Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 54

Sagnir - 01.06.2006, Page 54
jHjicensffa ÓQcrjarastrióiö iisfensffum samtimafteimifcfum bann við niðurgreiðslu skulda sem sett hafði verið á 18 mánuðum áður og almenn óvissa í peningamálum lýðveldisins ástæðuna íyrir því að ekki væri að vænta borgunar frá Spáni í náinni framtíð.20 Athyglisverðast við skýrslu Helga úr þessari ferð eru lýsingar hans á loftárásum Franco-sinna á Barcelona á þeim tíma sem hann dvaldi í borginni. Lýsir hann miklum skorti á mat og eldsneyti og almennu vonleysi og depurð borgarbúa. Þá segir einnig í skýrslu hans: „Fyrsta daginn, sem ég var í Barcelona, voru gerðar fimm loftárásir á borgina, en alls voru gerðar um 30 árásir á hana þá 12 daga, sem ég var þar.... Mynduðu þær [sprengjumar] stóra gýga [sic] þar sem þær féllu, en ef þær hittu hús, skám þær í gegnum allar hæðir þess. Rúður í húsum í 250-500 metra fjædaígð brotnuðu og þutu glerbrotin út um alt með óskiljanlegum krafti og særðust menn aðallega af þeim. Til tilbreytingar er einnig skotið á bæinn af herskipum, sem liggja langt frá ströndinni. Féll eitt slíkt skot niður fyrir framan húsið sem ég bjó í áður og drap þar 5 manna og mölvaði allar rúður og meginið af hurðum í því húsi.“ Ekki er vitað hvort vanmat á aðstæðum í Barcelona eða hrein örvænting um að geta ekki selt íslenskar afúrðir til Spánar hafi ráðið því að Helgi var sendur á mitt átakasvæði. í öllu falli gáfúst yfirvöld upp á því að reyna að selja saltfisk til yfirráðasvæðis spænsku stjómarinnar og sném sér að stjóm Francos. hafa þar sendiherra án þess að slíkt væri gert. SÍF ítrekaði kröfur sínar á síðustu dögum stríðsins í mars 1939 þegar bréf barst ríkisstjóminni um að stjóm fyrirtækisins hefði: ,,[s]amþykkt í einu hljóði að... æskja þess að ákvörðun um viðurkenningu Franco-stjómarinnar verði hraðað svo sem kostur er á.“25 Ennfremur sendi Helgi Briem tvö skeyti til ríkisstjómarinnar í lok mars til að forvitnast um og jafnvel reka á eftir viðurkenningu.26 Ríkisstjórn íslands létþó ekki undan þessum þrýstingi. Var beðið með að gera viðurkenningu á Franco-stjóminni opinbera fyrr en stjóm spænska lýðveldisins hafði gefist upp 31. mars 1939, jafnvel þótt ákveðið hafi verið á ríkisstjómarfundi 3. mars að ekki yrði komist hjá því að viðurkenna Franco.27 Rataði málið af þessu tilefni á Alþingi, er Einar Olgeirsson mótmælti því í utandagskrárumræðu sama dag að Franco-stjórnin yrði viðurkennd, en án árangurs.28 Þrátt fyrir að viðurkenning fengist loks um vorið 1939 og þótt íslenskir sendifulltrúar fæm til Spánar náðust ekki viðunandi samningur við Spán í líkingu við það sem áður var. Skemmst er frá því að segja og er það alkunna, að sala til Spánar varð aldrei nema svipur hjá sjón miðað við það sem hún var á fyrri hluta 20. aldar. fDtvirœö ajistaöa fiœcjri ffaöanna Almenningur her heima fylgdist gaumgæfilega með atburðunum á Spáni ef marka má umfjöllun helstu dagblaðanna og aðrar prentaðar heimildir frá þessum tíma. Dagblööin birtu nær daglega fréttir frá Spáni og skiptust í fylkingar, svo sem við var að búast, í afstöðu sinni til atburðanna þar. JÍefji cjjríem sencfur áyjirráöasvceöi Pranciscvs í'rancc. Helgi hélt á yfirráðasvæði stjómar uppreisnarmanna á Norður-Spáni um vorið 1938. Leiðtogi uppreisnarmanna og síðar einræðisherra á Spáni var herforinginn Francisco Franco, studdur af Itölum og Þjóðverjum. Fmmkvæðið að ferð fiskifulltrúa Islands til Spánar kom að þessu sinni frá ríkisstjóminni. SÍF hafði ekki áhuga á að senda eigin fúlltrúa með Helga þótt slíkt stæði til boða þar sem Sölusambandið taldi ekki að það myndi skila miklum árangri.21 Almennt var Helgi ánægður með ástandið í þeim hluta landsins sem Franco hafði náð á sitt vald. Varð hinum tíðrætt um þann aga sem virtist ráða ríkjum í stjóm efnahags- og peningamála. Það reyndist einnig auðvelt að innheimta skuldir en allir spænskir skuldarar gengust við skuldum sínum en bám við að þeir gætu ekki greitt fyrr en eftir borgarastríð vegna gjaldeyrishafta.22 Það athyglisverðasta úr þessari ferð Helga var þó viðmótið sem mætti honum hjá spænskum stjómmálamönnum þegar kom að viðræðum um saltfisksölu og verslunarsamninga. Hitti hann af því tilefni ráðherra verslunarmála annars vegar og skrifstofustjóra Norðurlandadeildar utanríkisráðuneytisins hins vegar. Fékk hann þau svör frá þeim báðum að ekki kæmi til greina að íslendingar gætu fengið greitt í gjaldeyri fyrir saltfisk, ekki einu sinni eftir að stríðinu lyki. Enn fremur var Helga tjáð, með frekar hastarlegum hætti að hans sögn, að Islendingar gætu ekki boðið Spánverjum neinar vömr sem máli skiptu og að ekki væri til neins að tala um viðskipti fyrr en Island hefði viðurkennt stjóm Francos að fúllu.23 Var á Helga að skilja Spánverjunum væri fúll alvara og að ekki kæmi til neinna samskipta ef ekki fengist viðurkenning. Það má líka sjá í þessu samtali annan tón heldur en áður í viðskiptum við Spán. Þótt oft hafi samningaviðræður verið erfiðar er ólíklegt að svo skilyrðislausar kröfur hafi verið settar við íslenska sendimenn áður og kom skýrt fram að enginn gmndvöllur var fyrir málamiðlun. Saltfiskurinn var ekki talinn mikilvægur og þótti ekki tiltökumál að setja þá þumalskrúfú á íslendinga að gera viðskipti aó skiptimynt í utanríkispólitík. ffsfancf neitar aö viöurffenna stjérn f^rancos Þrátt fyrir að sigur uppreisnarmanna væri óumflýjanlegur gáfu þeir ekkert eftir í þessari stefúu sinni. Ekkert var rætt við íslendinga um viðskipti fyrr en íslensk stjómvöld höfðu viðurkennt stjóm Francos. Töluverður taugatitringur var í kringum viðurkenningu á Franco- stjórninni hér á landi. SÍF hvatti ríkisstjómina í janúar 1939 að senda fúlltrúa til yfirráðasvæðis Francos sem myndi hafa þar fast aðsetur.24 Var SIF með þessu bréfi i raun að fara fram á að hin nýja spænska stjóm yrði viðurkennd þar sem erfitt er að ímynda sér að hægt væri að Há il 1 nil j. manna fí 1 igr iði laði fylkti Francos 1 Segja má að Morgunblaðið hafi tekið nokkuð ákveðna afstöðu með Franco og uppreisnarmönnum strax frá upphafi og einkenndu áróðurskennd fréttaskrif blaðið í upphafi borgarastríðsins. Blaðið greindi mikið frá kirkjubrennum, ránum, drápum á munkum og prestum og almennri upplausn í stjómarhéruðunum en til undantekninga heyrði ef sagt var frá fjöldamorðum hjá uppreisnarmönnum. Þau vom þó tíð, sérstaklega á fyrstu mánuðum uppreisnarinnar þegar uppreisnarmenn vom fámennari og notuðu hryðjuverk og morð til að hræða fólk til hlýðni. Largo Caballero var nær aldrei nefndur nema hann væri kallaður Lenín Spánar og yfirleitt var talað um íbúa stjómarhéraðanna sem skríl eða múg. Moigunblaðið birti líka frásagnir erlendra fréttaritara sem vom staðsettir á eða höfðu heimsótt yfirráðasvæði stjómarinnar. Blaðið birti frásögn danska fréttaritarans Eriks Seidenfadens sem var á Spáni með fyrirsögnum eins og „Úrhrak þjóðarinnar notar sjer af þessu mikla Ragnarökkri"30 og „Hryðjuverkin í Madrid.“31 Ekki skal gert lítið úr því að ýmis grimmdarverk vom framin í borgarastríðinu eins og jafnan í stríði. Frásagnir Morgunblaðsins voru hins vegar afar einhliða í þessum efnum og sagði blaðið ekkert frá voðaverkum uppreisnarmanna sem vissulega vom framin. Ennfremur var það talið stjóminni á Spáni til tekna að hún reyndi að hafa hemil á morðum og ránum, að minnsta kosti á yfirborðinu. Morð á saklausum borgumm vom því yfirleitt verk glæpamanna sem stjómin réð ekki við. A sama tíma vom morð á föngum og óbreyttum borgumm opinber stefna hjá hermönnum uppreisnarmanna og beinlínis hvatt til þeirra.3' Fréttir af morðum uppreisnarmanna Francos í upphafi stríðsins bámst ótvítætt hingað til lands og birtust í öðmm miðlum en Morgunblaðið kaus greinilega að birta þær ekki. Af nógu er að taka ef tína á til dæmi um hvemig fféttaflutningur, fréttamyndir og fféttaskýringar Morgunblaðsins vom hliðhollar uppreisnarmönnum og ástæðulaust að telja upp fleiri dæmi hér. Raunvemleg afstaða Morgunblaðsins til atburðanna á Spáni sést þó best í leiðurum og öðmm dálkum þar sem fram koma skoðanir en borgarastríðið rataði í þó nokkur skipti í slíka dálka. í Dagbókarblöðum & ‘ffiajnir 2.006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.