Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 49

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 49
V°in átt uj^éfacj ijsfancfs oy A\jl5u oy vinnujvrðir jsfencfinja tifTK^Ú/ju víða að af landinu, jafnt úr dreifbýli sem þéttbýli.4" Um stjómmálaskoðanir ferðalanganna er erfitt að segja um með fúllri vissu en gera má ráð fyrir að mikil vinstri slagsíða hafi verið á þessum hópi. Af lestri dagblaða má sjá að þeir sem hafa tjáð sig um ferðir sínar skrifa flestir í Þjóðviljann sem vitanlega rennir stoðum undir að þeir hafi verið sósíalískir í hugsun. Slíkt kemur vitaskuld ekki á óvart ef haft er í huga eðli byltingarinnar á Kúbu. Byltingin var sósíalísk og því ekkert óeðlilegt að sósíalistar hafi verið meginþorri þeirra sem fóm í vinnuferðir til Kúbu. En þótt brigadistar geti flestir flokkast sem vinstrisinnaðir í skoðunum verður að taka með í reikninginn að vinstrimenn vom fjölbreyttur hópur manna og í þeim hópi var oft hver höndin upp á móti annarri. Það vom því alls ekki allir sósíalistar stuðningsmenn Fidels Castros og stjómarhátta hans.43 Samtök maóista hér á landi, Einingarsamtök kommúnista (Marx-Lenínista) og Kommúnistasamtökin Marxistamir Lenínistamir (KSML) vom byltingunni andvíg. Þessi samtök litu til Kína varðandi túlkun á Marx-Lenínismanum og litu á allar þjóðir aðrar en Kína og fylgiríki þeirra sem óvini kommúnismans 44 Sósíalistar sem tengdust Fylkingunni vom hins vegar upp til hópa miklir stuðningsmenn Fidels Castros og stjómarhátta hans.45 Það má ljóst vera að sósíalískar hugmyndir og draumurinn um að styðja byltingu alþýðunnar á Kúbu hefúr rekið margan ferðalanginn af stað.46 í hópi brigadista var þó einnig fólk sem vildi aðallega komast á suðrænar slóðir og kynnast framandi menningarheimi, fólk sem var ekki endilega að hugsa um göfug sósíalísk markmið byitingarinnar þótt það hefði vinstrisinnaðar stjómmálaskoðanir. 47 Þessar norrænu ferðir hafa vitanlega kallað á samstarf vináttufélaganna á Norðurlöndum og hafa hinir íslensku Kúbuvinir ekki látið sitt eftir liggja í því samstarfi. Samstarfsfúndir hafa verið haldnir reglulega í gegnum tíðina og hefúr VÍK iðulega átt fúlltrúa á þeim og með þeim hætti átt aðild að stefhumörkun félaganna.48 Sem fýrr segir fóm íslensku hópamir ævinlega í slagtogi með vinnuhópum frá Norðurlöndunum. Ferðimar hafa því oftast verið skipulagðar á þann hátt að hópamir safnast saman í Kaupmannahöfn, Osló eða Stokkhólmi og þaðan farið með einni vél til Kúbu.49 Ekki var þó alltaf um beint flug að ræða því stundum var millilent í evrópskum stórborgum á leiðinni, t d. Berlín eða Madríd.50 Áður en hópamir lögðu af stað var haldið undirbúningsnámskeið hér á landi þar sem hópamir vom fræddir lítillega um kúbönsk málefni.51 Albert H.N. Valdimarsson, framhaldsskólakennari, lýsir slíku námskeiði i ferðasögu sinni en hann fór til Kúbu árið 1982: Vináttufélag íslands og Kúbu (VÍK) hélt námskeið fyrir tilvonandi Kúbufara. Það hófst s.hl. aprílmánaðar. Við lásum fjölritað upplýsingarit um Kúbu, og þeir sem áður höfðu gerst Kúbufarar sögðu frá reynslu sinni. Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður VÍK, stjómaði námskeiðinu, og var hún einnig okkar aðalfræðari.52 Þegar til Kúbu var komið unnu hópamir að jafnaði í þrjár vikur. Þar sem vegabréfsáritunin gilti í mánuð var restin af tímanum notuð til 3ð ferðast um eyjuna og skoða sig um.53 Meðan að hópamir vom að störfúm bjuggu þeir í sérstökum vinnubúðum, iðulega dágóðan spöl fyrir utan Havana. Dagur Þorleifsson blaðamaður lýsir aðbúnaðinum í einum slíkum. Þær nefndust Campameto Julio Antonio Mella og vora kenndar við stofnanda kúbanska kommúnistaflokksins. Búðimar vora staðsettar skammt vestur af Havana: Þama sváfúm við í fjóram miklum skálum, þar sem kojur vora í tveim hæðum. Auk þess heyra til búðunum eldhús og matsalur, fundarsalur, tómstundaskálar, íbúðarskálar kúbananna sem unnu með okkur og annast rekstur búðanna, pósthús, þvottahús o.fl.54 Ekki þótti aðbúnaðurinn í svefnskálunum sérlega góður, þar var heldur Þröngt og héldu menn sig því að mestu utandyra meðan vakað var. Að öðru leyti var aðbúnaður ágætur. Undir beram himni gátu menn vaggað sér í hengirúmum og nóg framboð var af köldum drykkjum, jafnt öli sem ávaxtasöfúm, fyrir vinnulúna menn sem vora að stikna í kúbönskum sumarhitanum. í mat vora menn vel haldnir, matarræði var fjölbreytt og skammtar vora ríkulega útilátnir. Jafnframt var hreinlætisaðstaða í búðunum góð þótt mörgum þætti vatnið í sturtunum fremur kalt.55 Störf Kúbufaranna vora af ýmsum toga og blandað var saman afþreyingu og vinnu. Albert H. N. Valdimarsson segir svo frá: Við unnum í þrjár vikur við landbúnaðarstörf og byggingar. í viku hverri vora fjórir heilir vinnudagar. Einn virkur dagur var tekin í heimsóknir til stofnana og fyrirtækja. Unnið var fyrir hádegi á laugardögum, en síðdegis á laugardögum vora haldnir vinnufundir að kúbönskum sið. Á sunnudögum vora skoðunar- og skemmtiferðir. Vinnuvikan hjá okkur samanstóð því af fjórum og hálfúm vinnudegi.56 Hefðbundinn kúbanskur vinnudagur er nokkuð frábragðin því sem tíðkast á Islandi. Dagurinn er tekinn snemma og löng hvíld er tekin yfir heitasta part dagsins. Jón Torfason, bóndi á Torfalæk og síðar starfsmaður á Þjóðskjalasafni íslands, lýsir hefðbundnum vinnudegi í ferðasögu sinni: Við voram vakin klukkan 6 með hressilegum hvatningarsöng og ekið á vinnustað í afgömlum rútum að afloknum einföldum morgunverði. Unnið var í tveimur lotum, frá 7-11.30 og frá 14- 17.30. Einu sinni í hvorri lotu vora smápásur og þá framreiddir ávaxtadrykkir úr margs konar aldinum og til meðlætis kex, samlokur og stundum gómsætar kökur. Það er hægt að hrósa Kúbönum fyrir margt annað meira en kökugerð því þeir braðla með sykurinn og gera þær alltof sætar.57 Fyrir brigadistana var vinnan vitanlega engin kvöð. Hjá þeim ríkti vinnugleði og þeir vildu standa sig sem best til að hjálpa byltingunni sem mest. Mikið kapp einkenndi því oft vinnuhópana og oft vora keppnir um mestu vinnuafköstin, þeir sem afköstuðu mest vora útnefndar vinnuhetjur. Einnig kepptu hópar sín á milli og keppni var oft hörð á milli landa.58 Slíkur keppnisandi hefúr án efa stuðlað að bættum afköstum og ekki síður að aukinni gleði í herbúðum brigadista. Mijial, engin predikun er á við lífið sjálft. Sem fyrr segir var ekki einungis unnið meðan dvalist var á Kúbu. Á kvöldin vora haldnir fyrirlestrar um ýmsa þætti í kúbönsku þjóðlífi. Þau kvöld sem ekki voru haldnir fyrirlestrar var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar sem blandað var saman kúbönskum skemmtiatriðum og atriðum sem brigadistamir stóðu sjálfir fyrir. Einnig var stundum haldið í stuttar kvöldheimsóknir til Havana.59 Eftir að vinnuvikunum þremur var lokið var venjan að ferðast um Kúbu, skoða áhugaverða staði og njóta lífsins í eina viku áður en haldið var afhtr heim á leið.60 Kúbanar virðast hafa lagt mikið á sig til að gera slíkar ferðir sem eftirminnilegastar og mikið var um veisluhöld og tónlist og söngur skipaði stóran sess í þessum ferðalögum.61 Kúbönsk yfirvöld lögðu mikla áherslu á að brigadistamir bæra dvöl sinni á Kúbu vel söguna heima fyrir. Var það liður í því að bæta ímynd ’jjac/nir zoo6 ífj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.