Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Síða 56

Sagnir - 01.06.2006, Síða 56
eííjiœnjÁia df)oryarastnöi<5 i isfensffum samtímafieimifcTum í ræningjaflokki þeim, er heimsótti land vort á 17. öld, og sérstaklega voru það hálfviltir Márar frá Norður-Afríku sem fyltu hópinn. Afkomendur þessara Mára, sem rændu og rupluðu land vort, níddust á vamarlausu fólki, drápu eða seldu íbúana í þrældóm, hafa nú fengið þann virðulega sess, að vera ein aðalstoð Francos i spönsku borgarastyrjöldinni. Heildina sem berst með fazistum Franco, kallar hann „phalangists“. Ribbaldar „Sjálfstæðisflokksins“ hafa auðsjáanlega grint í orðabækur til að þýða þetta og fundið orðið breiðfylking. Þeir finna líka til skyldleikans við Franco.42 Það sem er þó athyglisverðast við skrif Alþýðublaðsins er hversu fljótt blaðið tók Franco og uppreisnarmenn í sátt sem nýja valdhafa á Spáni. Algjör viðsnúningur varð hjá blaðinu um áramótin 1939, um svipað leyti og ríkisstjómin sendi Helga Briem í seinni ferð sína til Spánar. Vom skilaboðin þau að úr því sem komið væri þyrftu menn að sætta sig við orðinn hlut og taka upp samskipti við Franco-stjómina. Hugsjónir voru ágætar en mikilvægara var þó að ná mörkuðum fyrir útflutningsvömr okkar og halda atvinnulífinu gangandi þótt það þýddi að taka þyrfti upp viðskipti við erkióvininn. Þessi umskipti em eftirtektarverð þar sem um vinstrisinnað málgagn Alþýðuflokksins er að ræða og málsvara verkalýðshreyfingarinnar. Alþýðuflokkurinn var ekki í ríkisstjóm þegar þessi umskipti urðu hjá blaðinu. Þess vegna er hvorki um að ræða viðleitni í að verja það að senda Helga Briem til Spánar, né verið að undirbúa lesendur fyrir hugsanlega viðurkenningu á stjóm Francos því Alþýðuflokkurinn bar enga ábyrgð á því. Þjóðviljinn var ekki eini fjölmiðillinn sem flutti rangar fréttir frá Spáni en þær vom ótvírætt algengastar í því blaði. Algengt var, og smndum daglegur viðburður, að Þjóðviljinn hefði fyrirsagnir þess efnis að stjómarherinn væri í stórsókn á öllum vígstöðvum þegar raunvemleikinn var allur annar. Varla leið vika án þess að fréttir bæmst af stórkostlegu lióhlaupi innan hers Francos eða uppreisn á meðal herforingja hans. Spænska borgarastríðið rataði oft í leiðara Þjóðviljans, oftar en í öllum hinum blöðunum. Gríðarlega mikið magn af þýddum greinum birtist líka í blaðinu frá erlendum rithöfundum sem og spænskum og sovéskum stjómmálamönnum. Ber þar helst að nefna bandaríska rithöfúndinn Upton Sinclair, rússneska rithöfúndinn Ilya Ehrenburg, norska skáldið Nordahl Grieg og hinn franska Romain Rolland. Einnig birtust greinar eftir Dolores Ibármri (þekktari sem La Pasionaria) sem var í miklum metum hjá spænskum kommúnistum, auk þess sem fjöldi greina um hana vom birtar í blaðinu. Einnig sendi Hallgrímur Hallgrímsson blaðinu greinar af ferðum sínum um spænsku víglínumar 1938 og Bjöm Franzson sagði frá rithöfúndaþingi sem hann sótti í Madrid á þessum tíma. Þjóðviljinn deildi hart á íslenska hægrimenn sem hann sakaði um fasisma og að ganga erinda uppreisnarmanna á Spáni. Likti blaðið gjaman spænskum fasistum og landráðamönnum við Thors- Claessen ættimar og Kvcldúlf.43 Þjóðviljinn gagnrýndi þó einnig aðra vinstrimenn, sérstaklega í kjölfar Barcelonauppreisnarinnar í maí 1937. Þjóðviljinn sakaði ritstjóm Alþýðublaðsins um trotskíisma við ýmis tækifæri.44 Fréttir Þjóðviljans og fréttaskýringar vom því þær minnst áreiðanlegustu og var blaðið oft líkara áróðursriti en fréttablaði þegar kom að spænsku borgarastyrjöldinni. Stöku þýddar greinar frá erlendum rithöfundum hafa þó töluvert gildi sem heimildir en af innlendum skrifum er lítið annað en áróður og rangfærslur til smðnings spænsku stjóminni. Undantekningar em þó skrif Hallgríms Hallgrímssonar sjálfboðaliða og Bjöms Franzsonar rithöfúndar sem em verðmætar heimildir um beina og óbeina þátttöku íslendinga í borgarastríðinu. oraarstriöíö iútaefnum fiéfíum Hér á landi vom gefnar út prjar bækur sem fjölluðu um spænska borgarastríðið; ein skáldsaga, eitt fræðirit og ein bók með endurminningum Hallgríms Hallgrímssonar sem barðist með alþjóðasveitum lýðveldisins. Skáldsagan Islenskur œvintýramaður í styrjöldinni á Spáni eftir Dag Austan kom út árið 1938 og ári síðar, skömmu eftir að stríðinu á Spáni lauk, kom út bókin Byltingin á Spáni og borgarastyrjöldin 1936-1939 Sovéskur T26 skriðdreki á Spáni. eftir Þórhall Þorgilsson. Fyrmefnda bókin er nokkurs konar ævintýra- og spennusaga en getur varla talist merkilegt rit. Síðamefndu bókinni er ætlað að vera fræðslubók um atburðina á Spáni en sýnir mikla samúð með málstað uppreisnarmanna.45 Það samtímaverk sem er ofar öðrum íslenskum verkum er tvímælalaust bók Hallgríms Hallgrímssonar Undir fána lýðveldisins sem kom út 1941. Hallgrímurvar fæddurá Slétm í Mjóafirði eystri þann 10. nóvember árið 1910. Hann lauk gagnfræðiprófi frá Möðmvallaskóla árið 1930 og fluttist til Reykjavíkur þar sem hann aðstoðaði við útgáfú Verkalýðsblaðsins og tók þátt í stofnun Kommúnistaflokks íslands. I ágúst 1931 fór Hallgrímur til Sovétríkjanna þar sem hann dvaldi við nám og störf, bæði í Moskvu og Leníngrad allt til ársloka 1932. Eftir heimkomuna vann Hallgrímur ýmis verkamannastörf. Hann bauð sig fram til Alþingis í Barðastrandasýslu fyrir Kommúnistaflokk íslands í kosningum 1934 og 1937 en náði aldrei kjöri. Hann varð landsþekktur fyrir að skera niður hakakrossfána á þýska flutningaskipinu Eider í Reykjavíkurhöfn 1933.46 Hallgrímur var virkurbæði í verklýðshreyfingu, við blaðaskrif auk þess sem hann var stofnfélagi í Svifflugsfélagi Islands. Hann skrifaði greinar fyrir Verklýðsblaðið, Þjóðviljann, Rauða fánann og Öreigann á Patreksfirði svo nokkur blöð séu nefnd. Hann ritstýrði um skeið tveimur síðastnefndu blöðunum. Eftir að hafa komið heim frá Spáni hélt Hallgrímur ýmsa fyrirlestra um reynslu sína og fór meðal annars í hringferð um landið til að breiða úr boðskap kommúnista. Hallgrímur var fangelsaður árið 1941 fyrir að reyna að hvetja enska hermenn til að ganga ekki í störf Dagsbrúnarmanna sem þá voru í verkfalli. Hann sat inni í 11 mánuði og lauk við bók sína á meðan hann var í haldi á Litla-Hrauni. Bókin var þó einungis samantekt á því sem Hallgrímur hafði skrifað áður fyrir Þjóðviljann og önnur tímarit á ámnum áður. Eftir að hafa lokið afplánun hélt hann áfram störfúm fyrir kommúnistaflokkinn en fórst með línuveiðaranum Sœborgu þann 14. nóvember 1942. Fyrsti bardaginn sem Hallgrímur tók þátt í var við Batea i Aragon en hann tók einnig þátt í sókn stjómarinnar yfir Ebrofljót í júlílok 1938 þar sem hann særðist lítillega á hendi. Taldi Hallgrímur bardagana við Ebro þá hörðustu sem hann tók þátt í. Aðeins 500 af þeim 3000 sem vom í hersveit hans áður en ormstan hófst vom enn á lífi þegar þátttöku þeirra lauk tveimur mánuðum síðar.47 Þrátt fyrir að hann hafi ekki lent í mörgum návígisbardögum, segir Hallgrímur iðulega frá hörðum sprengju- og stórskotaliðsárásum sem hafi í sífelldu valdið honum lífshættu. Hallgrímur gerir hvergi í bók sinni tilraun til að hefja sjálfan sig upp né gera sjálfan sig að hetju. Frásagnir af reynslu hans virðast vera einlægar og em lausar við allar ýkjur og stælingar. Stjómmálaskoðanir höfundar em ljósar en þær koma ekki fram í bókinni nema að litlu leyti og em sjaldan aðalatriðið. Miðað við önnur skrif sem tíðkuðust á þessum tíma, sérstaklega í dagblöðum, er bók Hallgríms jarðbundin og sparar öll stór orð. Lýsingar hans á kveðjuathöfn sem haldin var til heiðurs erlendum sjálfboðaliðum er áhrifamikil og vafalaust hápunkmrinn í bókinni. Er bók Hallgríms til marks um það hversu alvarlega vinstrimenn almennt tóku þessa styrjöld, enda var hann aðeins einn af mörgum sjálfboðaliðum alls staðar að sem tóku þátt í styrjöldinni. tflf ^Sajnir 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.