Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Síða 65

Sagnir - 01.06.2006, Síða 65
(abstraktmálverk). Hér á eftir verður leitast við að skoða hvað gerði þessa sýningu svo umdeilda og um leið athugað sjónannið beggja deiluaðila í þeim Qölda blaðagreina sem urðu til vegna sýningarinnar. Blaðaskrifin bentu til þess að listimar gengdu ákeðnu landkynningar-hlutverki og því skipti miklu máli hvaða listamenn fæm með það hlutverk og hvaða úrval verka væri sent út. Að lokum verður því velt upp hvort Rómarsýningin árið 1955 hafi brotiö blað í íslenskri listasögu, samanber umræðu Halldórs Bjöms Runólfssonar og Olafs Gíslasonar. emar&ymnyin Rómarsýningin virðist hafa komið svo miklu róti á hugi manna, að furðu gegnir. Menn verða vart viðmælandi, ef sýninguna ber á góma. Sum af dagblöðunum ólmast dag eftir dag eins og naut í fiagi.2 Forsagan að fjaðrafokinu sem Rómarsýningin olli var sú að ítalska ríkisstjómin bauð Norræna listbandalaginu að halda samnorræna listsýningu í Róm árið 1955 í apríl. Þetta var í fyrsta skipti sem Norðurlöndum var boðið að halda sameiginlega listsýningu á Italíu og þótti þetta því mikill heiður og jafhframt tækifæri til áhrifaríkrar landkynningar.3 Fulltrúi íslendinga í undirbúningi sýningarinnar var Félag íslenskra myndlistamanna eða FIM. Um leið og undirbúningur hófst sótti félagið um fjárveitingu til Alþingis til sýningahaldanna, þar sem um umfangsmikla sýningu var að ræða.4 Sú fjárveiting átti eftir að verða þeim torsótt. Fljótlega gaf félagið frá sér orðsendingu sem birtist í Alþýðublaðinu 5. okt. 1954: „1) Öllum íslenzkum listamönnum - félagsbundnum og ófélagsbundnum - mun verða gefinn kostur á að senda verk sín til dómnefndar í Reykjavík. 2) Eigi síðar en viku af febrúar má gera ráð fyrir að verkin þurfi að vera komin til dómnefndar. Hvert skila skuli listaverkunum og aðrar nánari ákvarðanir verður tilkynnt síðar. 3) Auk olíumálverka og höggmynda verður að líkindum tekið til sýningar bæði svartlist og vatnslitamyndir. 4) Sýningin verður til húsa í Palazzo Dell' Esposizion Via Nationala og opnuð fyrst í apríl og stendur til 20. maí. 5) Veggrými íslenzku deildarinnar á sýningunni er 144 lengdarmetrar."5 cQfátt striffeðayrútartýra ? hafi orðið til annað umhverfi í félagsmálum listamanna og taldi hann því eðlilegt aó bæði félögin hefðu aðild að Norræna listbandalaginu og bæði félögin ættu að sjá um undirbúning Rómarsýningarinnar. Hann taldi sýninguna vera opinbera og ætti að sýna þróun íslenskrar myndlistar síðustu 50 árin. Vegna þessa þá taldi hann undirbúningsnefnd sýningarinnar ekki heppilega í höndum „nokkurra einstaklinga“, eins félags eða FIM: „...slíkar andlegar sendinefndir, sem svona sýning hlýtur að vera, fara til annarra landa. Þær eru og eiga að vera fulltrúar þjóðarinnar, en ekki einstaklinga".7 Boð um samstarf við undirbúning sýningarinnarsegirAsgrímurhafaekkifengiðfyrrennokkrummánuðum eftir að boðið barst til Islands frá Norræna listbandalaginu. Þá barst Nýja myndlistafélaginu í hendur bréf þar sem stjóm FIM spyr hvort félagið NMF myndi samþykkja að FÍM myndi tilnefna Jón Þorleifsson í sýninganefnd. Jón og félagsmenn í Nýja myndlistafélaginu samþykktu það ekki en samþykktu nefhd sem væri skipuð tveimur frá hvoru félagi. Þar sem FIM samanstæði að mestu leyti af ungum myndlistamönnum og flestir af hinum eldri væm í nýstofnuðu félagi. Nefndin yrði á þann hátt úr báðum félögunum til þess að gæta jafnræðis á milli eldri og yngri myndlistamanna. Asgrímur hafði töluverðar áhyggjur af því að sýningamefndin væri einungis skipuð abstraktmálumm og taldi það ekki vænlegt til árangurs og beinlínis ávísun á einhæft val verka á sýninguna: ,,[E]n ég get ekki fallist á að þegar velja á myndir á yfirlitssýningu síðustu fimmtíu ára, þá séu það „abstraktmálarar", sem eigi að hafa val myndanna með höndum." ... Þó held ég að það væri betra [að senda enga sýningu] en að senda sýningu, sem ekki gæfi rétta mynd af myndlist okkar og menningu yfirleitt.“8 Opið bréf Asgríms þann 12. janúar 1955 leiddi í kjölfarið til blaðagreina, ritdeilna og umræðna í þjóðfélaginu um hlutverk lista og jafnvel um heiður Islands. Það sem m.a. hellti olíu á eldinn og kom umræðunni í þann farveg sem úr varð var þegar Ásgrímur lýsti því yfir að stjómvöld væm komin í málið: „Hið háa Alþingi virðist hafa skilið þýðingu þessa góða boðs, og einnig gert sér með svipuðum hætti og við, grein fyrir þeirri hættu sem gæti verið samfara of einhæfu myndavali, eða á annan hátt misheppnuðu.“9 Þetta vom stór orð og dramatísk. Innbyrðis togstreita á milli myndlistamanna í landinu varð opinber sem þýddi að allir þeir sem fylgdust með blöðunum gátu lagt umræðunni lið. Þetta varð til þess að fylkingar mynduðust í kringum félögin og birtist m.a. í því að á Alþingi var búið að ákveða að styrkja FÍM rausnarlega til þess að vanda vel til Rómarsýningarinnar en svo varð kúvending og styrkurinn varð allt í einu bundinn skilyrðum. Það má rekja beint til þeirrar óánægju sem ríkti innan Nýja myndlistafélagsins og nýstofnaðs Félags óháðra listamanna.10 Á Alþingi kom ffam: í ársbyrjun 1955 kom togstreitan um sýninguna fram opinberlega, á vettvangi blaðanna. Ásgrímur Jónsson málari gaf tóninn í deilunni með opnu bréfi 12. janúar 1955 í Vísi og svarar bréfi sem hann hafði fengið skömmu áður frá FÍM. Bréfið frá FIM var dagsett 7. jan. 1955 og var síðan gert opinbert í Morgunblaðinu 13. jan. 1955. Svavar Guðnason formaður Félags íslenskra myndlistamanna skrifar bréfið fyrir hönd félagsins. í bréfinu býður stjóm FÍM Ásgrími að sýna á sýningunni fimm verk að eigin vali og tilkynnir honum jafnframt að Jón Stefánsson, Kjarval og Ásmundi Sveinssyni hafi verið boðið það sama: „Kæri Ásgrímur Jónsson. Fyrir hönd Félags íslenzkra myndlistamanna og íslandsdeildar Norræna listbandalagsins höfúm við þá ánægju að bjóða yður að taka þátt í fyrirhugaðri samnorrænni listsýningu í Róm á vori komandi með fimm verk (vegglengd um það bil níu metrar) eftir eigin vali. Auk yðar verðurþessum listamönnum sérstaklega boðið: Jóni Stefánssyni, Jóhannesi S. Kjarval, Ásmundi Sveinssyni. Væntum vér fastlega þátttöku yðar og biðjum yður að svara okkur hið allra fyrsta, þar eð ffamkvæmdir við undirbúning sýningarinnar eru að hefjast. Með vinsemd og virðingu. F. h. Félags ísl. myndlistamanna Svavar Guðnaon11.6 I bréfi Ásgríms kemur fram óánægja með undirbúning Rómarsýningarinnar og taldi hann nauðsynlegt að gera málið opinbert. Með bréfinu tilkynnir hann þjóðinni að klofningur hafi orðið í FÍM. Nokkrir af eldri listamönnum þjóðarinnar hafi gengið út úr félaginu °g sumir af þeim stofnað nýtt félag, Nýja myndlistarfélagið. Með því En þá kem ég að lið, sem fjvn. tók aftur við 2. umr., en það er styrkur vegna þátttöku íslenzkra myndlistarmanna í samnorrænni listsýningu í Rómaborg. Ástæðan til þess, að nefndin tók þessa tillögu sína aftur við 2. umræðu, var sú, að þá var lagt til, að styrkurinn yrði veittur einu ákveðnu félagi, Félagi íslenzkra myndlistarmanna, en mótmæli gegn því höfðu borizt frá ýmsum öðrum myndlistarmönnum, og upplýst er, að 3 félög myndlistarmanna eru til, þannig að það virðast ekki allir vera á eitt sáttir. Þessi tvö félög hin, sem var ekki gert ráð fyrir að fjárveitingin næði til, hafa mjög eindregið mælt gegn þessari tilhögun, og hefur því nefndin talið eðlilegast að breyta tilllögunni á þann hátt, að í stað þess, að fjárveitingin verði veitt einu þessara, félaga, þá verði féð veitt til þáttöku íslenzkra myndlistarmanna almennt í þessari sýningu, en hins vegartil þess að frekar að tryggja það , að samkomulag geti eftir atvikum um þetta orðið, er talið nauðsynlegt, að undirbúningur og tilhögun í sýningunni verði háð samþykki menntamálaráðuneytisins, sem hafi þá eftirlit með því, hvemig þessu verði fyrir komið.11 Á Alþingi var samþykkt skilyrði fyrir fjárveitingunni að sýningamefnd yrði skipuð tveimur frá Félagi íslenskra myndlistamanna, tveimur frá Nýja myndlistafélaginu og einum frá Félagi óháðra listamanna og menntamálaráðherra samþykkti þá skipun.12 Annað listamannafélag hafði verið stofnað og var það hinn hlutinn sem gekk út með stofnendum NMF, það vom Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Gunnlaugur Blöndal. ’fbaynzr 2.006 <£3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.