Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Side 21
Þ J Ó Ð I N
163
veita Bretum. Fyrir þvi segja þeir nú
Finnum skýrt og skorinort, að ef
þeir lialda áfram aðstoð sinni við
Þjóðverja i styrjöldinni, hljóti það
að liafa alvarlegar afleiðingar, að þvi
er varðar samhúð Finna og Banda-
ríkjamanna.
Árásir þýzkra kafháta á herskip
Bandarikjanna á siglingaleiðum til
íslands eru stöðugt ofarlega á haugi.
Bandaríkjastjórn stefnir ' að þyí
marki að öll amersík kaupskip verði
vopnuð og að engar hömlur verði
lagðar á, að skip Bandaríkjanna flytji
hergögn og aðrar hirgðir til þeirra
landa, sem Bandaríkin styðja í styrj-
öldinni. Breytingarnar á hlutleysis-
lögunum, sem m. a. fjalla um vopn-
un kaupfara, eru nú til umræðu i öld-
ungadeildinni, og margir ætla, að
þess muni skammt að bíða, að hlut-
leysislögin verði litið annað en nafnið
tómt. Engum vafa er það bundið, að
árásirnar á amerísku tundurSpillana
hafa haft þær afleiðingar, að deil-
urnar um hlutleysislögin og stefnu
stjórnarinnar hafa harðnað mjög
mikið, en allt bendir til, að ahnenn-
ingsálitið sé stöðugt að haflast meira
á sveif með stjórninni, einkanlega
eftir að tundurspillinum Beuben
James var sökkt nú fyrir skemmstu.
Enn er margt á huldu varðandi árás-
ir þessar. Það er til dæmis ekki lítið
atriði, hvort tundurspillarnir voru í
fylgd með skipum, sem voru á leið
til Bretlands, eða hvort þeir voru við
önnur skyldustörf, hvort tundur-
spillamir byrjuðu að varpa djúp-
sprengjum áður en tundurskeytun-
um var skotið o. s. frv., en Þjóðverjar
telja, að árásirnar hafi verið heimil-
aðar að alþjóðalögum, þar sem tund-
urspillarnir hafi verið i fýlgd með
skipalestum. Bandaríkjastjórn hefir
hinsvegar tekizt á hendur vernd sigl-
inga á leiðum til Grænlands og fs-
lands, og nokkuru eftir að Reuhen
James var sökkt, þriðja tundurspill-
inum, sem varð fyrir árás, en hann
er fvrsta Bandarikjaherskipið, sem
sökkkt er i styrjöhlinni, ákvað Banda-
rilcjastjórn að setja allan strand-
gæzluflotann, um 250 skip, undir yf-
irstjórn flotans, og er þetta gert til
þess að auka öryggi og eftirlit á sigl-
ingaleiðum til fslands og Grænlands,
þvi að strandgæzluskipin, sem eru
liraðskreið og vel úthúin að öllu leyti,
eru ágætlega til þess fallin, að taka.
þátt í baráltunni gegn kafbátunum.,
og sennilega lientugri miklu til slíks.
en hinir gömlu tundurspillar frá-
Heimsstyrjaldarárununm, sem þá má
nola i staðinn til slrandgæzlu.
Það mun margur hafa ætlað, að
það mundi verða styrjaldartilefni, er
Reuhen James var sökkt. En athug-
andi er, að Bandaríkin hafa frá upp-
hafi stutt andstæðinga Þjóðverja í
styrjöldinni og sá stuðningur hefir
farið hraðvaxandi og er svo mikill
orðinn, að í rauninni er svo komið,,
að Bandaríkin og Þýzkaland eiga í
stríði, þótt ekki hafi komið til form-
legrar striðsyfirlýsingar enn sem
komið er, en þeirrar skoðunar gætir
mjög meðal Bandaríkjamanna, að
Bandarikin séu ekki svo vel á veg
komin með styrjaldarundirbúning
sinn, að þeir vinni neitt á við það, að
segja Þýzkalandi stríð á hendur þeg-
ar í stað. Það er og kunnugt, að amer-
ískir tundurspillar hafa varpað