Heimilispósturinn - 18.03.1961, Side 4

Heimilispósturinn - 18.03.1961, Side 4
stofuna. Einn gríðarstór veggur var þakinn bókum, og það gat að 'líta austurlenzka murii. Mér varð starsýnt á hillu hátt á vegg, þar sem voru stytta af austurlenzkum vitringi og svartleitur höggormur, sem hvorttveggja virtist eitthvað lifandi. — Þessi stytta þarna, segi ég og bendi, er hún frá Tíbet? — Tíbet? endurtekur Stein- unn. Skrýtið að þú segir það. Við höldum alltaf, að hann sé frá Tíbet. Engum öðrum en okkur hefur dottið slíkt í hug fram að þessu. — Það fylgir honum ógurleg- ur kraftur, segir Kristmann. — Já, það er satt, segir Stein- unn, það stafar eitthvað frá honum. Það er einkennilegt, að þér skyldi detta í hug, að hann þessi sé frá Tíbet, því að hann gæti alveg eins verið kínversk- ur. Systir mín gaf okkur Krist- manni hana í brúðargjöf. Fékk hann úti í London, hún blátt áfram varð að kaupa hann til að gefa okkur. Enginn ann- ar hlutur kom til greina. lít frá þessu spannst tálið um jóga. Frú Steinunn hefur þýtt bók sem heitir Vængjaður Faraó, sem kom út í haust, og nú er hún að vinna að þýð- ingu á annarri bók um svipuð fræði. — Hvenær fékkstu áhuga á þessum austurlandafræðum ? — Það var fyrir þrem eða fjórum árum í Róm, að ég fór að lesa um jóga og kynna mér allt, sem ég náði í um þetta, víða og mikla svið. — Hefurðu þá stundað jóga- æf ingar ? — Já, þegar ég hef komið því við, hef ég gert það. Iðu- lega þegar ég er illa uppplögð, þá verð ég endumærð og hress og allt lagast, ef ég beiti ein- hvers konar jóga. Þó hef ég ekki gert mikið af því að iðlta líkam- legar jóga-æfingar. Það er eink- um Rajah-jóga, sem er fólgið í því að beita huganum og nota hann rétt. Við töluðum um jóga um hríð, þessi austurlandafræði. Þessi lærdömur um aðalatriði í lífinu, hefur, að því er Steinunn sagði, breytt öllu hennar lífi. Hún naut handleiðslu indversks jóga, hún hefur kynnt sér aust- urlandaheimspeki af ástríðu, og þessi andlega leit Steinunnar hefur komið henni á sporið, svo að hún hefur gert sér betur grein fyrir að hverju hún er að leita. I miðjum klíðum lofaði hún mér að heyra indverska músík. Hún setti plötu á fóninn, og um leið réttir hún mér afmælis- dagabók sína og bendir á eina síðuna. Þar náðu kostulegir skrifstafir yfir alla síðuna. — Ég þekkti þennan ind- verska trumbuleikara. Hún kom með umslagið af plötunni og þar stóð AllaRakha, sem leikur á tabla, indverska trumbu. Trumbuslátturinn, þessi sefjandi austurlandaslátt- ur, barst um stofuna. — Það er gaman að þessari trumbu, sagði Kristmann. Þau hiónin eru líka samhent í eldhúsinu Þegar hér var komið, fór ég að spyrja Steinunni um tónlist- arferil hennar. Hún sagðist hafa verið frábitin tónlist fyrst sem krakki. — Mér fannst ekkert eins andstyggilegt. Og svo þegar ég var tíu ára, kom það yfir mig að ég fór að spila. Ég fór í Tónlistarskólann 13 ára. Ég var þar sex ár. Það vildu allir, að ég yrði stúdent. Ég fór í Menntaskólann, en hætti eftir fyrsta bekk. Ég átti ekki annarra kosta völ, því að ég hefði aldrei orðið stúdent með tónlistarnáminu. Ef ég ætti núna að fara í gegnum þetta aftur, þá hefði ég haldið áfram í Menntaskólanum og þá hefði mig langað til að fara út í heim- speki. •— Svo fórstu utan? — Ég var í Royal Academy of Music í London 1952—55. — Hvemig kunnirðu við þig í Bretlandi? spyr ég. — Mér þótti gott að vera í Bretlandi og mér finnst gaman að tala og skrifa ensku, og ég kunni vel við fólkið. • Var-ekki skóþnn stIrapg1lr < spyr,ég. ... — Jú, nokkuð, en ég var heppinn með kennara. Frederic heitir hann Jaekson, einstakur kennari. Nú töluðum við um Breta °% þeirra fágæta húmor, sem er ein mesta guðsgjöf fólks °S þjóðar. Frú Steinunn var á Italíu 1955—’'59. Hún naut einka- kennslu þar. Steinunni fannst loftslag á ítalíu yndislegt, lands- lagið fallegt, en hún kunn1 betur við sig í Bretlandi. H1111 hafði sagt, að hún elskaði Lond- on. Ég bað hana að segja m®1 frá einhverju atviki frá ItallU> því að ungar stúlkur hljóta a^ lenda í ævintýrum þar. — Ég man alltaf eftir Þvl’ segir Steinunn, þegar ég var al- veg nýkomin til Rómar, að Þa var ég á gangi á Piazza Barber' ini, einu stærsta torgi í borgin111’ þá er flautað, og þarna sé ég lög' regluþjón, sem veifar til rn111 Hann snarstöðvar alla umferð" ina, og ég varð að gera svo ve* að labba framhjá fjórfaldri bíla' röð talsverðan spöl til hans, Þal sem hann stóð gleiðgosalegur; og þegar ég kom til hans sagðJ hann: — Signorina, er þetta eðlile»' ur litur á hárinu yðar? Ég vissi ekki, hvaðan á nhS stóð veðrið og segi: — Jájá. Hann sækir í sig veðrið spyr mig, hvort ég vilji ekk1 koma með sér út að dansa 1 kvöld. Ég sagði að minnsta kosti nei við því. — Var þetta ekki fallegul lögregluþjónn ? spyr ég. (Þel1 eru sagðir áferðarfallegir 1Ö&' reglumennirnir þarna suðurfra’ einkum þeir, sem em notað11 til að stjórna umferðinni)- — Þeir eru flestir ósköp scet' ir, þessir ítölsku lögregluþjónar’ og eftir því innantómir, seg11 hún. Við héldum áfram að tala um Italíu, og Steinunn sag^1 frá öðm atviki, þar sem bul1 hafði orðið fyrir því, að buU var elt af áleitnum manni leng1 lengi, og svo hefði lögreglu' þjónn bjargað henni, boðizt u að vemda hana, en þá hefði ekk1 tekið betra við, því að han11

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.