Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 34

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 34
176 Þ J Ó Ð I N manni. Það eru einkennileg viðskipti, sem við rekum, fröken, við verðum að sjá fram úr því fyrir fólk, ef þér eruð með. Jæja, ég lield, að ég hafi séð fram úr því fyrir yður. Þér eruð af góðu fólki, er ekki svo? — Jú, sagði Lísa hálf-skelkuð. — Ég þóttist sjá það. Nú, það eru kannske ekki svo ýkja margir fínir menn á skrá hjá mér. Einhver þver- hrestur í þeim öllum, ef þér eruð með. Það hentar yður ekki, sé ég, og alltof miida sauðkind dugir heldur ekki að lcoma með. Það þarf eitthvað alveg sérstakt við yðar hæfi. Lísa brosti svolítið. — Allar kon- ur óska eftir því — jafnvel enskar konur líká. — — Víst svo, víst svo, sagði sá með takmörkuðu ábyrgðina, — og þær halda, að þær hafi liandsamað lukk- una, ef vel gengur í eitt eða tvö ár. Mér þýðir ekkert að benda yður á nema fyrsta flokks mannsefni — ekki nema þér séuð talsvert meira þurfandi en þér lítið út fyrir. — Ég á við peningalega, sagði sá takmarkaði, — hvað er höfuðstóll yð- ar hár? — Það er mjög lítið, sagði Lísa vandræðalega. Það vottaði fyrir brosi í svip lir. Buttersby. — Svona rétt fyrir brúðarfatnaði? — Já, mjög fátæklegum brúðar- fatnaði, sagði Lísa varlega. — Jæja, þá liefi ég fundið mann- inn, sagði lir. Buttersby, — það er einkennilegur fugl. — Fugl? spurði Lísa, dauðhrædd, og áttaði sig ekki á hinum snöggu umskiptum í tali hr. Buttersbjr. — Já, einkennilegur náungi. Einn af þessum blekbullurum. Hr. Butters- hy opnaði skáp og tók bréf fram. Hann las: „Einhleypur — þó væri — 39 ára, 5 fet og 11 þumlungar, áliuga fyrir hljómlist og bókmennt- um, veraldarvanur og vel stæður, vill lcynnast skynsamri stúlku, ekki eldri en 25 ára. Þetta, — sagði hr. Buttersby, — er auglýsing, sem ég var að fá, og hún var borguð með sama og full þóknun. Ég set ykkur tvö í samhand hvort við annað. — Hvar eigum við að hittast? spurði Lisa. — Hérna? — Hamingjan hjálpi yður! sagði hr. Buttersby, — lialdið þér að ég vilji láta taka mig fastan fyrir velsæmis- brot? Nei, þið getið liittzt í einhverju kaffihúsi. Þér skuluð ráða og ég skal senda honum línu — hvernig væri kaffihúsið hjá járnbrautarstöðinni? Jæja, ég segi honum þá að mæta þar kl. 4 þennan dag eftir rétta viku, er það i lagi? — Það er nokkuð langt þangað —, sagði Lísa, — þangað til, á ég við, af því ég á ekki nema liálfan mánuð eftir af vistinni. Hann leit hvasst á liana. — Ef til vill get ég komið þessu í lag í dag. Hann tók símann og valdi númer. — Það kemur sjaldan fyrir, að við gerum þannig lagað, en þessum manni virðist mikið niðri fyrir. Hann sagði mér simanúmer sitt. Sagðist vera á förum til útlanda og sér lægi á — rétt eins og þér. Hann sagð- ist heita Ponder -— halló — já — er það hr. Ponder. — Sælir, það er Butt- ersby, sem talar. Ég lield, að ég hafi fundið nokkuð handa yður. Já. Alveg

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.