Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 33
Þ J Ó Ð I N
175
riddaraskapur var ekki dauöur í
henni veröld. Hinsvegar þurfti hún
að horga 5 pund áður en hr. Butters-
by, með takmarkraðri ábyrgð, vildi
leysa vandræði hennar, og þar ryki
lielmingurinn af liöfuðstól hennar.
Það var áhættu-spil. Þessi hugsun var
svo geigvænleg, að Lísa ákvað að híða
átekta. Svaraði liún því livorki hr.
Buttersby né sendi auglýsingu. Hún
eyddi tímanum í það eitt að sækja
um kennara- og matreiðslukonu-
stöður, en allt kom fyrir ekki.
Annað hréf frá frænku hennar
vakti hana óþægilega til meðvitund-
ar um raunhæfni lifsins, og með
næsta pósti kom áminning frá lir.
Buttersby.
Frænka hennar skrifaði, að hún
hefði orðið að selja síðustu ættardýr-
gripina til að leysa út ónýta ávísun
útgefna af bróður hennar. Lísa var
fegin því, að hann skyldi þó hafa
gefið ávísunina út á eigið nafn en
ekki einhvers kunningjans, en henni
fannst þó hlífisskildi nógu lengi hald-
ið fyrir hann.
T. Buttersby (með takmarkaðri á-
byrgð) virtist frekar hnugginn en
undrandi yfir því að hafa ekkert
lieyrt frá henni. Hann benti henni á,
að ef það væru peningarnir, sem
stæðu í veginum fyrir samkomulags-
umleitunum þeirra í milli, þá myndi
hann fara eins vægt í sakirnar og
frekast væri unnt. Hann fullvissaði
hana um, að honum væri umhugað
um velfarnað hennar, og að hún
þyrfti ekki að eyða peningum til þess
að láta innritast. Hann myndi setja
hana i samband við þokkalegan aug-
lýsanda, ef hún kærði sig um, en þá
þyrfti hún að koma og tala við sig
persónulega. Það kostaði aðeins 5
skildinga.
Augsýnilega var tími til kominn
að kynnast hr. Buttersby með tak-
markaðri ábyrgð, og Lísa héít til
London í annað sinn undir tannpinu-
yfirskini.
Hr. Buttersby (með takmarkaðri á-
byrgð) reyndist að vera lítill, feitur
og sköllóttur maður í lítilli skrifstofu
innar af mjög dimmri biðstofu uppi
á 6. hæð í liúsi hálægt Fleet Street.
Hann sýndi á sér ánægjusnið við
komu Lísu, en hve ánægður hann var
lét hann liana ekki verða vara við.
Merkilegt, hugsaði hr. Buttersby
með sjálfum sér, hvað vill hún út á
þessa galeiðu? Furðulegt, að hún
skuli ekki vita af því sjálf, að hún
getur náð í hvaða mann sem vera
skal með þessu útliti. Hann var allur
á hjólum fyrir Lísu. Iiann sagði
henni og að sönnu, að stúlkur eins
og hún væru fáséðar á ski’ifstofunni
og að honum dytti ekki í hug að
kynna hana fyrir nema allra heztu
viðskiptavinum skrifstofunnar. Síð-
an.bætti hann við og bankaði með
blýantinum á framtennurnar:
— Það eru nokkrir, sem gætu kom-
ið til mála, en ég held, að þeir séu
samt ekki alveg eftir yðar höfði. Við
skulura sjá — ég hefi hérna mjög
góðan mann — hann er metódisti —
og þeir kváðu vera góðir eiginmenn,
— en bann hefur áhuga fyrir garð-
rækt, og það hafið þér ekki, segið
þér, svo það er kannske — — liann
bankaði aftur á framtennurnar m,eð
blýantinum. - Einhvernveginn get ég
ekki hugsað mér yður gifta sértrúar-