Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 30

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 30
172 ÞJÓÐIN og vissuni handtökum. þá varð henni rórra. — Samband, hrópaði vélamaður- inn og Villa svaraði: — Samband, og setti vélina af stað. Hávaðinn i vél- inni yfirgnæfði allt annað, flugvélin lyfti sér og hraðinn jókst. Lísa sá trén og tíglótta akurreiti þjóta framhjá, er flugvélin lyfti sér æ hærra og tók dífur og henni til undrunar fór um hana straumur af hrifningu. Þetta var þá flug! En livað það virt- ist einfalt og blátt áfram! Hún var hissa á því, að húu skyldi hafa óttasl það. Það var minni liristingur sam- fara því en ferðalagi i járnbrautar- lest, og mikið þægilegra en sjóferð. Bráðlega sá hún út yfir allt Sussex hérað og það var með allt öðrum svip en áður. Allir benzin-geymar, sum- arbústaðir og girðingar virtist horf- ið, en við henni blasti víðáttumikið sléttlendi, er ballaði niður að blýblá- um sjónum, með silfurfaldi yzt út við sjóndeildarhring. Skógarþykkni á við og dreif, sem hvergi voru sjáanleg frá bílveginum. Silfurtærar ár og gul- ar hvirfingar bæjanna á sölnuðum ökrum. — Lisa var frá sér numin af allri þessari fegurð. Þá tóku allt í einu litlir, gráir skýja- hnoðrar að þjóta fram hjá gluggan- um á flugvélinni. Litlu síðar þjöpp- uðust lmoðrarnir saman og birgðu fyrir alla útsýn. Nú var ekkert að sjá fyrir neðan nema gráa jjokuna. Villa hækkaði flugið og allt í einu komu þær út í sólskinið aftur. Lisa horfði niður og sá nú fannhvíta snjó- breiðu hylja stórfengleg fjöll og firn- indi. Dökkir sknggar í djúpum gjót- um voru líkastir stöðuvötnum, en livítar borgir hreyktu sér uppi á hnúkunum, — skýjaborgir. Villa flaug áfram og beindi nú flugvélinni til jarðar. Hún stakk sér niður í skýjahafið til þess að finna smugu niður á jörð. Allt varð nú aft- ur hulið grárri þoku umhverfis þær. Þær komust út úr skýjaþykkninu og dagur Ijómaði, sem fólkinu niðri á jörðinni hefur vafalaust fundizt hlýr og fagur, en var þó sem skuggi hjá sjón i samanburði við sólskinsheim- ana fyrir ofan skýin. Það var stutt stund en yndisleg þar efra. London blasti við þeim eins og stirðnaður þokubeiniur. Brælan í borginni varð enn tilfinn- anlegi’i eftir að Lisa hafði kvatt Villu, sem þurfti að finna svifflugskennara sinn. — Lísa eyddi meiri hluta dags- ins í ráp á milli vinnumiðlunarskrif- stofa. Hún reyndi að ná sér í barna- kennslu á heimilum. Alstaðar var hún beðin að skrifa nafn, heimilis- fang og tilgreina ætt og uppruna. Allsstaðar var henni sagt, að þareð hún hefði ekki starfað að kennslu- störfum áður, myndi það reynast því nær ókleift að útvega henni stöðu. Það virtist koma henni að góðu liði að nefna sir Henry sem meðmæl- anda, en allt í allt fannst lienni öll fyrirhöfnin tilgangslaus. Hún ákvað með sjálfri sér, að næst }>egar hún leitaði eftir atvinnu, þá skyldi hún ráða sig sem eldabusku en ekki sem heimiliskenuara. Fólk vrði þá að elda matinn ofan í sig. I döprum þönkum gekk hún til járnbrautarstöðvarinnar. Fyrir utan stöðina stóð maður á einum fæti,

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.