Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Side 27

Sagnir - 01.06.2006, Side 27
. . cKKur jannstfaííejtJ>að semJoeimýannst Jfjótt... Guðmundssona. í grein Ingibergs Magnússonar, um sýningu Tryggva Olafssonar og Magnúsar Tómassonar í Galleri SUM sem birtist í Þjóðviljanum 24. maí 1972, var fjallað um tengsl þjóðfélagsins og myndlistarinnar. Rædd var ádeilan í verkum Tryggva og sagði Ingiberg meðal annars: „Tryggvi kemur víða við í ádeilu sinni. Innantómur „túrismi" vesturlandabúa í leit að lífsfullnægingu.. .„Útifundur“ sem óneitanlega ber ættarmót framboðsfunda stjómmálahöfðingja nútímans. I öllu þessu erum við íslendingar orðnir gjaldgengir þátttakendur.. ,“.25 I sömu grein ræðir Ingiberg Iist Magnúsar Tómassonar og segir meðal annars: „„Frá Seltjamamesi" og „Ur þjóðgarðinum“ em verk sem vel má ímynda sér að feli djúpa alvöru undir gamansömu yfirbragði. Við lifum tíma mengunar og náttúmspjalla. Þarf kannski ekki fyrst aó vinna spjöll á náttúmnni, áður en okkur kemur í hug að vemda hana og gæti endirinn ekki orðið sá að hinn óspillti afgangur yrði til sýnis í kassa úr málmi og gleri?‘ , 26 dfcjstreitan miffi S^fffjCCcj C.ý.fÁ/C. Þegar nýlistin knúði dyra í íslenskum myndlistarheimi má í vissum skilningi segja að sagan hafi endurtekið sig og sannað að nýjar hugmyndir eiga ávallt erfitt uppdráttar. Líkt og abstraktlistin áratugum fyrr mættu nýjar listhugmyndir mikilli andstöðu og þóttu úrkynjun fremur en þróun. Meö breytingum sem áttu sér stað í samfélaginu mátti einnig vænta breytinga í myndlistinni. Viðhorf þeirra kynslóða sem störfuðu á Islandi í upphafi átmnda áratugarins vom að mörgu leyti ólík kynslóðunum á undan. Þetta hlaut að skapa togstreitu á milli þeirra. Með nýjum hugmyndum, sem vom kjami í nýjum Iiststefnum á borð við Fluxus, varð efnislegur þáttur listaverksins þýðingarminni en áður. Um leið var áherslan lögð á hugmyndina sem og afstöðu listamannsins og áhorfandans til þess sem gert var.27 Ungir myndlistarmenn, einkum þeir sem störfuðu undir merkjum SUM, urðu ekki aðeins varir við andúð í sinn garð meðal siðprúðra íhaldssamra borgara og embættismanna heldur einnig þaðan sem síst skyldi, frá F.Í.M., stéttarfélagi íslenskra myndlistarmanna28 í lok sjöunda áratugarins höfðu ungir og gamlir myndlistarmenn deilt á síðum dagblaðanna sem talsmenn fylkinganna tveggja. Einkum voru það einkum greinar Valtýs Péturssonar í Morgunblaðinu og Kjartans Guðjónssonar, ritara F.Í.M., í Þjóðviljanum árið 1969 sem gáfu tóninn í ágreiningi sem varð á milli eldri og yngri listamanna.29 Ólafur Gíslason greinir frá ágreiningi þeim sem varð í lok sjöunda áratugarins í grein sinni „SÚM 1965-1972. Eftirmáli“. Þar má sjá að gagnrýni úr röðum F.Í.M. var einkum á þá lund að gagnrýnendur viku sér undan því að skilgreina eða skilja inntak þeirrar myndlistar sem sýnd var á vegum SÚM. Rýnt var í atriði sem ekki skiptu máli í list SÚM og litið fram hjá raunverulegum boðskap verkanna. í ýmsum greinum í dagblöðum ársins 1972 má sjá að enn var togstreita milli yngri og eldri myndlistarmanna. Óvild F.Í.M. í garð yngri listamanna var meðal annars til komin vegna þess að list SÚM var tengd þjóðfélagi þess tíma sem verkin urðu til á en gekk ekki aðeins út á fegurðargildið. Þeim sem eldri voru þótti þeir sem yngri voru ekki virða handbragðið sem slíkt. Það sem ekki gæti talist fallegt gæti ekki heldur talist list. Einnig má geta sér þess til að eldri listamenn hafi fyrst í stað ekki verið tilbúnir að gleypa við nýjum straumum og verkum yngri listamanna í ljósi þess að sjálfir hafi þeir þurft að sanna sig og verk sin fyrr á öldinni. Nokkrir af félögum í SÚM voru einnig félagar í F.Í.M. Meðal þeirra var Magnús Tómasson sem var boðið að ganga í F.Í.M. eftir að hann hafði unnið til verðlauna í Danmörku.30 Má þar sjá að nokkuð ríkjandi hefur verið að myndlistarmenn væru fyrst meðteknir ef þeir hefðu hlotið viðurkenningu af einhverju tagi. Magnús hefur sjálfur sagt svo frá að SÚM félagar hefðu gjaman viljað ganga í F.Í.M. þar sem þeir töldu að allir starfandi myndlistarmenn ættu heima í stéttarfélagi myndlistarmanna. Allir félagar SÚM sótm sameiginlega um aðgang að F.Í.M. og var umsóknin afgreidd á aðalfundi en henni hafnað. Önnur tilraun var þá gerð. í það skipti var send inn umsókn fyrir hvem og einn félaga. Allar umsóknimar vom felldar með örfáum undantekningum. Til að koma í veg fyrir frekari „fíflagang“ vora gerðar breytingar á lögum F.Í.M. Sett vora inntökuskilyrði í félagið sem erfitt var að uppfylla. Meðal annars var það sett sem skilyrði að sá sem sótti um aðgang að félaginu hefði sýnt með F.Í.M. að minnsta kosti þrjú verk í sjö skipti.31 Þetta varð til þess að listamenn innan SÚM reyndu ekki lfekar að komast í F.Í.M. og þeir fáu félagar í SÚM sem þegar vora í F.Í.M. sögðu sig úr félaginu. í Vísi og Þjóðviljanum árið 1972 er stefna F.Í.M. víða gagnrýnd. Dæmi um slíka gagnrýni er að finna í grein eftir Vilhjálm Bergsson, félaga í SÚM, sem birtist í Vísi. í greininni skrifar Vilhjálmur meðal annars: „Hér kann að virðast öllu fráleitara að nú á tímum, þegar íslenzk myndlist rís hægt, kemur neikvæðasta afstaðan gegn ffamvindunni úr hópi listamanna sjálffa. Frá eldri kynslóðinni sem hnígandi reynir að spilla því, sem unga kynslóðin byggir upp.“.32 Ingiberg Magnússon fordæmir í Þjóðviljanum einokunarstöðu F.Í.M. og gagnrýnir það hversu erfitt sé að komast inn í félagið. Hann segir stórum hópi myndlistarmanna á íslandi haldið utan heildarsamtaka listamanna, Bandalagi íslenskra listamanna, þar sem samkvæmt lögum þess hefur aðeins eitt félag myndlistarmanna aðildarrétt að bandalaginu.33 . ejfaust einftverjirynjjri fistamenn sem effffijocfa cffffur. . . Ahugavert er að skoða sambandið á milli nýlistarinnar og menningararfsins þegar komið er fram á áttunda áratuginn og nýjar stefnur famar að festa sig í sessi og árangur af starfi yngri listamanna fyrir framgangi myndlistarinnar famar að skila sér. Þótt nokkur styggð hafi enn verið á milli kynslóðanna árið 1972 unnu þær nokkuð saman og ungir listamenn áttu ágæt samskipti við marga af eldri listamönnunum. Hörður Agústsson, myndlistarmaður og félagi F.Í.M., gekk skrefi lengra en nokkur félaganna af hans kynslóð þegar hann sýndi í Galleri SÚM í apríl árið 1972. Það kann að hafa komið mörgum á óvart að um leið og Hörður opnaði sýninguna „Landsminni“ í Listasafni A.S.Í., með ljóðrænum abstraktverkum frá áranum 1957-1963 var opnuð sýning á verkum hans í Galleri SÚM. Sýninguna kallaði Hörður „Úr formsmiðju" og vora verkin á sýningunni ljósmyndir af rannsóknum Harðar á framformum sem hann stundaði á áranum 1961 til 1971.34 Það hafa margir sjálfsagt rekið upp stór augu þegar virtur listamaður af abstraktkynslóðinni, líkt og Hörður Ágústsson, tók upp á því að sýna með SÚM. Verkin sem sýnd vora áttu vel heima á sýningu hjá SÚM, þar sem Hörður var með formrannsóknum sínum að ganga skrefi lengra og út fyrirþá list sem einkenndi hið hefðbundna málverk. í þessu sambandi má geta þess að það var ekki stefna innan SÚM að sýna aðeins list eftir unga listamenn, heldur einnig myndlistarmenn af eldri kynslóðinni sem vora að vinna að listinni á nýjan og skapandi máta. í greinum sem birtust í dagblöðunum 1972 um sýningar Harðar má lesa að sýningin í Galleri SÚM vakti meiri hrifningu og athygli en sýningin á abstraktverkunum, sem þó þóttu góð sem slík. Það hefur því alls ekki þótt glapræði hjá Herði að sýna svo nýstárleg verk. Þetta sýnir ennfremur að pláss var fyrir nýjar leiðir í íslenskri myndlist og grandvöllur fyrir samvinnu á milli listamanna af ólíkum kynslóðum. Bragi Ásgeirsson segir meðal annars í Morgunblaðinu: „Sýningin er mjög lærdómsrík og þarft innlegg á vettvangi íslenzkrar myndmenntar.. ,“.35 Á þessum orðum Braga má sjá að hann kunni vel að meta nýjar leiðir ef handverkið var fallegt. Þau má einnig skilja sem svo að Bragi hafi verið aö hnýta í þá myndlistarmenn af yngri kynslóðinni sem fóra óhefðbundnari leiðir í listsköpun sinni. Lítið er til af heimildum þar sem fjallað er um skilgreiningar listamannanna sjálfra á list og hugmyndir þeirra um stöðu lista við upphaf áttunda áramgarins. Þetta á sérstaklega við um eldri myndlistarmenn. Þetta á sérstaklega við þegar eldri listamenn eiga í hlut. í viðtölum við Þorvald Skúlason sem birtust í Morgunblaðinu og Þjóðviijanum var lítillega komið inn á samskipti eldri listamanna við þá yngri þótt viðtölin hafi að miklu leyti snúist um þau tímamót á ferli Þorvalds þegar hann hvarf frá hefðbundinni hlutbundinni list og fór yfir í abstraktlistina.36 Þorvaldur segir að viðbrögðin við abstraklistinni hér á landi hafi verið mjög sterk og oftar en ekki heiftúðleg: „Það var ráðizt á okkur með stóram orðum í blöðum og á gönim úti og við voram stimplaðir sem örgustu aumingjar, já og jafnvel fylliraftar“.37 Áhugavert hefði verið að heyra skoðanir Þorvalds á stöðu myndlistar í upphafi áttunda áramgarins. í Morgunblaðinu var engin tilraun gerð til að fá listamanninn til að ræða ástand myndlistar í landinu og Þjóðviljinn fór varlega í sakimar en spurði Þorvald „hvaða listamenn hann blandi helst geði við....“? Þorvaldur svaraði því til að helst umgengist hann þá sem ávallt hafi staðið honum nálægt. í því sambandi nefndi hann Sacjnir gooé
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.