Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Qupperneq 16

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Qupperneq 16
158 ÞJÓÐIK anir hafa orðið að neita íslenzkum framleiðendum um að kaupa af þeim erlendan gjaldeyri, sem er andvirði framleiðsluvöru þeirra, skuli sömu stofnanir verða að kaupa sama gjald- eyri af þeim erlenda lier, sem í land- inu dvelur. Á þetta er hent sem laus- leg dæmi þess, live völtum fótum auðlegð vor stendur. Það væri verk- efni út af fyrir sig, og það fjölþætt, að kryfja þau mál nánar til mergjar. En það, sem hér er að snúist, er sú nauðsyn sem þjóðinni er á þvi »nú, að fá ekki glýju í augun af stundar- auðlegð, sú nauðsyn, sem henni er á því, að elta ekki i blindni mýraljós peninganna, en gleyma því, sem hún á helgar skyldur við að rækja, liin- um þjóðlegu verðmætum sínum. Heilbrigður þjóðarmetnaður. Það er söguleg staðreynd, að engin þjóð fær haldið sjálfstæði sínu til lengdar nema liún ali með sér heil- brigðan þjóðarmetnað. Sá metnað- ur er fólginn í virðingu þjóðarinnar fyrir tungu sinni, þjóðerni og menn- ingu. Hann er fólginn í því, að vísa á bug hverslconar utanaðkomandi ó- meti, í hvaða mynd sem það herst lienni. Um íslenzku þjóðina blása nú lcal- viðri. Náttúrufar landsins hefir þroskað með lienni varúðarkennd. í rúm þúsund ár hefir hún með vetr- arkomu troðið i gættir, aflað fanga og búið um skip sín i naustum. Hin erlendu áhrif, sem leiða af dvöl herliðs tveggja stórvelda í land- inu, krefjast þess, |ð þjóðin troði í gættir og beiti varúo. Enda þótt hið erlenda herlið teljist frá vinsamleg- um þjóðum, þá er það öllum heilvita mönnum Ijóst, að geigvænlegar hætt- ur stafa af dvöl þess. íslendingar verða að gæta sín i hverju spori. Á framkomu vorri við þessar aðstæður getur e. t. v. oltið framtíð margra ó- borinna kynslóða. Þetta eru ekki ó- tímabær aðvörunarorð. Þau eru eins eðlileg afleiðing þess, sem gerzt hef- ir, og dagkoma að liðinni nóttu. Afstaðan til setuliðsins. En livernig eigum vér þá að snú- ast við? Það er fyrst, að vér hljótum að forðast öll afskipti við liið erlenda herlið. I þessu sambandi skiptir það engu máli, þótt meginhluti þjóðar- innar unni þeim málstað sigurs, sem þau stórveldi berjast fyi'ir, er hér eiga her i landi. Sigur þessara stór- velda er engu nær þótt við íslending- ar blöndum geði við hermenn þeirra og teflum oss sjálfum i hættu með gálausu framferði. Það er meginvilla, að liinu ei'lenda herliði, sem dvelur i landinu, rnegi líkja við gesti. Er raunar hneykslanlegt, að einstakir valdamenn þjóðarinnar skuli hafa borið það upp i sig í þessu sambandi. Það skiptir lieldur ekki máli, að her- lið annars þessai'a stórvelda dvelur i landinu að nafninu til eftir ósk sjálfi'a vor. Orkar sú ósk enda mjög tvímælis. Aðalatriðið er, að þjóðin lcomi fram með festu og virðuleik. Þvi fer fjarri, að það bei'i vott þröng- sýni og einstrenginshætti, að þjóðin forðist mök við hið erlenda herlið, en sú skoðun hefir á stöku stað skot- ið upp kollinum. Allur undirlægju- háttur er niðurlægjandi. Vér verðum

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.