Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Side 81

Sagnir - 01.06.2006, Side 81
verulega frá því sem verið hafði fram að því.32 Markmiðið var að koma upp tekjuskattskerfi sem tæki mið af breyttum aðstæðum þjóöarinnar. Fyrirkomulagið á innheimtu skatta hafði verið ákaflega bagalegt, til dæmis vegna þess að skattar fyrir árið 1919 voru innheimtir árið 1922. Frumvarpið miðaðist meðal annars að því að skattar fyrir árið 1921 skyldu innheimtir snemma árs 1922. Enga skatta átti að innheimta fyrir árið 1920. Magnús Guðmundsson taldi ríkið ekki missa stóran spón úr aski sínum þótt árið 1920 yrði þar með skattlaust ár. Astæðan var sú að hann taldi ólíklegt að það ár myndi gefa af sér mikinn skatt. Skatturinn yrði þó greiddur af tekjum næsta árs.33 Ekki var tjaldað til einnar nætur í innheimtu skattanna. Festa átti þá reglu í sessi að innheimta skatta af eignum og tekjum fólks árlega og á miklu markvissari hátt en áður hafði tíðkast. IJjajnrýniJoinqmanna Þingmenn voru alls eÉki á eitt sáttir um ágæti laganna og hugmyndir þeirra fóru alls ekki eftir flokkspólitískum línum. Sveinn Olafsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert frumvarp vera jafn margþætt. Jafnframt hefði ekkert frumvarp áður gengiö jafn freklega á hagsmuni almennings. Hann taldi að til þess að frumvarpið næði tilgangi sínum þyrfti siðferðislegur þroski gjaldenda að vera mikill. Lögin væru, sagði Sveinn, ekki pappírsins virði ef þann þroska vantaði.34 Þorleifúr Jónsson, sem einnig var þingmaður Framsóknarflokksins, taldi ekki nauðsynlegt að skattleggja bókasöfn í einkaeign og fatnað fólks, því ekki ætti að elta menntalindir heimilanna með álögum. „Það ber enn oft við, að menn verja stórfje til bókakaupa og gefa síðan safnið einhverri opinberri stofnun aó sér lámum. Það virðist því hart að skattleggja slíkt, auk þess sem bókasafn verður að teljast bráðnauðsynlegt á hverju heimili."35 Þorleifur taldi einnig að mörgum bændum myndi reynast erfitt að gefa upp tekjur sínar og útgjöld því til undantekningatilvika heyrði að þeir færðu búreikninga.36 Magnús Guðmundsson viðurkenndi í svari sínu að þótt frumvarpið væri vissulega nærgöngult og í því væru sennilega allmörg ákvæði sem kæmu jafhvel við kaunin á mönnum í fyrstu, þá neitaði hann því að lengra væri hér gengið en tíðkaðist í öðrum löndum. Það að hver og einn teldi sjálfúr fram væri hið eina rétta, skatturinn væri einungis reiknaður af ágóða og heyrði það til nýbreytni hérlendis. Hann hafnaði líka tillögum Þorleifs Jónssonar um að innanstokksmunir og fatnaður yrði undanþeginn skatti. Efnamenn í Reykjavík skreyttu stofúr sínar dýrum innanstokksmunum og klæddust góðum fotum og þeir ættu ■yn með réttu að greiða skatt af því. Bókasöfnum ættu menn ekki að geta komið sér upp en komist síðan hjá að greiða af þeim réttmætan skatt gegn loðnum loforðum um að gefa þau síðar til einhverrar opinberrar stofnunar. Magnús áleit að þeir sem á annað borð væru það bókelskir að þeir keyptu sér bækur myndu ekki hætta þeim kaupum þótt smávægilegur skattur lenti á þeim fyrir vikið.38 Þó játaði Magnús að finna mætti dæmi þess að nýju lögin virtust ekki koma sem réttlátast niður en fyrir það yrði seint komist. Lögin væru samin fyrir heildina en ekki einstök tilfelli.39 Honum var ljóst að það yrði ýmsum vandkvæðum bundið að koma þessum nýju reglum á hérlendis. Búið yrði um hnútana eins vel og víða erlendis en það væri nauðsynlegt að koma skattinum á. Ef vel væri á haldið kæmist fólk að raun um að skatturinn væri sá sanngjamasti og réttlátasti sem völ væri á. Ef það kæmi hins vegar síðar á daginn að ekki yrði búið við tekjuskattinn yrði að grípa aftur til gamla lausafjárskattsins þrátt fyrir að Magnús teldi hann mun ósanngjamari en nýja tekjuskattinn. Von Magnúsar var meðal annars sú að bændum þætti mun ljúfara að greiða nýja tekjuskattinn eftir að lausafjárskatturinn hafði verið afnuminn.40 Bjami Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók þá til máls. Hann taldi það fim mikil að þingið ætlaði að veita þessum lögum brautargengi því þau gengju langt frá öllu réttlæti. Gjöldin sagði hann harðast koma niður á þeim sem hefðu miðlungstekjur en það vissu skattanefndimar best um enda væm þar embættismenn á ferð. Hann sagði að hvergi meðal siðaðra þjóða væri lagður skattur á bóka- og listasöfn. Hann taldi að jafnvel svo spakur maður sem Njáll hefði þurft að láta segja sér slík tíðindi þrisvar sinnum.41 Sigurður Stefánsson, þingmaður Norður-ísfirðinga, skaut því þá inn að sennilega hefði Njáll látið sér nægja tvisvar. Bjami hélt að það gæti vel verið þvi Sigurður væri sálnahirðir og vel kunnugur hinum megin.42 Nokkurt þref varð J eninjar eru aýfjoeirra fifuta sem jera sffaf á milli þingmanna en nokkrir þeirra, þar á meðal Magnús Jónsson, töldu að ekki þyrfti að hlífa mönnum sem komnir væm vel yfir 10.000 krónur í árstekjur við fúllum skatti. Einnig taldi Magnús Jónsson að gengið væri of nærri þeim tekjuminni og fátækari með frumvarpinu.43 Jón Þorláksson óttaðist að tekjuskatturinn myndi lenda að mestu leyti á útgerðarmönnum og embættismönnum en bændur myndu að mestu sleppa við hann. Jón bar saman samvinnufélögin og önnur hlutafélög og sagði að það væri ranglátt að arður hlutafélaganna væri skattlagður en arður samvinnufélaganna væri undanþeginn skatti.44 Jón Sigurðsson, annar þingmaður Skagfirðinga, var nafna sínum algerlega ósammála: Útflutningsgjald er óeðlilegt og ranglátt vegna þess, að það er aðeins lagt á framleiðendur, sem eru ekki nema einn sjötti hluti landsmanna. Það er vitanlegt, að þessi flokkur manna er undirstaðan undir þjóðarbúinu; á störfúm þeirra hvílir efnalegt sjálfstæði og þrif þjóðfélagsins, en nú er svo komið, að framleiðendur eiga mjög í vök að veijast, svo að nú þess meiri þörf, að hlaupið væri undir bagga með þeim heldur en að íþyngja þeim með sjerstökum sköttum.45 Sveinn Ólafsson mótmælti því að samvinnu- og hlutafélög væru með sambærilegt rekstrarform. í reynd væri um tvö gjörólík rekstrarform væri um að ræða og því ætti skattskylda félaganna að vera ólík. Skoðun hans var sú að hlutafélögin ynnu fyrir einstaklinginn en samvinnufélögin störfúðu að því að bæta hagsmuni almennings.46 Magnús Guðmundsson aftók með öllu að samvinnufélögum væri hyglað á kostnað annarra hlutafélaga í skattalögunum. Reyndin væri aftur á móti sú að samvinnufélögin skiptu upp ágóða hvers árs á milli félagsmanna, til dæmis um áramót. Því gætu samvinnufélögin ekki ráðið yfir þessum hluta ágóðans. Aftur á móti réðu hlutafélögin yfir sínum ágóða og því væru þau skattlögð. Ráðstöfúnarréttur þeirra yfir tekjum af eigin starfsemi væri alger.47 Frumvarpið var samþykkt í neðri deild Alþingis með 18 atkvæðum gegn einu og var þar með afgreitt til efri deildar.48 Magnús Guðmundsson bað um að frumvarpið fengi „eins velviljaða meðferð hjer eins og þar.“49 Sigurjón Friðjónsson, varaþingmaður fyrsta landskjöma þingmanns Heimastjómarflokksins, var framsögumaður nefndarinnar sem fjallaði um málið í efri deild. Hann sagði í ræðu sinni að aðeins vegna þess hve íjárþörf ríkissjóðs væri brýn þá styddi nefndin fmmvarpið og sætti sig við það til bráðabirgða. Honum þótti líklegt að tekjur ríkissjóðs ykjust nokkuð við lagabreytinguna en sá galli væri á gjöf Njarðar að skatturinn hækkaði á lægri tekjum en lækkaði á hærri tekjum. Lítið yrði um stórgróða hjá öllum þorra einstaklinga og því lítið af þeim legg að skafa. Sigurður Eggerz tók undir með Sigurjóni. Þótt hann væri á móti frumvarpinu sem slíku og verið væri að keyra í gegn umbyltingu á skattamálum þjóðarinnar á einum til tveimur dögum, þá gæfi frumvarpið ríkissjóði meiri tekjur en eldri skattalöggjöfin og því taldi hann sig nauðbeygðan til að greiða því atkvæði.50 Magnús Guðmundsson svaraði því til að vissulega vildi hann að skattamir kæmu ekki svo hart niður á fátækari hluta landsmanna en það yrði að gera meira en gott þætti. Ríkið yrði að fá inn meiri tekjur og ef sá háttur yrði á sem frumvarpið kvæði á um, þá kæmist skattalöggjöfin næst sanngimi.51 Jj^íirij^teífJusfiattsfajanna Alþingi samþykkti lögin 20. maí 1921 og þau öðluðust gildi 1. janúar 1922. Þar sem efri deild taldi sig ekki hafa haft nægilegan tíma til að afgreiða málið var sett ákvæði í lögin um að þau skyldu ekki gilda lengur en til ársloka 1923 og fyrir þann tíma bæri að endurskoða þau.52 I lögunum var atvinnu- og eignatekjum slegið saman og átti nú að greiða sama skatt af báðum þessum tekjustofnum. Áður hafði hærri skattur verið greiddur af eignatekjum en atvinnutekjum. Nýjum eignaskatti var síðan komið á sem skyldi greiðast af skuldlausri eign. Hinn nýi eignaskattur skyldi koma í stað eignatekjuskattsins gamla. Þetta var bæði gert til einföldunar og til að samræma skattstiga á eigna- og tekjuskatti.53 Ætlunin var að skattleggja skuldlausar eignir mun þyngra en atvinnutekjur, þar sem þær þyldu að öllu jöfnu hærri skattbyrði.54 Þetta var þannig ekki mikil breyting frá því sem verið hafði en hrein eign var álitin verðmætari en atvinnutekjur. ajnir 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.