Sagnir - 01.06.2006, Page 25
w •
. . ofjfurýannstýaffejtJoaö sem Jehnýannst Jjctt.
^P^istýrœÖifej vaffninj oy ffaft striö
Breytingar innan myndlistar við upphaf áratugarins voru að stórum hluta
sprottnar af þeirri ólgu sem þá var í heiminum. Af erlendum vettvangi var
Víetnamstríðið ofarlega í hugum manna árið 1972. Stríðið hafði aldrei
verið boðað fonnlega en engu að síður staðið frá því árið 1954. Stríðið
stóð á milli kommúnista í noröurhluta landsins og andkommúnista í
suðurhluta þess sem studdir voru af Bandaríkjunum.2 Almenningur
fylgdist með stríðinu meðal annars í íslenskum dagblöðum á árinu
1972. Ahugavert er að sjá hvemig söguskoðunin er mismunandi eftir
dagblöðum, sérstaklega Þjóðviljanum og Morgunblaðinu. Samkvæmt
Morgunblaðinu leiddi Nixon þjóð sína í stríði gegn kommúnistum í
Norður-Víetnam og sérstaklega var greint frá sigmm Suður-Víetnama.3
Annað má lesa í Þjóðviljanum sem hélt uppi miklum áróðri gegn
Víetnamstríðinu og áleit Nixon stríðsglæpamann.
Hryðjuverk vom áberandi í heiminum árið 1972. Hrottalegust
þeirra má vafalaust telja atburði á Ólympíuleikunum í Milnchen þar
sem níu ísraelar vom teknir í gíslingu af átta palestínskum skæruliðum.
Harmleiknum lyktaði með því að sextán lágu í valnum, gíslamir níu,
sex af skæmliðunum og einn lögreglumaður.4 Greint var ítarlega
frá atburðinum í íslenskum dagblöðum en utan fréttaskýringa af
atburðunum í Míinchen, þar sem Arabar kröfðust lausnar tvö hundruð
palestínskra fanga í ísrael í stað gíslanna er teknir vom á leikunum er
ekki lögð mikil áhersla á deilur milli ísraela og Araba.
Almenningur hefur almennt haft mikinn áhuga á heimsmeistaramótinu
í skák sem haldið var sumarið 1972 í Laugardalshöll þegar þeir Spassky
og Fischer áttust við. Eins og flestum er kunnugt lyktaði þessu svokallaða
einvígi aldarinnar með sigri Fischers.5 Nixon Bandaríkjaforseti og
Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, boðuðu nokkra þíðu í köldu stríði á
fundum sem haldnir vom í maí 1972, þar sem áherslur vom á takmarkanir
á gereyðingarvopnum og umhverfis- og mengunarmál. Þrátt fyrir
það mátti ekki sjá að þítt væri á milli skákmeistaranna tveggja, sem
töluðust víst aldrei við á meðan einvíginu stóð.6 Áhugavert er hvemig
Morgunblaðið fylgdist með Fischer leika á móti Spassky og hvemig
því var öfugt farið í Þjóðviljanuml Einvígið markaði nokkur þáttaskil í
sögu skáklistarinnar og í köldu stríði hafa margir sjálfsagt álitið sigurinn
merkilegan á táknrænan hátt í baráttu stórveldanna í austri og vestri.
Af innlendum vettvangi var fiskveiðilögsaga Islendinga og
deilan við Breta i því sambandi án efa mesta hitamálið. Þann 15.
febrúar 1972 var á Alþingi þingsálykmnartillaga um útfærslu íslensku
fiskveiðilögsögunnar í fimmtíu sjómílur samþykkt einróma með
atkvæðum allra sextíu þingmanna.7 Sjá má að mikil samstaða hefur
verið um málið innan allra stjómarflokka en vinstri stjóm var starfandi
í landinu árið 1972. Þann 1. september 1972 var fiskveiðilögsagan færð
út en það reyndist ekki neinn leikur að fá hana viðurkennda. Mikill hiti
varð á milli íslendinga og Breta vegna málsins, sem var enn í hnút í lok
ársins 1972.
Forseti íslands, Kristján Eldjám, og forsætisráðherra, Ólafur
Jóhannesson, ræddu landhelgismálið í nýársávörpum sínum árið 1973
og minntu á að íslendingar þyrftu að standa vörð um réttindi sín þegar
kæmi að varðveislu lífríkis íslandsmiða.8 Einnig má sjá á umræðunni um
fiskveiðilögsöguna að umhverfisvemd var farin að spila stórt hlutverk
í almennri umræðu. Herra Kristján Eldjám sagði í nýársávarpi sínu til
þjóðarinnar árið 1973 að færsla landhelginnar þann 1. september 1972
yrði „þáttur vor i hinni vistfræðilegu vakningu og endurreisn, sem...
kennd [mun] verða við þessa öld.“.9
Á þessum tíma var mikil vakning í heiminum meðal ungs fólks
og ekki langt liðið frá stúdentamótmælum í Evrópu í lok sjöunda
áratugarins. Á áttunda áramg tuttugustu aldarinnar fór af stað feminísk
bylgja sem skilaði konum auknum réttindum og nýjum hugmyndum
um stöðu kynjanna. Það var á þessum tímum breyttra hugsjóna og
tækniframfara að nýlistin fór að ryðja sér til rúms hér á landi. Við þá
þróun innan myndlistarinnar voru ekki allir á eitt sáttir.
Pjfjstrafitfist eöa nýfist 7
Árið 1972 var nokkuð langt úín liðið síðan snarpar deilur höfðu orðið
um óhlutbundna list hér á landi, abstraktið og geometríuna. Mörgum
er kunnugt um aðför Jónasar Jónassonar frá Hriflu að ákveðnum hópi
„Ríkisstjórnarskiptm” eftir Hildi Hákonardóttur frá árinu
1972.
listamanna árið 1942. Jónas, sem á þessum tíma var stjómmálalegur
foringi bændastéttarinnar í landinu, var einnig valdamesti maður í listalífi
landsins þar sem hann var formaður Menntamálaráðs, sem sá meðal
annars um innkaup listaverka á vegum ríkisins. Þegar skoðaðar em
skýrslur ráðsins frá fyrri hluta fimmta áratugarins sést að Jónas úthýsti
öllum þeim listamönnum sem fóm nýjar leiðir í listsköpun sinni, til dæmis
Þorvaldi Skúlasyni og Snorra Arinbjarnarsyni. Aftur á móti stuðlaði
hann að því að Menntamálaráð keypti verk eftir listamenn sem unnu
með hina hefðbundnu frásagnarlegu „íslensku“ list, svo sem Guðmund
Einarsson frá Miðdal, Eggert Guðmundsson og Finn Jónsson.10 Eftir að
Valtýr Stefánsson tók við sæti formanns Menntamálaráðs fóm breytingar
innan ráðsins að segja til sín og næstu árin á eftir kviknaði sóknarandi
meðal yngri listamanna sem máluðu í óhlutbundnum stíl. Árið 1947 var
haldin fyrsta septembersýningin hér á landi, en þær áttu eftir að verða
fjölmargar.11 Þeir listamenn sem sýndu á septembersýningunum vom
gjaman settir undir hatt septemberkynslóðarinnar. Þeirra á meðal vom:
Þorvaldur Skúlason, Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Nína
Tryggvadóttir, Svavar Guðnason og Gunnlaugur Scheving. Svo virðist
sem viðbrögð við abstraktlistinni hafi verið nokkuð skipt hér á landi,
svipuð þeim sem listastefnan vakti erlendis.12 Margir álitu stefnuna
róttæka og menningarlega uppreisn. Aðrir gerðu sér grein fyrir því að
þessir íslensku listamenn hefðu komist í snertingu við heiminn og farið
í leiðangur til að kanna ótroðnar slóðir.13 Eftir því sem árin liðu varð
sátt um abstraktlistina og þannig stóð hún ekki lengur fyrir þá róttækni
sem einkennt hafði umræðuna hér á landi um miðja tuttugustu öldina. Á
þeim tíma sem ég hef skoðað vom listamenn septemberkynslóðarinnar
orðnir að ráðandi afli í íslensku listalífi og að mati yngri listamanna tákn
fyrir stöðnun og affurhald í listum hér á landi.
Róstusöm ár í upphafi abstraktlistarinnar vom rifjuð upp í dagblöðum
ársins 1972. Einkum var rifjuð upp baráttusaga septemberhópsins í
tengslum við stóra yfirlitssýningu er haldin var í Listasafni íslands á
verkum Þorvalds Skúlasonar. I umfjöllunum yngri myndlistarmanna
um septembersýningamar er þó helst bent á að listamenn, sem árið 1972
hafi verið sestir í sæti gamalla meistara, hafi áratugum áður þótt róttækir
listamenn.14 Yfirlitssýning Þorvalds var ein sú viðamesta í Listasafni
Islands á árinu. I sýningarskrá skrifar Selma Jónsdóttir, forstöðukona
Listasafns Islands, að stefnubreyting Þorvalds í listsköpun sinni hafi
kostað hann vinsældir sem hann hafði áunnið sér meðal íslenskra
^Sajnir 3006