Sagnir - 01.06.2006, Page 71
(fjfroður erjuffi fetri
hallinn af rangri gengisskráningu og útlánum umfram sparifjáraukningu.
Þetta hafði þær afleiðingar að greiða þurfti útflutningsbætur í öllum
greinum, hefta innflutning og greiða niður vörur og þjónustu innanlands.
Viðreisnarstjómin vildi breyta þessu og eitt helsta markmið hennar var
að leggja niður það bótakerfi sem útflutningsframleiðslan hafði búið við
síðan 1951.3 Þá höfðu innflutningshöftin einnig slæm áhrif. Fyrir löngu
höfðu allar þjóðir Vestur-Evrópu lagt niður haftakerfi, nema Islendingar
sem enn bjuggu við það.4 Til þess að ná tökum á efiiahagslífinu, koma
landinu á réttan kjöl og skapa jafnvægi í efnahagslífi með bættum
lífskjörum og aukinni fjárfestingu, greip stjómin til mun yfirgripsmeiri
aðgerða en verið hafði á íslandi svo áram skipti.5 Þessar aðgerðir náðu
þó ekki til allra þátta atvinnulífsins því í landbúnaðarmálum var engu
breytt heldur vora útflutningsbætur settar í lög og innflutningshöftum
ekki aflétt.
Ástandið í landbúnaði var þó síst betra en í öðram greinum
efnahagslífsins haustið 1959. Starfað var eftir framleiðsluráðslögunum
frá árinu 1947, eða lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarafurðum. Yfirstjóm
landbúnaðarmála var sett í hendur níu manna ffamleiðsluráðs sem
sá um alla skipulagningu framleiðslunnar og hafði gríðarleg völd í
málaflokknum. Það veitti leyfi til að stofna sláturhús og mjólkurstöðvar,
hélt skrár um framleiðslumagn á hverju ári og skipti landinu í
framleiðslusvæði. Bændum var ekki frjálst að selja til afurðastöðva utan
þeirra svæða sem býlin vora á samkvæmt skiptingu framleiðsluráðsins.
Ráðið sá einnig um að reka verðmiðlunarkerfi sem var grandvallaratriði
í skipulagningunni. Kerfið var þess eðlis að ákveðinn hluti af verði til
bónda fyrir innlagðar vörar hans fóra í sameiginlegan sjóð á landsvísu.
Ur þeim sjóði var mjólkurbúum og sláturhúsum greitt ef rekstur
þeirra var óhagkvæmur t.d. vegna fjarlægðar frá markaði. Þá ákvað
framleiðsluráð verð á afurðum í heildsölu og smásölu á öllu landinu.
Verðlagning til bænda var þó ekki í höndum framleiðsluráðs heldur
nefndar sem í sátu fulltrúar bænda og neytenda ásamt oddamanni. Þvi
hlutverki gegndi hagstofustjórinn í Reykjavík. Þessi nefnd var í daglegu
tali kölluð sexmannanefnd. Hún kom saman árlega til að semja um
verðlag sem var reiknað út ffá ákveðnum verðlagsgrandvelli. Þegar
lögin vora sett þótti þetta fyrirkomulag besta lausnin á kjaramálum
bænda því samkvæmt lögum var nefndinni ætlað að reikna bændum
tekjur í samræmi við aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Lögin vora sett á miklu umbrotatímabili á Islandi og var ekki
síst ætlað að tryggja bændum sambærilegar tekjur við aðrar stéttir.
Landbúnaðurinn var í mikilli lægð að heimsstyrjöldinni lokinni og
framleiðsla landbúnaðarvara nægði tæplega fyrir neyslu innanlands.
Laun bænda höfðu staðið í staö á meðan laun í þéttbýli hækkuðu
gríðarlega og erfitt var að fá vinnuafl í sveitimar til að sinna helstu
verkum. í eðli sínu vora lögin framleiðsluhvetjandi því bændur
fengu greitt fyrir hvert kíló af kjöti eða lítra af mjólk, burtséð frá
framleiðslukostnaði. Það var þeim því til hagsbóta að framleiða sem
mest en ríkið niðurgreiddi svo vöramar til neytenda.
Á fimmta áratugnum fóra brestir í kerfinu að koma í ljós.
Framleiðsla varð svo mikil að flytja varð út tilfinnanlegt magn af
landbúnaðarafurðunum og þar sem ffamleiðslukostnaður hér á landi
°g flutningskostnaður á erlenda markaði var yfir heimsmarkaðsverði
reyndist útflutningurinn dýr. Frá árinu 1955 fékk landbúnaðurinn
útflutningsbætur ffá ríkinu í tengslum við bætur á sjávarafurðir6 en
verðlagskerfið réði illa við þessar breyttu aðstæður. Útflutningurinn
Var jafnan dýrari en svo að bætumar dygðu fyrir honum og annað
hvort þurffi því að hækka verð afurðanna til neytenda eða lækka verð
þeirra til bænda. Um þetta urðu mikil átök í sexmannanefhd. Eftir að
framleiðsluráð tók þá ákvörðun árið 1958 að hækka verð til neytenda
innanlands til að greiða halla af útflutningi töldu fulltrúar neytenda í
sexmannanefnd of langt gengið og kærðu ákvörðunina til dómstóla.
Uómur í málinu féll í Hæstarétti í september 1959. Niðurstaða dómsins
var sú að ffamleiðsluráði væri heimilt að hækka verð á afúrðum
'nnanlands til að greiða tapið á útflutningi því kveðið væri á um það í
iögunum að tekjur bænda skyldu vera í samræmi við tekjur annara stétta
ú Islandi.7 Á þessum tíma vora niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðir
'nnanlands einnig orðnar svo miklar að bændur fengu hærra verð fyrir
vörumar óunnar í mjólkurbúum eða sláturhúsum en neytendur greiddu
fyrir þær út úr búð.8 Því má segja að ástandið í landbúnaðarmálum hafi
Verið orðið svo óhagstætt að raunhæft hefði verið að endurskoða stefnu
stjómarinnar í málaflokknum.
Fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar beindust þó að því að viðhalda því
skipulagi sem ríkti með því að leysa vandann við verðlagsákvarðanir
í sexmannanefnd. Það var gert með því að banna framleiðsluráði að
hækka verð á landbúnaðarafúrðum innanlands en taka í staðinn upp
greiðslur úr ríkissjóði fyrir tapinu með meiri útfiutningsbótum en
áður. Útflutningsbætumar máttu þó ekki vera hærri en sem næmi 10%
verðmætis heildarframleiðslunnar en hið nýja lagaákvæði var á þessa
leið:
Tryggja skal greiðslu á þeim halla sem bændur kunna að verða
fyrir af útflutningi landbúnaðarvara, en þó skal greiðslan
vegna þessarar tryggingar ekki vera hærri en svarar 10% af
heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar viðkomandi
verðlagsár, miðað við það verð, sem framleiðendur fá greitt
fyrir afúrðir sínar.9
Með þessu var komið til móts við báða samningsaðila. Tapinu af
útflutningi var ekki velt beint yfir á neytendur sem borguðu eftirleiðis
enn meira í gegnum skattkerfið en bændur þurftu hvorki að taka á of
mikilli framleiðslu landbúnaðarafúrða né óhagstæðum útflutningnum.
Uppbætur á landbúnaðarafúrðir vora þannig teknar inn í landbúnaðar-
löggjöfina, slitnar úr tengslum við bætur á aðrar útfluttar afurðir frá
landinu og landbúnaður einangraður frá öðram atvinnugreinum.
Þessar fyrstu efnahagsaðgerðir Viðreisnarstjómarinnar í
landbúnaðarmálum hljóta að teljast nokkuð sérstakar í ljósi þess að
aðgerðir í öðram greinum atvinnulífs á íslandi gengu í þveröfuga átt.
Lögbundinn réttur sjávarútvegs til bóta var felldur niður. Af og til
þurfti hann aðstoð og við því var bragðist með sértækum aðgerðum
en markmiðið með styrkjum var alltaf í og með að halda uppi atvinnu
í landinu.10 Innflutningshöft vora afnumin að mestu en ekki á land-
búnaðarvörar. Framleiðsluráð sem hafði fengið vald yfir ákvörðunum
um innflutning búvara árið 195711 hélt því áfram og sexmannanefndar-
fyrirkomulaginu var haldið við þótt samstarfið væri augljóslega orðið
stirt. Meðal bændanna sjálfra hafði umræða farið af stað um framleiðslu-
aukninguna þótt menn væra ekki sammála um hvort ofífamleiðslan
stefndi í alvarlegt vandamál eða hyrfi af sjálfú sér með ijölgun
landsmanna.12 Þessi umræða hvarf eftir að útflutningsuppbætumar
vora teknar upp. Á sama tíma vora bændur orðnir ein tekjulægsta stétt
landsins.13
Þrátt fyrir að illa gengi að fá hærra verð fyrir útflutninginn á næstu
áram hélt framleiðslan áfram að aukast og þörfin fyrir útflutningsbætur
jókst til samræmis við það.
Greiddar útflutningsbætLr á lardbúnaöarafuráir 1359-1972
Ar
Mynd 1 - Greiddar útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir
1959-1972. (Hcimild: “Verðmæti landbúnaöarframleiðslunnar og
greiðslur útflutningsbóta verðlagsárin 1959/60-1974/1975,” Árbók
landbúnaðarins, XXVI. árg., (1975), bls. 198.)
Þessi þróun var reyndar svo hröð að árin 1963-1964 vora bætumar,
sem máttu samkvæmt lögum nema allt að 10% af heildarframleiðslu-
verðmæti landbúnaðarafurða, ekki nægilega miklar til að greiða hallann
lengur. Framleiðsluráð greip aftur til þess ráðs að velta aukakostnaðinum
yfir á innanlandsmarkað en þá á bænduma sjálfa. Bændur fóra sem sagt
að fá lægra verð fyrir afurðir sínar til að greiða útflutningshallann. Af
L
^Saynír 2006 6y