Heimilispósturinn - 17.06.1961, Blaðsíða 20

Heimilispósturinn - 17.06.1961, Blaðsíða 20
STtJLKAN SEM GAT EKKI SAGT NEI (Framh. af bls. 11) af því að Alison var góð við þá, lilustaði á þá (einn þeirra hélt því fram að hann ætlaði að gerast munkur í Tíbet) og af því þeir gátu hvergi annars staðar verið. Sem betur fór hafði hún svo annríkt við að hugga þá að hún mátti ekki vera að því að fara út með þeim að staðaldri. Meðal vina hennar voru fáeinir tilvonandi visindamenn og ef til vill var það ástæðan fyrir þvi að hún sótti um stöðu við rann- sóknarstofu þegar hún hafði lokið námi sínu. Rannsóknarstofa þessi var uppi í sveit og þess vegna varð hún að fara að heiman og búa í bragga, en hún elskaði vinnu sína og henni virtist liða vel. En svo kom bréfið. „Ef til vill,“ sagði Peggy meðan við ókum upp í sveit, „er þetta ekki svo voðalegt. Pað eru margar stúlkur á aldur við Alison sem trú- lofa sig til að vera trúlofaðar en ekki til að gifta sig.“ „Hún sagðist ætla að giftast honum. Og begar Alison segir annað eins og það stendur það.“ „Ég er hrædd um það,“ andvarpaði Peggy. Það var áliðið dags þegar við komumst á ifangastað. Við spurðum um Alison. Við bið- im, Svo sáum við hvar hún kom niður tröpp- urnar og tveir menn með henni. Sá yngri var langur og mjór. Hann var órakaður og leit út fyrir að hafa verið í sömu fötunum í heilt ár. Iiann riðaði við þegar hann gekk og í aug- um lians var vitfirringslegur glampi. Alison hélt utan um hann, studdi hann og horfði á hann sama augnaráðinu og hún hafði virt flækingskettlinginn með flærnar fyrir sér. Hinn maðurinn, gráhærður með skegg, virt- ist vera vörður. „Jæja?“ sagði ég við Peggy. Hún barðist við tárin. „Hann virtist vera eitthvað svo skrítinn." „Eitthvað," sagði ég. Mig langaði ekki til að fara að gráta. Við gengum til þeirra og kölluðum á Alison. Þegar hún sá mig, veifaði hún, og lioppaði upp og niður. Hún sagði eitt- hvað við unglinginn með brauðfæturna og hann hreyfði höfuðið slyttilega í svarskyni. Svo kom Alison hlaupandi til okkar og ung- lingurinn og skeggjaði vörðurinn stigu inn í bifreið og óku á brott. Hún tók um hálsinn á móður sinni og mér og sagði: „Þetta er Bob. Sástu hann, pabbi? Við ætlum að gifta okkur í júní. Að vísu verður liann ekki á háu kaupi strax, en við komumst af, því ég ætla að halda áfram að vinna ... “ Hún malaði og inalaði. Við Peggy hlust- uðum á hana. Alison settist inn í bifreiðina og við ókum henni þangað, sem hún bjó, því hún sagði að Bob færi þangað og við gætum liitt hann þar. VIÐ sátum fyrir framan húsið, þegar tí6 spurði hana spurningarinnar einu. „Alisun> sagði ég og spennti greipar i örvænting11, „Hvað er að honum?“ „Að? Við hvað áttu, pabbi?“ Hún skel i hló. „Áttu við það, livað hann var einkennj legur? Það er vegna þess að hann var 11 raunadýr í eldflaug. Hann var lokaður inn' í nokkurs konar hylki, sem átti að tákna eldflaug. Dr. Schmidt — það er prófessorinn> sem var með honum — vildi aðeins le>'1J bezta nemanda sínum að reyna þetta vegna þess að það er svo flókið.“ „Áttu við ... ?“ „Hann er himneskur, pabbi. Ég skrifaði Þer um það, þegar ég hitti hann í fyrsta skip11- Þeir voru að gera tilraun með nýtt deyfin#3^ lyf og hann var tiiraunadýrið. Það var °' skaplega spennandi og nokkrar hjúkrunarkon- ur af sjúkrahúsinu komu til að horfa á hann- Hann var með fullri meðvitund en hann Ka alls ekki hreyft sig, ekkert nema augun. Hann lá þarna grafkyrr meðan læknarnir togn®11 og klipu í hann þangað til hann sá mig. Ef1" ir það horfði hann sífellt á mig og ég horfo1 sifellt á liann — það fyrsta sem hann geroi þegar hann gat hreyft sig var að bjóða mer út ineð sér.“ Hún ileit skyndilega á Peggý> „Hvað er að mamma?“ „Ekk-ekkert,“ vældi Peggy. „Allt er — dá- samlegt ... “ Eftir smástund kom Bob. Hann var búinn að raka sig og skipta um föt og það hafð> liaft undraverð áhrif. Satt að segja leit hann út fyrir að vera ósköp venjulegur maður, da- samlega venjulegur maður. „Ungi maður,“ sagði ég, „það gleður mig a kynnast yður. Já, það gleður mig mjög niik' ið.“

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.