Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Síða 96

Sagnir - 01.06.2006, Síða 96
helgar á skemmtistöðum borgarinnar ... En miðborgin er ekki lengur hvað hún var. Þegar Dómkirkjuklukkan slær þrjú og dansstaðimir loka ægir saman við Austurvöll og Lækjartorg alls kyns lýð; dópistum, þjófum, drykkjusjúklingum, kynvillingum...“ 18 Eins og ofangreind dæmi sýna var umfjöllun um samkynhneigð oft á tiðum óvægin og þótt liðsmenn Samtakanna '78 hafi einnig skrifað í blöðin og svarað ásökunum var ofangreind umfjöllun um samkynhneigða meira áberandi. Þótt engar tölur liggi fyrir um það er víst að nokkur íjöldi samkynhneigðra fluttist af landi brott á 8. og 9. áratugnum, sumir varanlega en aðrir tímabundið.19 íslenskt samfélag er það lítið að lítill sem enginn vísir varð að hópamyndun samkynhneigðra fyrir umræddan tíma og enn síður áttu samkynhneigðir samastað, það er að segja einhvem stað þar sem þeir gátu hist og rætt við aðra samkynhneigða um málefhi sín. Fyrir vikið hefur eflaust verið erfiðara fyrir marga að koma út úr skápnum. Minna fór fýrir lesbíum framan af í umfjöllun um samkynhneigð og snerist umræðan aðallega um „kynvillta" karlmenn. í Mannlífi í desember árið 1987 stigu þó sjö íslenskar lesbíur fram í sviðsljósið, fimm þeirra undir nafni, og ræddu kynhnegið sína auk annars í viðtölum undir yfirskriftinni „Konur sem elskast".20 Það virðist hafa verið svipað ástatt fyrir lesbíum og hommum á íslandi á 9. áratug 20. aldarinnar þó svo að minna hafi verið rætt um málefni lesbía og réttindi þeirra. Enn þann dag í dag rata umræður um samkynhneigða og réttindi þeirra inn á síður dagblaða og í umræðuþætti í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sú breyting hefur orðið á að þeir sem hvað hæst mæla í mót auknum réttindum samkynhneigðra gera það í nafni kristinnar trúar í auknum mæli. Hafa margir forsvarsmenn trúarsamtaka á borð við Krossinn, Betel, Hvítasunnukirkjuna og Veginn verið hvað háværastir. Talsmenn áðumefndra trúarsamtaka og safnaða, ásamt Aðventistum, Hjálpræðishemum, Ungu fólki með hlutverk, Orði lífsins, Kristilegs félags heilbrigðisstétta auk eins sóknarprests, sendu stjómvöldum harðort bréf árið 1996 þegar fyrir Alþingi lá frumvarp um staðfesta samvist samkynhneigðra þar sem þeir hvöttu stjómvöld til að samþykkja ekki frumvarpið. I bréfinu segir meðal annars að samkynhneigðir ættu að hafa sömu mannréttindi og aðrir einstaklingar í þjóðfélaginu en það að meina þeim að gifta sig og ættleiða böm væri ekki brot á mannréttindum heldur aðferð þjóðfélagsins við að setja siðferðislega ramma öllum til góða. Taka þeir sem dæmi að ijölkvæni sé bannað á íslandi og teljist það ekki til mannréttindabrota. I bréfinu kemur jafnframt fram að kristnir menn geti ekki sætt sig við að samkynhneigð sé jafn eðlileg og gagnkynhneigð enda boði Biblían það ekki og segja Guð geta aðstoðað hvem þann sem losna vilji undan því „oki sem samkynhneigð vissulega er.“21 Umræða um samkynhneigð breyttist mikið á síðustu áratugum 20. aldar. Minna bar á fyrstu ámm 21. aldarinnar á greinaskrifum og rannsóknum um orsakir samkynhneigðar sem vom vinsælt þrætuefhi á 9. áratugnum. Annað málefni sem snertir samkynhneigð em ýmsar kannanir sem gerðar hafa verið víða um heim sem mæla fjölda samkynhneigðra. Enn ein umræða sem hefur verið viðloðandi málefnið em meintar lækningar á samkynhneigð en sumir em þeirrar skoðunar að samkynhneigð sé meðfæddur erfðagalli eða smitist frá umhverfinu og hægt sé að ráða á því bót með meðferð við samkynhneigð. Em það gjaman talsmenn sértrúarsafnaða sem em helstu boðberar þeirra. I þeirra augum er samkynhneigð synd en „syndararnir" þurfa þó ekki að örvænta því með réttri leiðsögn eða námskeiðum er hægt að „lækna“ viðkomandi af syndinni. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í byrjun 21. aldarinnar sýna viðhorfsbreytingar almennings til málefna samkynhneigðra. í umfangsmikilli rannsókn sem Gallup í Evrópu gerði árið 2003 er meirihluti Evrópubúa því hlynntur að hjónabönd samkynhneigðra para verði lögleidd. Um 15 þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem náði til 30 ríkja. í niðurstöðu rannsóknarinnar kom fram að íbúar innan landa Evrópusambandsins vom almennt jákvæðari hvað varðar réttindi samkynhneigðra en íbúar utan þess. 57% íbúa ESB vom hlynntir hjónaböndum samkynhneigðra á meðan aðeins 23% íbúa annarra Evrópuríkja vom á sama máli. Danir og Hollendingar bám höfúð og herðar yfir aðrar Evrópuþjóðir hvað þetta varðar en 82% Dana vom hlynntir hjónaböndum samkynhneigðra. Holland fylgdi svo rétt á eftir með 80% íbúa. Á Kýpur var mest andstaða við hjónabönd samkynhneigðra en aðeins 9% íbúa þar lýstu sig hlynnt eða nokkuð hlynnt þeim. Afstaða til þess hvort samkynhneigðir ættu að fá að ættleiða böm var hinsvegar ekki eins afgerandi en 42% íbúa innan ESB vora fylgjandi því en aðeins 17% íbúa í löndum utan ESB. Aðeins í fjómm löndum í Evrópu var meirihluti íbúa fylgjandi ættleiðingarrétti samkynhneigðra, en það var í Hollandi, Þýskalandi, á Spáni og i Danmörku.22 Gallup gerði samskonar könnun hér á iandi árið 2004 þar sem fram kom að 87% landsmanna væm hlynntir því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. Þar af töldu 3% að samkynhneigðir ættu eingöngu að fá að gifta sig í kirkju, 18% að þeir ættu eingöngu að fá að giftast borgaralegri giftingu en 66% taldi að samkynhneigðir ættu að fá að giftast hvort heldur væri í kirkju eða borgaralega. Með öðmm orðum þótti tæplega 70% aðspurðra sjálfsagt að samkynhneigðir fengju að gifta sig í kirkjum.22 Umfjöllun um samkynhneigð í gmnnskólum hefur verið talsvert í umræðunni undanfarinn áratug og námsskrár gmnn- og ffamhaldsskólanna þykja oftar en ekki koma lítið sem ekkert inn á samkynhneigð. I erindi á ráðstefnu um drengjamenningu í skólum snemma árs 2005 benti Þorvaldur Kristinsson á að orðið samkynhneigð væri hvergi að finna í íslenskum námsskrám fýrr en kæmi á háskólastig og taldi breytinga þörf.24 Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sagði i kjölfarið að verið væri (í mars 2005) að vinna að endurskoðun á nýrri námsskrá og væri umfjöllun um samkynhneigð meðal þeirra breytinga sem til stæðu. Hann gat þó ekki sagt fyrir um hverjar breytingamar yrðu en breytinganna væri að vænta árið 2006.25 1 júní árið 2005 var samþykkt stefna Háskóla Islands gegn mismunun þar sem meðal annars kom fram að starfsfólk og stúdentar Háskólans megi ekki ganga út lfá því í kennslu eða í óformlegri samskiptum að allir séu gagnkynhneigðir. Þar kemur einnig fram að kennarar Háskóla Islands eigi að leitast við að nota námsefni þar sem margbreytileiki mannlífsins kemur fram.26 Orðanotkun í umijöllun um samkynhneigð tók breytingum á síðustu áratugum 20. aldar. Eins og áður var getið voru orðin kynvilla og sódómía mest notuð framan af þegar samkynhneigð bar á góma. I byrjun 9. áratugarins lentu Samtökin '78 í deilum við Ríkisútvarpið þegar það síðamefnda ákvað að ekki væri hægt að lesa upp tilkynningu á vegum Samtakanna því þau innihéldu orðin lesbía og hommi?1 Þóra Björk Hjartardóttir rannsakar í grein sinni „Baráttan um orðin. Orðanotkun tengd samkynhneigð“ hvers vegna orðin hommi og lesbía þóttu ekki nothæf á þessum vettvangi á sínum tíma, hvað hafi breytt notkunarsviði þeirra og hvað hafi valdið breytingunni. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan samkynhneigðir vildu að orðin hommi, lesbia og samkynhneigð yrðu notað um þau í daglegu tali vom margir í samfélaginu sem tengdu orðin, og þá sérstaklega þau tvö fýrstnefndu, við eitthvað ógeðslegt, bannað og klúrt. Af þeirri ástæðu þótti talsmönnum Ríkisútvarpsins ekki við hæfi að lesa orðin upp í auglýsingatíma útvarpsins af ótta við að særa blygðunarkennd hlustenda. í kjölfarið hófust mikil skoðanaskipti á síðum dagblaðanna en samkynhneigðum fannst að sér vegið og mótmæltu skerðingu á tjáningarfrelsi sínu með þessum hætti. Stungið var upp á að orðin hómi og lespa yrðu notuð í staðinn, þar sem þau þóttu „kurteisari í viðmóti og miklu íslenskari á svip.“28 Það var ekki fýrr en árið 1986, þegar leyfi til reksturs útvarps á íslandi var gefið frjálst, að Ríkisútvarpið breytti afstöðu sinni enda umræða um homma og lesbíur sífellt að aukast í samfélaginu og á orðunum hvíldi minni bannhelgi.29 í tímans rás hafa svo orðin hommi, lesbia og samkynhneigð fest sig í sessi í málnotkun íslendinga en orðin kynvilla og kynvillingar notað í niðrandi merkingu. Athugasemdir og breytingar við texta Biblíunnar em góð dæmi um viðhorfsbreytingu hvað varðar orðanotkun um samkynhneigð. Lengi hefur verið unnið að nýrri þýðingu á Bibliunni á vegum Hins íslenska biblíufélags en áætlað er að ritið komi út árið 2006. Þar eru nokkur atriði varðandi fýrri þýðingar tekin til endurskoðunar en meðal þess sem breytt verður er að orðið kynvillingur mun ekki koma fýrir í hinni nýju þýðingu. Ástæða þess er að þar sem orðið stendur í Biblíunni í dag mun það vera notað um menn sem misnota böm kynferðislega og víkur orðið kynvillingar því fyrir orðasambandinu „menn sem leita á drengi“. Niðurstaða fræðimanna er nefnilega sú að sé textinn skoðaður ytf ^ajnir 2.006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.