Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 17

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 17
Þ J Ó Ð I N 159 aÖ gagnrýna, þegar oss virðist gengið á rétt vorn um skör fram. Hin þegj- andi óánægja elur upp i þjóðinni þýlyndi og rýrir virðingu hennar fyr- ir sjálfri sér. Slikur undirlægjuháttur hlýtur einnig að leiða til þess, að þær þjóðii’, sem nú búa með oss í land- inu, líti þjóðina smæri'i augum, leyfi sér frekai-i ágang og verði hirðulaus- ari um framkomu sína gagnvart heimi. Nauðsyn á gagnrýni. Einhver kann nú að segja, að ó- þarfi sé að í-æða um óánægju og þörf á gagnrýni, til þess gefi sambúðin við hin erlendu setulið enga ástæðu. Það skal fúslega játað, að sambúðin hefir að mörgu leyti verið vonum framar. Hitt er þó vafalítið, að tölu- vert brestur á að hún sé misfellu- laus. Ýnisir þeir atburðir hafa gerzt, sem mjög særa íslenzkan þjóðar- metnað og af má ráða skilningsleysi hinna erlendu herstjórna á því, hvað talist geti sæmilegt gagnvart hinni herteknu þjóð. — íslendingar beygja sig fyrir þeirri staðreynd, að land þeirra hafi verið hernumið vegna mikilvægrar legu þess. Þeir heygja sig þar af leiðandi einnig fyrir þeirri staðreynd, að sá viðbúnaður sé hafð- ur í landinu, sem hernaðarleg nauð- syn krefur. En þeir hljóta að áfellast hitt, að þeim sé sýndur nauðsynja- laus ágangur. Islendingar vei'ða ekki sakaðir um þröngsýni, þótt þeir beri upp kvartanir sínar, þegar út af beri i sambúðinni við hin erlendu lið. Þær eru bornar fram vegna þess, að þjóðin ann sóma sínum og kýs frem- ur að segja hug sinn en nöldra í barm sér. Frelsisástin er íslenzku þjóðinni í blóð borin. Frelsið, lýð- í’æðið, byggist á rétti einstaklinga og þjóða til gagnrýni. Barátta þeirra þjóða, sem herlið eiga á íslandi, er fyrir rétti smáþjóðanna, lýðræðinu, frjálsræði í anda og athöfnum. Þess- ar þjóðir geta þvi trauðla áfellst ís- lenzku þjóðina, sem er í miklum vanda stödd, þótt hún beri upp kvart- anir sínar eða geri ráðstafanir til þess að troða upp i gættirnar, frem- ur en opna þær, fyrir hinum erlendu áhrifum. Sagan vitnar. Og það er þetta, sem vér íslend- ingar nú eigum að gera. Vér eigum að troða upp i allar gættir. Vér eigum að slá skjaldborg um tungu vora, þroska með oss heilbrigðan og öfga- lausan þjóðarmetnað og umfram allt varast að láta framkomu vora bera svip þýlyndis eða auðmýktar. Sönn þjóðerniskennd felst fyrst og fremst i ræktarsemi og skilningi á þörf þjóðar sinnar. Þess er aldrei meiri nauðsyn en nú, að ísle^idingar ræki liinar þjóðlegu skyldur sinar. Af þeirri staðreynd megum vér ekki missa sjónar. Vér megum ekki fá of- birtu i augun af þvi stundarskini, sem stendur af hinum fljótfengna gróða. Framtíð þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á því, að þeirra verð- mæta sé gætt, sem tímans tönn ekld fær eytt. Um þetta ber öll saga ís- lenzku þjóðarinnar skýran vott. Við bjarmann frá þessari sögu á oss, sem nú lifum og störfum, að veitast létt að standast þá eldraun, sem liðandi stund leggur fyrir oss.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.