Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 17
:.X;:vv
Bs&i
I
.
•• j
■ sj'
.-. ■
'v\.;...
SHS
Þrýátíw
sinnum
neil
Smásaga
eftir
John Wyndham
t*etta var svo rómantískt, sagði Gaston. Hugsa sér, að gamli höfuðsmaðurinn skyldi
biðja hennar á sama degi á hverju ári!
ELlOT snarstanzaði i miðri setn-
lngu, þegar Gaston, franski yfir-
Wúnninn í „Mayfair", einu frægasta
Ve‘tingahúsi Lundúna, kom æðandi
að borðinu með ósvikinn hryggðar-
Sv*P á andlitinu.
.. Afsakið, monseur, sagði hann
°g' lokaði augunum af hryggð.
j ~~ Mér þykir ákaflega mikið fyr-
r Því, en hér hafa orðið mistök.
Eliot hlustaði á hann, eins og hann
ar vanur að hlusta á fólk, sem hann
ekkti ekki; hann heyrði alls ekki,
“ð Gaston sagði, heldur aðeins,
‘lernig hann sagði það. Talfræði var
efnilega sérgrein Eliot. Hann hafði
• g eins áhuga fyrir því, hvernig fólk-
sagði orðin, hvernig það hreyfði
frnar, kjálkann, tunguna, meðan
talaði, — og einhverjir mestu
erfiðleikarnir við þetta voru einmitt
hver einasti, sem hann tók
, *■ talaði með tvennu móti. Enda
t viðkomandi rabbaði ekki um
llt annað en daginn og veginn,
tti lesa af hljómi orðanna, hvaðan
&ntl Lom, hvar hann hefði gengið i
skóla, og hvar hann ætti heima núna.
Eliot virti hann alveg ósjálfrátt fyrir
sér til að sjá, hvernig hann myndaði
hljóðin og þetta gat verið svo
skemmtilegt, að hann veitti ekki
minnstu eftirtekt því, sem maðurinn
var að segja.
Og þannig var það núna. Eliot sló
því strax föstu, að annað foreldri
Gastons væri frá Suður-Frakklandi,
en sjálfur hefði hann alizt upp í Eng-
landi og gæti talað lýtalausa frönsku,
ef hann kærði sig um, en hefði hald-
ið hreimnum til þess að ganga í aug-
un á gestunum, -— franskur þjónn er
í miklu meiri metum í London en
enskur. Hinsvegar hafði hann ekki
hugmynd um, hvað Gaston hafði ver-
ið að segja.
— Hryggileg mistök, monsieur,
endurtók Gaston. Þetta borð er þvi
miður upptekið.
— Já, skiljanlega, svaraði Eliot.
Ég lét taka það frá í gær.
— En við höfum gert okkur seka
um mistök, monsieur. Ég vona að
monsieur og mademoiselle afsaki.
Það eru önnur borð, engu siðri, laus.
Monsieur skilur; að þetta borð er
upptekið á hverju ári þann 28. maí.
— Þann 28. maí hvert ár? spurði
Jeanne og leit áhugasöm á áhyggju-
fullan þjóninn.
— Já, mademoiselle, borðið er allt-
af frátekið á þessum degi á hverju
ári.
— En rómantiskt, sagði Jeanne.
Ég geri ráð fyrir, að þetta sé í sam-
bandi við ástaræfintýri, ekki satt,
Gaston.
— Mademoiselle hefur alveg rétt
fyrir sér. Þetta er um ástamál að
ræða, svaraði Gaston og hneigði sig
lítillega.
— Það er nú eiginlega líka um
ástamál að ræða hjá okkur, mót-
mælti Eliot.
— Það er auðskilið, svaraði Gaston
og leit aðdáunaraugum á Jeanne.
Jeanne tók veskið sitt.
— Gagnvart svo mikilvægu máli
getum við beinlínis ekki neitað að
flytja okkui’ fyrir að öðru borði, er
það, Eliot ? sagði hún.
Eliot reis á fætur. Andlit Gastons
ljómaði í sólskinsbrosi. Hann vísaði
þeim að öðru borði og sá til þess, að
vel færi um þau.
— Mér þykir afar fyrir því að
hafa orðið að valda monsieur ónæði.
— Þér gætuð nú bætt dálítið úr
skák með því að segja okkur eitt-
hvað um þetta rómantíska par,
sagði Jeanne áköf. Er það brúð-
kaupsdagurinn þeirra, sem þau eru
að halda upp á?
— Nei, nei. Gaston laut örlítið nið-
ur að þeim. Þetta er Sunderland lá-
varður og frú Blayne. Afar sorgleg
og rómantísk saga. Fyrir löngu síð-
an bar frú Blane nafnið Lily
Morveen . . .
— Ójá, hennar hef ég heyrt getið,
greip Eliot fram í. Hún var vist eft-
irlæti Lundúnabúa í fyrri heims-
styrjöldinni.
— Alveg rétt. Allir ungu foringj-
arnir, sem komu heim í leyfi, fóru
beina leið til Coliseum til að sjá
hana dansa. Þeir voru allir ástfangn-
ir af henni, tveir reglulega alvarlega,
17
HCIMILIIPÓITUIII