Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 35
Þ J Ó Ð I N
177
skinandi hreint. Það getið þér verið
vissir um. Já. Alveg skínandi lagleg.
Hvað? I dag. — Já, ég var að stinga
upp á því við stúlkuna. Klukkan eitt
í kaffihúsinu við Viktoríustöðina.
Gott. Hvernig þér þekkið hana? Bið-
um við. Hún er í — hvernig er lit-
urinn á fijtum yðar, fröken?
— Ljóshrúnn, sagði Lísa.
— Hún er í ljósbrúnum göngu-
fötum, hún hefir dökkt, liðað hár og
einhver hin stærstu In-únu augu, sem
ég hefi séð. Gott. — Klukkan eitt
stundvislega.
Hr. Buttersby lagði tólið á og
horfði á Lísu með samskonar á-
nægjusvip og köttur, sem hefur gætt
sér á litilli mús.
Lísa borgaði honum 5 skildinga
fyrir samtalið, kvaddi og lagði af
stað niður alla stigana ofan af 6.
hæð. Hún fékk sér bil, þvi það var
alltof mikið af lienni dregið til að
standa i strætisvögnum og ganga til
stefnumótsins.
Kaffihúsið var htið um sig en nota-
legt. Lísa svipaðist um. Hún sá eng-
an, sem heið, svo hún settist við litið
borð andspænis dyrunum og horfði
þangað gagntekin af eftirvæntingu og
kviða. Frammistöðustúlka kom og
spurði livað liún vildi, en liún sagð-
ist vera að híða eftir manni.
Rétt i þvi hringdi bjallan yfir dyr-
unum og maður kom inn. Hann virt-
ist hvorki vera 5 fet og 11 þumlungar
né 39 ára, eftir þvi sem Lása gat bezt
séð. Hann var grannur og unglings-
legur, móður eftir gönguna og rjóð-
ur i kinnum. Þetta gat ekki verið vel
stæður veraldarmaður!
Hann var á háðum áttum. Þangað
til hann sá Lísu og ljósbrúnu göngu-
fötin, þá gekk hann rakleitt til henn-
ar. Hann tók ofan hattinn og sagði:
— Þér eruð — ég á við — ég er
— ég á við — hr. Buttersby sagði
mé — —
— Ég, sagði Lísa og tók á allri
sinni stillingu, — kem frá hr. Butt-
ersby, en ég verð að segja, að þér
byrjið lieldur óefnilega. Ef þér vær-
uð veraldarvanur í raun og veru
kæmuð þér ekki of seint. Þér hefðuð
átt að vita, að öll bið undir svona
kringumstæðum gerir allar stúlkur
nerviusar.
„Nerviusar? át veraldarmaðurinn
eftir lienni og góndi á hana. Hann
hafði frekar falleg grá augu, sá hún.
— Já, nervíusar, sagði hún aftur.
— Það var ekki hugsunarsamt af
yður. —
—„Mér þykir fyrir því, stamaði
Iiann. — En ef satt skal segja, þá er
ég líka nei'vös — ég meina nervíus.
— Jæja, sleppum því, sagði Lísa
vmgjarnlegar. Hann virtist vera
miklu feimnari en hún. Hún var ein-
mitt nýbúin að líta í vasaspegilinn
sinn og fullvissa sig um, að hún væri
jafn róleg að sjá og krafizt var af
veraldarvanri stúlku, þegar svona
stóð á — Viljið þér ekki setjast?
Veraldarmaður leit í kringum sig
með hálfgerðum hrolli.
— Þarf þess? spurði hann.
— Við verðum þó að tala saman?
— Jú — Jú, vitanlega, en mér
biður hai-a alltaf við þessu kaffihúsi.
Framh.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h/f.