Heimilispósturinn - 18.03.1961, Side 23

Heimilispósturinn - 18.03.1961, Side 23
STJORNUSPÁ £1 NÆSTU VIKU V ^atnsberamerki, 21. jan,—19. febr. Tilfinningar þínar verða blandnar þessa dagana og þú munt eiga í erfiðleikum með að taka afstöðu til ýmissa mála. Vonbrigði í sambandi við ástvini munu sennilega verða á ferðinni, en hætta er á að þú takir þá hluti of alvarlega. Reyndu að lífga upp á þína gömlu bjartsýní, það léttir lífið. Mskamerki, 2». febr.—20. marx. Vissit- atburðir munu breyta skoðunum þlnum á fólki, sem þú hefur umgengist nokkuð. Kvenmaður mun koma þér á óvart með skoðunum sinum á málefnum er þig varða. Haltu þig í hæfllegri ' fjarlægð frá hlutunum og athugaðu þá með rósemi og hlutleysi. I*'útsmerki, 21. marz—20. april. Þolinmæði og iðni mun verða þér til mikils góðs á næstunni. Gerðu stórar áætlanir og miklar og vertu ekki áhyggjufullur, þó töluvert reyni á, því þú munt yfirstíga allt með dugnaði þinum. Fimmtudagurinn mun verða einna beztur í vikunni og eitthvað skemmtilegt mun bera við. ^tsmerki, 21. apríi—20. mai. Mikil verkefni verða fyrir hendi á næstunni og nauðsynlegt fyrir þig að sem bezt takizt að leysa þau af hendi. Búðu þig undir mikið starf, þvi þá mun þér takast betur að gera skyldu þlna. Láttu skemmtanir land og leið og varastu sérstaklega að gefa þér tíma til óþarfra hluta. Ivibi nramerki, 21. maí—21. júni. Ennþá hefur ekki ræzt til fulls úr vandamálum þínum, en vertu rólegur, stjörnurnar lofa góðu. Ástfangið kvenfólk ætti ekkl að örvænta, þó að sá elskaði sé eitthvað tregur um þessar mundir, hann hefur bara um annað að hugsa í svipinn. *»»bbamerki, 22. júní—22. júli. Þú getur átt von á að þurfa að ganga í haröan skóla þessa viku, því ýmislegt mun reyna á þig. Sennilega munt þú þurfa að breyta mörgum af áætlunum þínum. Vertu eins afskiptalítill I öllum málum og þú getur, og taktu engar ákvarðanir sem máli skipta. 23. júlí—22. ágúst. I’að er dugnaði og starfskrafti þínum að þakka að allt mun ganga vel þessa viku. Þú munt fá nýja möguleika til að styrkja aðstöðu þína í lífinu og einhver fjárhagsbati mun létta daglegar áhyggj- ur í náinni framtíð. e>'jarmerki, 23. ágúst—22. sept. Þér mun finnast einhver af vinum eða kunningjum þínum hafi svikið þig, en þegar betur er að gáð muntu sjá að hér er um misskilning að ræða. Gagnrýndu sjúlfan þig í þvi máli sem um ræðir, og gættu að hvort það er ekki að einhverju leyti þér sjálf- um að kenna, hvernig fór. Sletaskálamerlii, 23. sept.—22. október. Þú hefur tekist á herðar meira en þú ert fær um að framkvæma. Eina ráðið til að ná jafnvægi á hlutina aftur er að leggja meira á sig en vanalega og lofa ekki of djarft framvegis. Þú þarft einnig að ná meira jafnvægi í skoðanír þínar, ef þú vilt að fólk taki þær til greina. ^Porðdrekamerki, 23. okt.—21. nóv. Þessi vika verður bæði skemmtileg og tilbreytingarík í starfi og einkalífi. Notaðu því tækifærið til að gera skynsamlegar og vel hugsaðar áætlanir um framtíðina, því áætlanir, sem gerðar eru á heppilegum tíma, eru mun lífvænlegri en þær, sem gerðar eru, þegar allt gengur öfugt. **°Cniannsmerki, 22. nóv.—22. des. Oft hættir þér til að taka fljótfæmislegar ákvarðanir, sem ekki geta svo staðist. Þetta geturðu forðast ef þú nærð meiri tökum á verkefni þínu og vinnuaðferðum. Varastu að vera of hrifnæmur og áhrifagjarn, því farsælla er að byggja skoðanir sínar á traust- um grunrii, að vel athuguðu máli. teill^e*tarmerki, 28. des.—20. jan. Fyrstu dagar vikunnar verða eitthvað órólegir og þreytandi, en jafnvægi mun komast á seinni hlutann. Hæfileikar þlnir til að umgangast annað fólk verða reyndir til hins ítrasta. Fjórhags- áhyggjur munu skjóta upp kollinum. 20. Krossgáta Heimilispóstsins Lárétt skýring: 1. Gleðskaparlönguntn — 13. stærra — 14. útlimlr — 15. straumkast — 16. þíða — 18. rásina — 20. seppa — 23. tina — 25. viðum — 27. harðsnúinn — 29. tré — 30. lét í geymslu — 31. þrótt — 32. beint af augum — 34. það sem ber á milli — 36. þynnka — 37. bor — 39. hjón — 41. ruggar — 42. möl — 44. tal — 46. vansæmd — 49. þrjózku — 51. rugla — 53. ánast — 55. hátíð — 56. hvíldu — 57. sjó — 58. snæddum — 60. fýla — 62. stöðvar — 63. kátina — 65. matarforði — 67. upphrópun — 68. fing- ur — 70. húð — 72. skarð — 75. slæmt ásigkomulag. Lóðrétt skýring: - 1 1. Haf — 2. sk.st. —3. særa — 4. blað — 5. miínn — 6. tveir eins — 7. forsetning — 8. hræðum — 9. ágeng — 10. bils — 11. tala — 12. á stundinni — 17. skot — 18. ung- dómurinn — 19. ættgengt fé. — 20. sleipum — 21. fuglar — 22. hrin — 24. málmur — 26. mannsheiti — 28. fé — 33. skora — 34. sjávar — 35. láta dæluna ganga — 36. taka í fangið — 38. hlýtur — 40. dilkur — 43. ill viður- eignar — 44. heitin — 45. detti — 46. óþekkt — 47. manns- heitl — 48. lækna — 50. tág — 52. komu auga á — 54. fæði — 59. getur verið — 60. óþokki — 61. palls — 62. mikla — 64. auð — 66. höll — 69. kyrrð — 70. titill — 71. frumefni — 72. eygði — 73. á nótum — 74. svell. vikublað, kemur út á hverjum laugardegi. Askriftarverð kr. 125 ársfjórðungurinn, og greiðist fyrirfram. Verð hvers heftis í lausasölu 12 krónur. trtgefandi: Heimilispósturinn, Reykjavik. Ritstjórar: Baldur Hólmgeirsson og Stelngrímur Sigurðsson. Ritstjóm og afgrelðsla: Tjarnargötu 4, Rvik, simi 11177 — Pósthólf 495. Stelndðrspreut hX prentaði. HEIMU.ISPOSTURINN 23

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.