Sagnir - 01.06.2006, Page 28
. . cKKur jannstjaffeytJ>að semJoeimýannst Jjctt...
nokkra eldri myndlistarmenn, til dæmis Ásmund Sveinsson og Kristján
Davíðsson. Hann sagöist þó einnig vera í ágætu sambandi við yngri
myndlistarmenn, svo sem Sigurð Örlygsson, Magnús Kjartansson og
Einar Hákonarson. Hann var því næst spurður hvort þeir yngri leituðu
eftir félagsskap þeirra eldri og sagði Þorvaldur það hafa komið eðlilega
en bætti við: „Það eru eflaust einhverjir yngri listamenn sem ekki þola
okkur og þeir banka ekki upp á.. ,“.38
í bók sem gefin var út árið 1989 í tilefni yfirlitssýningar á verkum
félagsmanna SÚM 1965-1972 eru birt viðtöl við nokkra félaga i SÚM
þar sem togstreitan milli þeirra og eldri listamanna er rædd. Þar má
glögglega sjá að ekki var um persónulega óvild að ræða heldur þótti
ungum listamönnum það sorglegt að menn, sem nokkrum áratugum
áður höfðu barist fyrir viðurkenningu abstraktlistar, lifðu nú á fomri
frægð og vildu ekki setja sig í spor þeirra sem róttækastir þóttu. Þetta má
lesa í viðtölum við nokkra félaga í SÚM. Magnús Tómasson segir að ef
að F.I.M. félögum hafi þótt SÚM vera stefnt gegn sér þá hafi það verið á
misskilningi byggt.39 Segja má að Sigurður Guðmundsson komist einna
best að orði þegar hann var í lok níunda áratugarins spurður um útistöður
F.I.M. og SÚM: ,,[Sá] ágreiningur var á engan hátt pólítískur, heldur
snérist hann um mentalitet. FÍM-aramir vom vinstrimenn og pólítísk
viðhorf þeirra vom þau sömu og okkar.. .Munurinn var hins vegar sá, að
okkur fannst fallegt það sem þeim fannst ljótt. Og öfúgt.“.40
ÚJeift um máfejni tencjcf fistum
Það var ekki aðeins myndlistin sjálf sem olli nokkmm deilum á þeim
tímabili sem hér er litið til. Nokkur málefni sem tengdust myndlist vom
í umræðunni og má lesa um þau á síðum dagblaðanna árið 1972. Þannig
deildu yngri og eldri listamenn ekki aðeins um það hvað kalla mætti list
heldur sýndist sitt hverjum þegar kom að því hvemig hlúð var að listum
og listamönnum í landinu. Snörp skoðanaskipti urðu til að mynda um
úthlutun listamannalauna í febrúar 1972 en alls fengu 120 listamenn
laun það árið.
Afþeim 120 sem nutu listamannalauna árið 1972 vora 57 rithöfundar,
37 myndlistarmenn, 12 tónskáld og 14 listamenn sem lögðu stund á
aðrar listgreinar.41
Athyglisvert er að skoða aldurs- og kynjaskiptingu þeirra listamanna
sem launin hlutu. Af þessum 120 listamönnum vom aðeins 17 konur.
Meðalaldur þeirra sem hlutu launin var fremur hár. 27 launþegar vom
yfir sjötugu, 26 milli sextugs og sjötugs, 28 vom milli fimmtugs og
sextugs, 27 á milli fertugs og fimmtugs, aðeins tíu vom á aldrinum þrjátíu
til fjömtíu ára og tveir listamenn undir þrítugu hlutu listamannalaun. Af
þessu má álykta að listamenn af yngri kynslóðinni hafi ekki átt greiða
leið inn í kerfið sem stuðlaði að því að viðhalda fremur íhaldssömu
menningarmati. Markmiðið með úthlutuninni var ekki að því að
styrkja ungt listafólk í landinu þar sem aðeins féllu um 630 þúsund af
heildampphæðinni (7.330.000 krónum) til þeirra 12 listamanna sem
vom undir fertugu 42
Þrír af þeim listamönnum sem fengu úthlutað launum afsöluðu
sér þeim en þeir vora allir af yngri kynslóðinni. Þeir vom Atli Heimir
Sveinsson, Jón Gunnar Árnason og Jón Ásgeirsson.43 Þetta vom
mótmæli við þann hátt sem hafður var á úthlutuninni. I yfirlýsingu Atla
Heimis í Þjóðviljanum segir meðal annars: „Eg er algjörlega andvígur
listamannalaunum í núverandi mynd og álít starfsstyrki raunhæfari
aðstoð við skapandi listamenn.".44 Haft var eftir Jóni Gunnari á
sama stað: ,,[N]úgildandi kerfi og framkvæmd er svo heimskuleg, að
ómögulegt er að líta á það sem alvarlega tilraun ríkisvaldsins til að efla
íslenzkt listalíf með almannafé. Þrátt fyrir mikla óánægju bæði meðal
listamanna og almennings hefur gamla fyrirkomulagið haldist.".45
Myndlistarmönnum af eldri kynslóðinni hefur sjálfsagt ekki þótt
ástæða til að tjá sig um málið en mikill kraftur var í yngri listamönnum
sem bentu sífellt á það sem að þeirra mati mátti betur fara í styrkveitingum
til listamanna í landinu. Mikil óánægja var á meðal þeirra með það
hversu miklu pólitísk sjónarmið réðu í þessum efnum. Þeir töldu að
embættismennimir sem sátu í úthlutunamefnd hefðu hvorki áhuga né
vilja til að fylgjast með því sem var að gerast á sviði lista.
í ffamhaldi af umræðunni um listamannalaunin má sjá nokkrar
vangaveltur um listsköpun almennt og um það hvað list er. I Þjóðviljanum
5. mars birtist grein eftir Elísabetu Gunnarsdóttur (ritara SÚM) þar sem
hún gerir grein fyrir tillögum um nýskipan á úthlutun listamannalauna.
„íslandslag” eftir Svavar Guðnason frá 1944. Myndin
var ein af þeim myndum sem sýnd var á tvíæringnum í
Feneyjum árið 1972.
Kjaminn í grein Elísabetar er sá að hún, sem málsvari yngri listamanna,
vildi að úthlutun yrði færð úr höndum pólitískrar nefndar og listamenn
fengju meiri áhrif. Úthlutunamefnd yrði veitt meira aðhald og bæri
skylda til að rökstyðja val sitt, sem þeir þurftu ekki að gera samkvæmt
gildandi reglum. Auk þess ætti ríkið að standa að kynningu á verkum
þeirra listamanna sem hljóti laun um land allt, þannig að almenningur
sæi þessi laun skila sér í einhverju formi. Elísabet gagnrýndi jafnframt
að það viðgengist að launa lítt áberandi listamönnum en sniðganga unga
og athafhasama listamenn. Nefndin hefði ekki sýnt viðleitni í þá átt að
styrkja þá sem vom að koma fram á sjónarsviðið.46 Þann 10. mars 1972
birtist grein eftir Grétu Sigfúsdóttur rithöfúnd í Morgunblaðinu. Gréta
sendi Elísabetu og ungum listamönnum tóninn í grein sinni og hryllti við
því að verk ungra listamanna væm almenningi til sýnis. Þar ræddi hún
sérstaklega um SÚM: „Flestir þessara ungu listamanna stæla erlendar
niðurrifsstefnur...ættu menn að vera jafn vel á verði gagnvart mengun
andans og mengun umhverfisins, því að hvort tveggja er af sömu rótum
runnið, þ.e.a.s. hrömun vestrænnar menningar" 47
Nokkur lesendabréf birtust einnig í kjölfar umræðunnar um úthlutun
listamannalauna i fjölmiðlum. I Þjóðviljanum birtist bréf, skrifað af
Gunnari M. Magnús rithöfundi, sem hafði nokkra þekkingu á málinu.
Hann fjallaði um fyrirkomulagið almennt í ljósi sögunnar en tók ekki
afstöðu með eða á móti úthlutunamefndinni eða listamönnunum.48 í
Morgunblaðinu birtist aftur á móti bréf í Velvakanda frá lesanda að
nafni Unnur Benediktsdóttir í Auðsholtshjáleigu. Spumingin sem Unnur
velti einkum fyrir sér var: Hver er listamaður? I greininni var höfúndur
rasandi yfir þeirri heimtufrekju sem listamenn sem höfðu komið fram
í þætti Ólafs Ragnars hefðu sýnt og þótti nær að styrkja listamennina
alls ekki. Unnur skildi ekki „hvers vegna [var] verið að troða peningum
upp á svona fólk?“ (Þ.e. listamenn - aths. höf.) í framhaldi setti Unnur
fram spuminguna um hvað væri list og hverjir listamenn. í lokin á
lesendabréfi sínu benti hún á að réttara væri að aðeins fáum útvöldum
listamönnum eldri en 67 ára yrðu greidd listamannalaun „til að þeir geti
lifað mannsæmandi lífi“.49
Umfjöllunin um úthlutun launanna í dagblöðunum sýna vel hversu
ólíkar skoðanir menn höfóu á úthlutun þeirra. Morgunblaðið var
nokkuð íhaldssamt í umræðu sinni og greinahöfúndar flestir rithöfundar
af eldri kynslóðinni. I Vísi og Þjóðviljanum var aftur á móti meirihluti
þeirra sem fjallaði um málið myndlistarmenn af yngri kynslóðinni. Vera
má að þeir hefðu aldrei fengið greinar sínar birtar í Morgunblaðinu af
pólitískum ástæðum.
JL.istasafn jsfancfs <
ifistin
oy nyJ
Innkaupastefna Listasafns Islands var annað mál á vegum ríkisins
sem fékk harða gagnrýni. Enn vom það einkum yngri listamenn sem
26 'Jlajnir 2006