Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 68

Sagnir - 01.06.2006, Page 68
oQÍátt strífie&agrútartýra 7 l?°efjenyni sýninjarinnar Sýningin for fram 1 Róm eins og ráðgert var í apríl 1955. Svavar Guðnason og Valtýr Pétursson sáu um uppsetningu hennar og var Valtýr titlaður umsjónamaður íslensku deildarinnar. „Afstaða klofningsfélaganna réði því að abstraktlistin varð mun meira áberandi í íslenska sýningarhlutanum en hjá hinum Norðurlöndunum, og það átti einmitt eftir að vekja sérstaka athygli á íslenska framlaginu."36 Framlag íslands fórúr landi án fjárhagslegs stuðnings stjómvalda en tókst vel upp ef marka má þá dóma sem framlagið fékk. Listfræðingar vom nefnilega yfirleitt ánægðir með framlag Islands og haft var eftir Göran Schildt meðal víðkunnustu listgagnrýnanda Svia og gagnrýnanda við Sænska Dagblaðið: Undranarefnið mesta er, að með sýningu þessari frá íslandi kemur í ljós að þessi smáþjóð er hin framsæknasta og sú sem hefur flestum gáfumönnum á aó skipa.... þátttaka þeirra er annað og meira en vottur um samnorrænan anda. ... Tvímælalaust er íslenzka deildin fremri hinni sænsku og finnsku, þó enginn listamannanna sé þar sérlega áberandi, en tök þeirra á iistinni er yfirleitt hressileg og viðfeldin. Ef til vill er skýringin sú, að íslendingum er ekki ofþyngt af erfðum í myndlist sinni.37 Eins og sjá má þá vakti framlag íslands athygli erlendra listdómara fyrir ferska listsýn en hafði fengið umdeilda og óvægna gagnrýni hér heima. tyrffurínn encTurfieimtur Að Tokum var samþykkt á Alþingi að veita FÍM styrkinn sem þeim hafði verið lofað í fyrstu án skilyrða. Lúðvík Jósefsson flutti breytingatillöguna: Ég held því, að eins og komið er, sé sanngjamt ... að greiða myndlistarfélaginu [Félag íslenskra myndlistamannaj upphæðina. Því fremur finnst mér vera full ástæða til þess að gera þetta, þegar það er haft í huga, að í till. meiri hl. fjvn. er nú lagt til, að veittar verði 15. þús. kr. vegna myndlistarsýningar, sem staðið hefúr yfir og stendur enn yfir í Þýskalandi, en þar era einmitt á ferðinni málararnir í hinum félögunum, sem vildu ekki una við það fyrirkomulag, sem haft var á þessari Rómarsýningu. í Þýskalandi er sem sagt sýning, þar sem sýnd era málverk frá 8 íslenzkum máluram, en á Rómarsýningunni vora sýnd málverk frá 24 íslenzkum máluram. Ég tel, að þegar Alþ. hyggst veita nokkum styrk út á þessa sýningu til þessara tiltölulega fáu aðila, sem þarna eiga hlut að máli, þá sé ekki rétt gagnvart þessu myndlistarfélagi, sem er fúlltrúi miklu stærri hluta málara, að láta dragast lengur að greiða þessa fjárhæð. Ég legg því til, að þessi heimild verði framlengd, og vænti, að hv. Alþ. geti samþ. -50 þessa tillögu. Framvarp þetta var samþykkt fyrir fjárlög 1956. Inntak þess er eftirfarandi: „Aó greiða Féiagi íslenzkra myndlistarmanna vegna norrænu listsýningarinnar í Róm þær 100 þús. kr„ sem veittar vora á fjárlögum fyrir árið 1955.“39 Um leið og breytingatillagan var samþykkt þá sannaðist sú vanhæfni sem menntamálaráðherra sýndi. Ennfremur kom það í ljós þegar Norræna listbandalagið samþykkti ályktun á aðalfúndi sínum 1956. Thor Vilhjálmsson skrifaði í Birting sama ár: Á aðalfundi Norræna listbandalagsins síðastliðið sumar var samþykkt ályktun sem getið er í 13. grein fúndargerðarinnar: „Sambandsráð norræna listbandalagsins ákvað að láta í ljós ánægju sína og samúð með þeim hætti er íslenzku fúlltrúamir í norræna listbandalaginu leystu af hendi störf sín í sambandi við Rómarsýninguna". Þannig litu starfsbræður myndlistarmannanna á Norðurlöndunum á málið þegar hin mistæka áróðursvél menntamálaráðherrra hafði skurrað af öllum mætti og sendiherrar Islands látnir flytja erlendum þjóðum rangar túlkanir málsins.40 Stuðlaberg eftir Svavar Guðnason. íT^C> foffujn Þá heift sem mátti sjá í umræðunni um Rómarsýninguna má rekja til þeirrar menningaramræðu sem einkenndi fýrri hluta mttugusm aldar þegar deilt var um inntak þjóðlegrar listar. Rómarsýningin snérist opinberlega um það hverjir væru hæfastir til að velja verk á sýningu i Rómarborg árið 1955 og hverskonar myndaval myndi endurspegla íslenska menningu á sem bestan hátt. Þar skipmst menn í andstæðar fylkingar; annars vegar í þá fylkingu sem taldi landslagsmálverk og flgúratíf verk í anda frumherjanna vera þjóðlega list og hins vegar í þá fylkingu sem skipuð var aö mestu yngri listamönnum og var málssvari abstraktlistar. í hugum bæði listamanna og almennings var abstraktlist fremur tengd við alþjóðlegan stíl. Spumingin sem menn stóðu frammi fyrir var sú hvort bæri heldur að senda suður til Rómar myndefni í „þjóðlegum stíl“ eða „alþjóðlegum stíl“. Margir töldu heiður Islands vera í veði. Nýr stíll var búinn að ryðja sér til rúms og þótti mörgum hann ekki vera nógu þjóðlegur. Þjóðfrelsishugmyndimar höfðu um áratugaskeið sett mark sitt á menningaramræðuna. Það birtist í því að þeir listamenn sem stóðu fyrir þjóðlegum gildum töldu að þeir væra að „vinna ættjörðinni gagn“ eins og Jón Þorleifsson orðaði það, og ríkti gagnkvæmur skilningur á milli eldri listamanna þjóðarinnar á því hlutverki41. Það var líka kallað að lyfta íslenskri þjóðlegri list til meiri þroska og aukinnar fjöibreytni, án erlendra áhrifa. Þetta sjónarmið nálgaðist heilaga skyldu og þeir sem uppfylltu það ekki vora nánast taldir menningarlegir föðurlandssvikarar; einkum átti það við um abstraktlistamenn. Þeir sem aftur á móti aðhylltust abstraktlistina töldu þjóðlegu listamennina ekki vera með á nótunum > hinu alþjóðlega listumhverfi og vildu þeir leiða módemismann inn í íslenskt samfélag. Þegar Rómarsýningin var til umræðu þá var fagfélag myndlistarmanna, FIM, klofið. Hugmyndafræðileg gjá var á milli myndlistarmanna um listina, hún var svo mikil og umburðarlyndið á milli þeirra svo lítið að þeir gátu ekki unnið saman í einu félagi. Þegar abstraktmenn náðu meirihluta í Félagi íslenskra myndlistamanna þá varð það til þess að þeir sem aðhylltust ekki abstrakt gátu ekki haft þau áhrif á stefnu félagsmanna sem þeir vildu. Enn á ný varð nýr liststíH til óeiningar í félagsmálum myndlistarmanna og endaði með klofningi félagsins. Fyrsta félag myndlistannanna hafði einnig rannið sitt skeið á enda af sömu ástæðum árið 1928. Myndlistarmönnum gekk illa að vinna saman að hagsmunum listarinnar. Í kjölfarið á yfirtöku abstraktmanna í félagsmálum myndlistarmanna FÍM urðu til tvö önnur félög; Nýja myndlistarfélagið og Félag óháðra listamanna. Öll félögin þrjú vildu hafa áhrif á þróun listarinnar í landinu og beina listinni í réttan farveg- Að fá sæti í sýningamefhdum var gott tækifæri til þess, sérstaklega i undirbúningi íslenskra sýninga erlendis. I tiiviki Rómarsýningarinnar þá var FIM eini réttkjönii aðilinn í því máli. Þegar stofnendur NMF og FÓL gengu út úr FIM misstu þeir um leiðþátttökurétt sinn í Norræna listbandalaginu og með því rétt til að sitja í sýningamefndum á þesS vegum. Hin félögin reyndu í skjóli þjóðlegrar stefúu, stjómvalda 66 °^ajnir 2.006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.