi sjón- ar af götuslóðanum, þótt nokkuð syrti að. Vegurinn hefir verið varð- aður og það er stutt milli varðanna. Þessar vörður bafa horfnar kynslóðir reist á meðan þjóðin var að berjast til bjargálna, í senn til pólitísks sjálfs- forræðis og efnalegs sjálfstæðis. Varanleg verðmæti. En grundvöllur þessarar baráttu þjóðarinnar var djúpur skilningur hennar og virðing fju-ir þeim verð- mætum hennar, sem mölur og ryð fá ekki grandað, þjóðerni hennar, Snorri er, eitthvert mesta andans stórmenni þessa lands og hinn víð- frægisti allra sona þess. Vera mætti, að hann yrði einhver haldbezti liðs- maðurinn í þessari banáttu. tungu og menningu. Af þessum skiln- ingi slær bjarma á alla sögu þjóðar- innar og sjálfra einskaklinganna. Það verður bjart í lágreistri baðstofu al- þýðufólksins, þar sein sögurnar voru sagðar og rímur kveðnar við rokkþyt kvöldvökunnar. Geymd íslenzkra menningarverðmæta er afrelc allrar þjóðarinnar, þótt einstaka menn beri þar liátt. Og í þessi verðmæti hefir islenzka þjóðin sótt styrk. Mitt í efna- legri fátækt sinni var hún auðug. Ótrygg auðlegð. — Nú er þjóðin auðug að fé, eða hyggur sig vera það. Bankainnstæð- ur liennar hafa vaxið og miljónir fljóta um viðskiftalífið. Án þess að neita þeirri staðreynd, að fjárhagur þjóðarinnar hafi batnað i bili, er þó nauðsynlegt að rifja hitt upp, að ekki er allt gull sem glóir. Það fé, sem þannig hefir bætzt viðskiptalif- inu, að engin raunveruleg verðmæti hafa skapazt fyrir, þjóðinni til handa, er auðvitað einskært lijóm, sem ekki aðeins er lítils virði heldur veikir stórlega hinn efnahagslega grund- völl. En þannig er þessu varið um meginhluta þess f jár, sem hið erlenda setulið greiðir í vinnulaun til ís- lenzkra manna. Verðmæti þau, sem vinnan hefir skapað, liggja langflest utan íslenzkra þarfa. Það má lika segja, að það sé ömurleg staðreynd, að á meðan islenzkar peningastofn-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.