Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Síða 48

Sagnir - 01.06.2006, Síða 48
<=Paináttuýefag ffsfandó oj rf^úSu oy vinnuýerðir ffsfencTinja tif rf-úfu söng fyrir bömin. María söng kúbönsk lög ásamt því að sýna rúmbu.21 Til íslands hafa einnig komið hljómsveitir af ýmsu tagi. Ein þeirra er Los Novels en sú sveit sótti íslendinga heim í lok febrúar árið 1990 ásamt söngkonunni Leonor Zayas. Þau héldu allnokkra tónleika auk þess að spila á árshátíð Vináttufélagsins. Los Novels var sveit sem ferðaðist um heiminn í þeim tilgangi að kynna kúbanska tónlist og var Islandsheimsóknin liður í heimsreisu þeirra. Ekki verður því haldið fram hér að koma Los Novels hafi haft mikil áhrif á íslenskt menningarlíf en telja má að einhverjir hafi víkkað sjóndeildarhring sinn með því að mæta á tónleika sveitarinnar. Þeir kúbönsku tónlistarmenn sem höfðu sennilega mest áhrif hér á landi em meðlimir sveitarinnar Sierra Maestra sem kom hingað til lands við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar á vegum VIK. Tónleikar þeirra fengu góða aðsókn og vöktu töluverða athygli. í kjölfarið fór einn ástsælasti tónlistamaður íslands, Bubbi Morthens, til Kúbu og tók upp plötuna Von með sveitinni en á henni kvað við nýjan tón í tónlist Bubba enda suðræn áhrif greinileg. Naut platan töluverðra vinsælda hér á landi. I kjölfarið kom Sierra Maestra aftur til Islands og hélt tónleika með Bubba. Af þessu má sjá að kúbönsk áhrif í íslensku tónlistarlífi em því til staðar þótt ekki séu þau ýkja mikil, í það minnsta hafa Islendingar reglulega haft tækifæri til þess að hlýða á suðræna tónlist í flutningi kúbanskra listamanna. Af öðmm listviðburðum er nauðsyn að nefna komu kúbanska stórskáldsins Norberto Codina Boeras sem kom hingað til lands fyrir tilstuðlan VIK í marsmánuði 1998. Codina er almennt talinn eitt merkasta ljóðskáld Kúbu á 20. öld en einnig var hann til margra ára ritstjóri La Gaceta, blaðs sem samtök listamanna á Kúbu (UNEAC) gefa út.24 Codina hélt hér fund þar sem hann kynnti kúbanskt menningarlíf auk þess sem hann las úr ljóðum sínum á kaffihúsinu Súfistanum þar sem húsfyllir var. Flestir voru áheyrendur þar frá spænskumælandi löndum þótt einstaka íslendingur hafi slæðst með.25 Þótt fyrmefndir listamenn hafi komið hingað til lands í samstarfi við Vináttufélag Islands og Kúbu þá hafa einnig komið hingað listamenn fyrir tilstuðlan annarra aðila svo sem skáldið Pablo Armando Femández sem kom í boði heimspekideildar Háskóla Islands árið 1988 og hélt fyrirlestur um hlutverk bókmennta í kúbönsku samfélagi.26 Þótt Femández hafi ekki komið á vegum VIK nýtti félagið sér engu að síður komu hans og fékk hann til að halda fund þar sem hann kynnti kúbanskt menningarlíf og það sem helst var að frétta úr þjóðlífinu.27 Einnig er vert að nefna hljómsveitina Buena Vista Social Club sem hingað kom á vegum Listahátíðar í Reykjavík árið 2001. Sú sveit hélt tvenna tónleika í Laugardalshöll og var uppselt á þá báða.28 Auk þessarar flóm listamanna, sem sótt hafa ísland heim, hefúr einnig komið fjöldinn allur af fyrirlesuram á vegum VÍK, flestir í tengslum við ICAP.29 Þessir fyrirlesarar hafa verið af ýmsu tagi en þeir eiga vitaskuld allir sammerkt að þeir hafa komið hingað til að kynna Kúbu, kúbanska menningu og sumir hverjir einnig til að greina frá stjómmálaástandinu heima fyrir. Sem áður segir hafa hingað komið allmargir fulltrúar frá Vináttustofnun þjóðanna í Havana. Þessar heimsóknir hafa verið á nokkurra ára fresti og oft hafa komið tveir fulltrúar frá ICAP í einu. Hafa þessir gestir haldið fundi með forsvarsmönnum Vináttufélagsins auk þess að halda framsögur á opnum fundum um ástandið á Kúbu hverju sinni.30 VÍK hefur einnig fengið hingað til lands ýmsa kúbanska einstaklinga sem hafa haldið fyrirlestra og umræðufundi um málefni eyjarinnar. I þessum erindagjörðum hafa m.a. komið Delfin Ziques, blaðamaður á Granma, en það er helsta dagblað Kúbu og málgagn stjómvalda. Ziques kom hingað til lands árið 1988 og fjallaði um kúbanskt mannlíf og fjölmiöla.31 Árið 1995 kom hingað til lands fulltrúi frá Bandalagi ungra kommúnista á Kúbu, Jonathan Quirós Santos. Santos fjallaði um þjóðmál á Kúbu auk þess að segja frá starfi Kommúnistaflokks Kúbu. í fréttabréfi VÍK segir um heimsóknina: „Með heimboðinu hefur Vík tekið áskoran um að gefa ungu fólki og öðram sem hafa áhuga, tækifæri til að skiptast á skoðunum við slíkan gest og heyra hvað hann hefur frá að segja um land sitt, samfélagsþætti og stjómmál. Þegar slíka gesti bar að garði var það venja hjá VÍK að halda tvo fundi með þeim. Var annar ætlaður fyrir félagsmenn en hinn var opinn almenningi. Opnu fundimir vora auglýstir í blöðum og var oft ágætis mæting, jafnt af félagsmönnum úr vináttufélaginu sem og almenningi en í síðarnefnda hópnum var oft töluvert af ungu fólki. Cp°inn uýeröir tif j^jXfiu ; 33 Á miðvikudaginn héldu fimm ungmenni til Kúbu á vegum vináttufélags íslands og Kúbu og sams konar félaga á hinum norðurlöndunum. Fóru þau héðan til Svíþjóðar þar sem þau slást í hóp norrænna sjálfboðaliða, og telur hópurinn tæplega tvö hundrað manns. Á Kúbu mun hópurinn dveljast fram til 1. ágúst. Fyrstu tvær vikumar verður unnið að ýmsum störfum, svo sem byggingarvinnu. Eftir það ferðast hópurinn um landið og kynnir sér framkvæmd sósíalismans. Þetta er fyrsti hópurinn sem fer í slíka ferð héðan frá íslandi.34 Þannig sagði Þjóðviljinn frá för fýrstu íslensku brigadistanna í júnímánuði árið 1973. Þótt einungis fimm ungmenni hafi farið í þessa fyrstu för var þetta bara byrjunin. Nú rúmum þremur áratugum síðar hafa hundrað íslendinga farið í slíkar ferðir.35 Kúba er gott dæmi um land sem hefúr aðeins nýlega opnast fyrir venjulegum ferðamönnum og á dögum kalda stríðsins vora vinnuferðir eiginlega eina leiðin til að komast inn í landið.36 Lengi vel vora brigadistamir nær eina fólkið sem fór frá íslandi til Kúbu. Eftir að Sovétríkin féllu hófu Kúbanar hins vegar að opna landið fyrir ferðamönnum og hafa fjölmargir Islendingar nýtt sér það og farið í sumarfrí á Kúbu.37 Vinnuhópurinn Brigada Nordica. Árið 1970 hófúst Kúbverjar handa við að bjóða upp á vinnuferðir fyrir almenning frá öðram löndum. Sama ár fór fyrsti vinnuhópurinn frá Norðurlöndunum undir heitinu Brigada Nordica. I hópnum var fólk frá öllum Norðurlöndunum nema Islandi. I framhaldinu varð Brigada Nordica árviss viðburður.38 Ferð íslendingana fimm árið 1973 var því partur af fjórðu vinnuferð Norðurlandabúa til Kúbu. Eftir þessa fyrstu ferð hefur það verið nær árvisst að hópur ungra, íslenskra Kúbuvina leggur land undir fót og heldur til Kúbu í föraneyti tvö- til þrjúhundrað skoðanabræðra sinna af Norðurlöndunum. í þessum ferðum hafa Svíar og Danir oftast verið fjölmennastir. Hópamir frá Finnlandi og Noregi hafa verið öllu smærri en íslensku hópamir þó ávallt minnstir. Stærð íslensku hópanna hefúr þó verið æði misjöfn. Stærstir urðu þeir upp úr 1980 þegar héðan fóra allt að 22 manna hópar í einni ferð. Iðulega vora hópamir þó fámennari eða um sjö til fimmtán manns. Vinsældir vinnuferðanna héldust að mestu út níunda áratuginn en þá fór aðsókn i þær minnkandi.39 Eftir það urðu hópamir sífellt fámennari og hafa á liðnum áram einungis farið tveir til þrír hvert ár og sum árin hefúr enginn hópur farið frá íslandi.40 Það má ætla út frá þessum tölum að fjöldi íslenskra brigadista sé ekki undir 200 manns og sennilega er hann aðeins yfir þeirri tölu. Brigadistamir vora almennt ungt fólk þótt dæmi hafi verið um að fólk á sjötugsaldri hafi farið með í slíkar ferðir. Flestir voru milli tvítugs og þrítugs. í hópi brigadista var hátt hlutfall námsmanna og langskólagenginnaeinstaklingaenjafnframtvartöluvertumiðnaðarmenn og verkamenn.41 íslensku þátttakendumir virðast ekki hafa verið ólíkir hinum Norðurlandaþjóðunum hvað það varðar. Islendingamir komu íf.6 ^ajnir 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.